19. júní


19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 30

19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 30
Konur og reykingar En þetta er líka kvennamálefni af annarri ástæðu. Nefnilega þeirri að flest bendir til að „reykingasálfræði" kvenna sé önnur en karla og að áróður og aðferðir til þess að hætta að reykja og sem hjálpa körlum, komi konum ekki að sama gagni. Þetta minnir á það, sem smám saman er að koma í ljós við rann- sóknir á alkohólisma. Einn af þeim hópum kvenna, sem B.J. spurði, svarði á þessa leið: „Reykingar gera konunni mögulegt að komast aðeins frá börnunum. Börnin verða að bíða þar til mamma er búin með sígarettuna.“ Bókin lýsir vel hinum flóknu tilfinn- ingalegu ástæðum, sem einkenna reyk- ingar margra kvenna. Bobbie Jacobs- son leggur áherslu á, að það eru vissar ástæður fyrir því að byrja að reykja og aðrar ástæður fyrir því að halda áfram (= geta ekki eða vilja ekki hætta). Það er almennt álitið vera afleiðing „jafnréttis" að stúlkur byrja jafn oft eða oftar en piltar að reykja. Bobbie Jac- obsson telur þetta í raun vera afleiðingu þess, aðþaðerekki lengurálitiðósæmi- legt fyrir konu að reykja. Það er aftur á móti ekki merki um „jafnrétti" heldur viðvarandi órétt, telur B.J., að það skuli verasvona erfitt fyrir konur að hætta að reykja (færri konur en karlar trúa því, að þær geti hætt og færri konum tekst það líka!) Það eru kjör sem einkenna líf flestra kvenna enn þann dag í dag, að fá ekki stjórnað sínu eigin lífi, að fá ekki útrás fyrir gremju sína, að neyðast alltaf til þess að láta aðra sitja í fyrirrúmi. Það er í þessu ástandi, sem við verðum að leita skýringa á því, af hverju svo margar konur ríghalda í sígarettuna sem eins- konar andlegt björgunarbelti. Síga- rettan er ekki bara nikótíngjafi og uppspretta nokkurra hundruða annarra eiturefna, heldur er hún eina viður- kennda aðferðin til þess að sýna ergelsi útávið. Hún er einnig viðurkennd aðferð til þess að slappa af og „pása“ í einhæfu starfi og frá kröfuhörðum börnum. 30 Hress kona með Evu-sígarettur úr bandaríska blaðinu Better Homes and Gardens. Athyglisverður kafli í bókinni fjallar um reykingar á sjúkrahúsum. Starfs- fólki sjúkrahúsa ætti að vera ljósar hætturnar af reykingum, en þrátt fyrir það reykir það meira en tíðkast í öðrum stéttum. Bobbie Jacobsson telur, að líta megi á sjúkrahúsin eins og lítið samfélag. Þar eru það karlar, sem mestu ráða. Karlarnir ráða, en kon- urnar vinna. Þeir, sem minnstu ráða, reykja mest, þ.e. sjúkraliðar og ganga- stúlkur. Hjá hjúkurnarkonum sést munur á þeim, sem vinna sj álfstætt utan sjúkrahúsa og hinum, sem eru bundnar inni á deildum, sérstaklega næturhjúkr- unarkonum. Það virðist ýta undir reyk- ingar að vinna, þar sem bráð vandamál geta komið upp (t.d. á gjörgæslu) en þess á milli ber fátt til tíðinda Iang- tímum saman, en maður er samt sem áður bundinn. Ein af aðferðunum til þess að láta tímann líða og draga úr spennu verður að reykja. Páttur auglýsinga í bókinni „Ladykillers" er lýst á skemmtilegan hátt, hvernig auglýsinga- sálfræði er beitt til þess að höfða til kvenna. Auglýsendur (t.d. Philip Morris með sígarettumerkinu Virgina Slims) höfða mjög markvisst til ímynd- arinnar um hina nýju, aðlaðandi, „frjálsu" konu, sem kemur sér áfarm í lífinu. Hún er sýnd andspænis gamal- dags innilokaðri húsmóður (You’ve come a long way, baby“). Þessar aug- lýsingar báru góðan árangur. Og kvennahreyfingin brást Hið ameríska kvennablað MS vildi ekki taka inn sígarettuauglýsinguna með textanum „You’ve come a long way, baby“. Það var þó ekki af áhuga fyrir heilsu kvenna, heldur var álitið, að orðið „baby“ (barn) væri niðrandi fyrir þær! Bobbie Jacobsson hefur hörð orð um það hve kvennablöðin eru með mikinn tvískinnung varðandi auglýsingar. Hún tekur aftur sem dæmi tímaritið MS. Það vildi ekki taka auglýsingu um neðanúða (vaginalspray) vegna þess, að efnið gæti verið hættulegt. Það hefur komið í ljós, að úðinn olli kláða og bólgu í eitt skipti af tveimur milljónum. En sígaretturnar (sem fengust aug- lýstar) þær drepa ekki nema fjórðu hverja reykingakonu! Þannig er það greinilegt að óholl- ustan af reykingum er bannorð (tabu) j afnvel í þeim hópum, sem að öðru leyti Hinn sérstaki heimur sjúkrahúsanna i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.