19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 11

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 11
Tímamót á fæðingadeild Landspítalans: Fyrsta glasa- barnið Óskíröur Grímsson, fyrsti íslend- ingurinn sem getinn var í til- raunaglasi. fæddist á Landsmtal- „MYNDUM EKKI ÞAÐ AFTUR"t Grímur Björn stœkkar óðum SEGJA FORELDRAR FYRSTA ÍSLENSKA GLASABARNSINS Við myndum ekki hika við að gera þetta aftur — þetta segja þau Halldóra Björnsdóttir og Grímur Friðgeirsson, hjónin sem eignuðust fyrsta íslenska glasabarnið í mars árið 1988. í viðtölum sem birtust í dagblöðum skömmu eftir fæðingu sonarins, Gríms Björns, sögðu foreldrarnir að það hefði verið stórkostleg upplifun að eignast hann, ekki síst vegna dvalarinnar á sjúkrahúsinu í Englandi sem sérhæfir sig í þessum aðgerðum. I samtali við 19. júní sögðu Halldóra og Grímur að þau mæltu heils hugar með þessari aðferð fyrir fólk sem er svipað ástatt fyrir og hjá þeim. Þau sögðust hafa verið búin að gera árangurslausar tilraunir til þess að eignast barn en hefðu ákveðið að reyna þessa leið sem lokatilraun, samkvæmt ábendingu frá Jónasi Bjarnasyni kven- sjúkdómalækni, sem hefði reynst þeim afar vel. — Við gerðum okkur engar vonir um árangur en ákváðum samt að drífa okkur út til Bourn Hall Clinic í Englandi. Við fórum til þess að við þyrftum ekki að naga okkur í handarbökin síðar yfir því að hafa ekki reynt. Þetta var loka- punkturinn í tilraunum okkar sem voru búnar að taka mörg ár. Hjónin voru sammála um að allt starfsfólk á Bourn Hall hefði verið mjög elskulegt og gert sér far um að andrúmsloftið á staðnum væri eðlilegt og rólegt og að mannlegi þátturinn gleymdist ekki. Kváðust þau vona að þegar að því kæmi að aðgerðirnar yrðu framkvæmdar hér heima yrði mannlegi þátturinn í hávegum hafður, því þó aðgerðin sjálf væri tæknilegs eðlis þá hefði líðan fólks á meðan á henni stæði afar mikið að segja. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.