19. júní


19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 59

19. júní - 19.06.1985, Blaðsíða 59
legt og til þess ætlast að fólk geti hlaupið í hvað sem er nánast hvenær sem er, fyrir lág laun. A fréttavaktinni gerist það oft að einum og sama frétta- manninum er ætlað að skrifa um póli- tískar hræringar, útgerðarmál á Arnar- stapa, hárgreiðslusýningu í París og kjaramál kennara og fl. og fl. Furði svo einhvern að dýpt vanti á stundum í umfjöllun á atburðum líðandi stundar. Á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum er það algengast að fréttamenn séu sér- fræðingar hver á sínu sviði, svo sem í efnahagsmálum, stjórnmálum og atvinnu- og félagsmálum. Þar gefst fréttamanninum oft tækifæri til að undirbúa umfjöllun sína á einni frétt dögum saman. Ég vona að eitthvert okkar á fréttastofu sjónvarps eigi eftir að lifa þann dag að fá nógan tíma til þess að undirbúa fréttirnar okkar. Því hlýtur að fylgja sérstök fullnæging. En þó að ég öfundi bandaríska frétta- menn af þeirri aðstöðu sem þeim er sköpuð á vinnustað varðandi fjármuni og vinnuálag er ekki þar með sagt að ég telji að þeir séu alsælir, síður en svo. Bandarískar sjónvarpsstöðvar eiga allt sitt undir því komið að geta sannfært þá sem þurfa að auglýsa í sjónvarpi um að horft sé á stöðina þeirra. Oft á ári eru gerðar kannanir meðal sjónvarpsáhorf- enda á því hvað þeir horfi á og hvað þeir vildu helst horfa á. Dómur þeirra ræður síðan ferðinni varðandi uppbyggingu fréttaþátta og reyndar allrar dagskrár- innar. Fjöldinn ræður. Ef það sýnir sig að myndaflokkur nær ekki vinsældum er ekki hikað við að kippa honum út af dagskrá í miðjum klíðunt og einhver annar þáttur af Dallas-kynþættinum settur inn í staðinn, í þeirri von að hann dragi að fleiri áhorfendur. Maður þarf ekki að eyða löngum tíma fyrir framan bandarískt sjónvarp til þess að átta sig á því hvaða áhrif þessi kaupmennska með sjónvarpsáhorfendur hefur haft á ttppbyggingu dagskrár. Mér finnst þetta versti kosturinn við stefnumörk- un sjónvarpsstöðva. Bretar fóru aðra leið. Strax á fyrstu dögum BBC töldu forráðamenn þess að þeir vissu hvað væri best fyrir þjóðina varðandi útvarpsefni. Þegar sjónvarpið kom til sögunnar gerðist það sama. Ég er alls ekki þeirrar skoðunar að þessi leið sé hin fullkomna lausn á vandanum, en ef við gætum farið leið sem væri einhvers staðar þarna á milli, þ.e. milli Banda- ríkjamanna og Breta tel ég að við mættum gera ráð fyrir nokkuð skemmtilegri og jafnframt fræðandi dagskrá. Að mínum dómi er sambland af þessu tvennu hið eina rétta.“ Útlit fréttamanna Par sem þetta viðtal er tekið fyrir kvenréttindablað er ekki úr vegi að snúa talinu að stöðu kvenna í heimi frétta- mennskunnar í Bandaríkjunum. „Staðan er ekki nógu góð. Þó er mik- ill fjölmiðlaáhugi meðal kvenna. Námið sem ég var í tengdist aðallega útvarpi og sjónvarpi, þótt þar væri líka komið inn á almannatengsl og alþjóð- leg samskipti. I þessu námi var mikið af konum, en það vakti athygli mína, að þær voru allflestar huggulegar í útliti - snoppufríðar stelpur voru í meirihluta. Þetta hefði þó ekki þurft að koma mér á óvart. í Bandaríkjunum skiptir útlit verulegu máli fyrir konur, sem hyggjast leggja fyrir sig fréttamennsku hjá sjón- varpsstöðvum. Og það sem verra er, þær verða líka að vera ungar. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið vestra, sýna að almenningur tekur ekki minna mark á fréttum, sem konur flytja en þeim sem karlar flytja. Það kom hvergi fram í þessum rannsóknum, að fólk teldi konur vera síður traustyekj- andi sem fréttamenn en karla. Sú skoðun er hins vegar ríkjandi innan sjónvarpsstöðvanna, enda karlmenn þar í miklum meirihluta í stjórnunar- stöðum. Þar er fremur litið á konur sem skrautfjaðrir en fullgilda fréttamenn. Þar af leiðandi skiptir útlitið miklu meira máli fyrir konur en karla og þær mega ekki eldast í þessum störfum. Fréttamenn eru miklu meiri stjörnur í bandarísku sjónvarpi en hér og per- sónum þeirra er otað meira fram. Eftir því sem karlarnir eldast, er þeim treyst betur. Þeir sem eru komnir á afaaldurinn, eru taldir einna traust- astir. En þetta á alls ekki við um konur. Það er síst af öllu vænlegt til árangurs að vera ömmulegur í sjónvarpi fyrir vestan. Sem betur fer held ég að þessi sjónarmið ríki ekki hér á landi, en þáttur kvenna er allt of lítill í fréttum 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.