19. júní


19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.1989, Blaðsíða 14
„ Öll fræðsla er auðvitað afhinu góða en það gœti hins vegar valdið mikilli sorg hjá mörgum konum ef þeim fyndist þœr knúnar út frá siðferðislegum forsendum til að hætta við að reyna þennan möguleika. “ Meðferðin einstaklingsbundin Geturðu sagt okkur í stuttu máli hvað ger- ist þegar farið er í glasafrjóvgun, hvernig þetta gengur fyrir sig og hvað það er sem er konum erfiðast í slíkri meðferð? Meðferðartímabilið er þetta þrjár vikur, getur verið styttra og getur verið lengra. Það er líka nauðsynlegt að taka það fram að engar tvær konur eru eins og er meðferðin því einstaklingsbundin. Algengast er að hjón séu komin út áður en blæðingar hefjast. Meðferð hefst venjulega á öðrum degi blæð- inga og er þá um að ræða blóðprufur, sónar og byrjun á lyfjameðferð. Lyfjameðferðin er fyrst og fremst til þess að fjölga eggjum kon- unnar. Fylgst er nákvæmlega með stækkun eggjanna alveg fram að eggjatöku, en eggin þurfa að vera af ákveðinni stærð til þess að hægt sé að frjóvga þau. Fjöldi eggja getur verið á bilinu 1—35 og ef allt gengur sam- kvæmt áætlun þá eru bestu eggin tekin og frjóvguð með sæði mannsins. Pá hefst bið- tími hjónanna. En þvímiðurer fulltafhindr- unum sem geta stöðvað meðferðina á öllum stigum og fólk er því miður oft illa undir það búið. Meðferðin getur strandað á ólíkum þátt- um. Eggin geta verið of fá, eða of lítil og misstór. Það getur líka verið að eggin hafni sæðinu, upp geta komið blæðingar og ef til vill frjóvgast eggin ekki. Þá er hugsanlegt að hormónajafnvægi viðkomandi tíðahrings sé óhagstætt eða ekki sé hægt að nota sæðið vegna sýkinga þó allt sé í lagi með eggin. Þetta meðal annars gæti komið upp á þegar út er komið. Þetta eru hindranir sem fara þarf í gegnum og gerist eitthvað af þessu þarf konan að bíða eftir næsta tíðahring. En ef allt gengur samkvæmt áætlun, þá er þremur bestu fósturvísunum komið fyrir í legi kon- unnar. Tíminn leiðir síðan í ljós hvort til- raunin hefur tekist. Þau egg sem verða af- gangs eru fryst og ef tilraunin mistekst getur konan komið aftur seinna og þá er frystu eggjunum komið fyrir í leginu. Veistu til þess að konur hafí farið oft, gert margar tilraunir? Já, sumar hafa farið oft. íslenskar konur velja yfirleitt að koma heim í millitíðinni og fara frekar aftur en að bíða úti og reyna aftur. Fæstar hafa tök á að dvelja langdvöl- um úti og fara í einni og sömu ferðinni í gegnum ítrekaðar tilraunir. Þess vegna er mjög mikilvægt að konur geri sér grein fyrir hve líkurnar eru takmarkaðar og stilli sig inn á það tilfinningalega. Það er mikilvægt að vænta einskis en vona það besta og missa alls ekki vonina þó eitthvað komi upp á. Tilfinningalegar forsendur Nú hafa verið miklar umræður erlendis um tilraunir með fósturvísa og þessi svoköll- uðu afgangsegg. Hefur þú orðið vör við að konur hér veltu fyrir sér þeim málum og siðfræðilegum spurningum? Konur fara út í tæknifrjóvgun á tilfinn- ingalegum forsendum en ekki siðferðisleg- um. Þegar konur standa frammi fyrir þess- um valkosti og eru búnar að ganga í gegnum allar þær aðgerðir sem á undan fara, þá velta fæstar konur fyrir sér siðferðilegum hliðum málsins. Þær vilja bara reyna að ráða bót á því vandamáli sem við þeim blasir persónu- lega. Fæstar hugsa það í víðara samhengi á þeirri stundu. Auðvitað felur það í sér að boðskapur samfélagsins hefur komist til skila, að konur eigi að eiga börn, það að vera móðir sé það göfugasta í lífinu og að engin sé kona með konum nema hún hafi átt börn. Við erum aldar upp til þess að verða mæður og við klæðum okkur ekki auðveldlega úr þeirri hugmyndafræði. Finnst þér að siðferðislega hliðin eigi að vera hluti af þeim undirbúningi sem veita á f' konum sem hugleiða tæknifrjóvgun? Öll fræðsla er auðvitað af hinu góða en það gæti hins vegar valdið mikilli sorg hjá mörgum konum ef þeim fyndist þær knúnar út frá siðferðislegum forsendum til að hætta við að reyna þennan möguleika. T.d. af ótta við hvað gert væri við eggin þeirra eða aðrar tilraunir í því sambandi. En auðvitað er eðli- legt að hvetja konur til að kynna sér hvað á sér stað og vera gagnrýnar. Ég held að konur velti lítið fyrir sér hvaða þýðingu þær hafa fyrir þróun vísindanna. Læknavísindin hagnast þarna á þrjósku kvenna sem ekki gefast upp frammi fyrir þessu vandamáli sem þær eiga við að stríða. Þetta er auðvitað liður í að stuðla að ákveðinni þróun og tæknilegum framförum, sem við vitum ekki hvar enda. Þú hefur gagnrýnt að ekki sé nægilegur stuðningur við þær sem fara utan í glasa- frjóvgun, að samhæfíngu vanti og að upp- lýsingum sé hvergi haldið saman. Heldur þú að konur þær sem um ræðir myndu ef til vill leggjast 8eSn því að það væri gert og fylgst sérstaklega með börnum þeirra? Það er ekki gott að segja. Þetta er oft mikið feimnismál og sumar vilja alls ekki láta fréttast að þær hafi farið í glasafrjóvgun. En allar þær konur sem hafa gengið í gegn- um þetta skilja nauðsyn þess að hægt sé að leita sér upplýsinga og stuðnings hjá öðrum konum eða hjónum. Boltinn er því í höndum þeirra lækna sem senda konurnar utan. Hvað vilja þeir gera til þess að auka upp- lýsingastreymi og stuðning? Frumkvæðið verður að koma frá þeim. —kaá 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.