19. júní


19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 18

19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 18
Er hjónabandið mis- heppnuð tilraun til að höndla hamingjuna eða...? Nú á tímum framfara og þróunar vaknar sú spurning hvort hjúskap- ur og samskipti kynjanna hafi einhverjum breytingum tekið, eða hvort allt sé enn í sama fari og áður. Er það rétt sem sumir hafa haldið fram að hjónaband sé úrelt og ekki lengur í tísku að gifta sig? Að enginn vilji lengur vera bundinn einum eða neinum heldur sé einstak- lingurinn það sem máli skiptir? Frelsi einstaklingsins verði að vera óskert og hann verði að fá ráðrúm til að gera það sem hann langar til og maki myndi verða fjötur um fót. Til þess að fá nánari vitneskju um málið og hvort þetta væri útbreidd stefna hjá ungu fólki tókum við tali nokkur ungmenni og spurðum þau um framtíðina. Reyndist sumum þeirra erfitt að svara því lítið hafi verið hugsað um þessi mál hingað til en umræðan vakti þau þó til umhugsunar. -Fyrst spurðum við unga fólkið, hvað hjónaband væri samkvæmt skilgrein- ingu þess? Sóley ísleifsdóttir 18 „Misheppnuð tilraun til að höndla hamingjuna,“ sagði ein. En flestum fannst það vera samband tveggja ein- staklinga, sem vildu ganga í gegnum súrt og sætt saman. Einn svaraði þó, að það væri eitthvað skýjum ofar: Önnur sagði að það væri fjötrar. Það veitir meiri rétt og þá um leið meira öryggi, sagði sá þriðji. Þannig að sitt sýndist hverjum í þessum efnum. Sami grautur... -Er einhver munur á sambúð og hjúskap? Sveinn: „Þetta er sami grauturinn í sömu skál.“ Rögnu fannst að sambúðinn gæti gengið upp, því þá væri fólk miklu frjálsara, en hin sögðust taka hjóna- bandið miklu alvarlegar. Sambúðin væri frekar til reynslu, en hjónabandið væri eitthvað endanlegt, sem bæri að bera virðingu fyrir. -Teljið þið að fólk eigi að búa saman til reynslu áður en gengið er í hjóna- band? Uni þetta voru allir sammála. Sam- búð var alveg nauðsynleg sögðu, allir sem einn, til þcss að fólk gæti kynnst hvort öðru á allan hátt, áður en það giftir sig og gengið úr skugga um hvort sambandið væri þess virði, að ganga í hjónaband. -Hvaða aldur er heppilegastur til að hefja sambúð? Þau sem tekin voru tali eru: Sóley ísleifsdóttir 20 ára. Hún vinnur á hárgreiðslustofu í Reykjavík, en er frá Eskifírði. Ragna B. Guðbrands- dóttir 20 ára. Hún lýkur stúdentsprófí á uppeldisbraut frá Ármúlaskóla í vor. Hún hefur búið í Reykjavík og á Eskifírði. Tómas Hallgrímsson 22 ára. Hann er nemi í viðskiptafræði í Háskóla íslands, og er Reykvík- ingur. Sveinn Hreinsson 27 ára er í viðskiptafræði í Háskólanum og er frá Vopnafirði. Brynja Brynjólfsdóttir 19 ára nemi í Ármúlaskóla. Hún er um þessar mundir „au pair“ í Bandaríkjunum. Halldóra Traustadóttir 19 ára, lýkur stúdentsprófi frá Ármúlaskóla á við- skiptabraut nú í vor. Hún er fædd í Reykjavík, en hefur Iengi búið á Eskifírði. Ragnar Þorgeirsson 20 ára nemi á samfélagsbraut í Ármúla- skóla. Um þessar mundir er hann trillukarl á Rifí á Snæfellsnesi, en þaðan er hann upprunninn. Bjarki Unnarsson 19 ára nemi á uppeldis- fræðibraut í Ármúlaskóla, hann er frá Eskifirði. Guðjón Böðvarsson 21 árs. Hann vinnur við rafvirkjun þessa stundina, en var í Ármúla- skóla. Hann er Reykvíkingur. Loks er það Bernhard Petersen 20 ára viðskiptafræðinemi í Háskólanum og Reykvíkingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.