19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 4

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 4
•FRÁRITSTJÓRA- s s 19. júni 1990. 39. árgang- ur. Útgefandi: Kvenrétt- indafélag íslands, Hallveig- arstöðum, Túngötu 14, Reykjavík. Simi: 18156. Ritnefnd: Erla Björg Sig- urðardóttir, Guðrún Stella Gissurardóttir, Jóna Möller, Magdalena Schram, Sigríð- ur Hjartar, Soffía Guð- mundsdóttir. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Magda- lena Schram. Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir. Ljós- mynd á forsíðu: Rut Hall- grímsdóttir. Fyrirsæta á for- siðu: Pálína Ingvarsdóttir. Útlit: Kicki Borhammar. Auglýsingar: Sigrún Gis- surardóttir. Setning, prentun og bókband: Frjáls fjölmiðlun. Nú hafa íslenskar konur haft kjörgengi og kosningarétt til Alþingis í 75 ár. Þess verður minnst með ýmsum hætti þ. 19. júní næstkomandi - á sjálfan afmælis- daginn. Kvenréttindafélag islands hvetur allar konur til þátttöku í þeim fagnaði. í tilefni afmælisins hefur félagið boðið hingað til lands Betty Friedan frá Bandaríkjun- um. Hún hefur um langt árabil staðið í eldlínu kvennabaráttu vestan hafs. Ekki er að efa að hún muni hafa margt umhugsunarvert að segja. Til að kynna þennan góða gest þirtir blaðið við hana viðtal, sem tekið var í tilefni heimsóknar hennar og verk hennar eru kynnt. Dagurinn 19. júní var lengi vel haldinn hátíðlegur sem sérstakur sjálfstæðisdagur íslensku kvenþjóðarinnar. Af honum stafaði Ijóma í hugum allra þeirra kvenna, sem þennan dag árið 1915 fögnuðu réttindunum, sem þær höfðu svo lengi unnið að. Núlifandi kynslóð baráttukvenna hugsar gjarnan til 24. október 1975 þegar nefnd- ur er kvennadagur og það ekki að ástæðulausu. En hann má þó ekki skyggja á fyrsta kvennadaginn því þá hverfa líka í skuggann verk þeirra, sem ruddu brautina sem við göngum núna. I kvennatímaritinu Melkorka árið 1949 var lagt til, að 19. júní yrði endurvakinn sem sérstakur merkisdagur. Spurt var hvort ekki mætti gefa deginum „sitt forna gildi, sinn glæsibrag í vitund okkar og starfi, og í vitund þjóðar- innar allrar. Erum við nógu vakandi, nógu samhuga, nógu minnugar þess, hve mikið hefur áunnist frá því er ömmur okkar og mæður voru að brjótast áfram í líf- inu?" Þessi spurning, þótt hún sé komin til ára sinna, er enn í gildi rétt eins og svo margt annað sem brautryðjendur okkar létu frá sér fara. Saga kvennabaráttu er saga áfanga sem því aðeins náðust að undir þá var byggt af öðrum konum á öðrum tímum. Um leið og við fögnum okkar eigin áföngum ættum við að heiðra minningu þeirra, sem gerðu okkur það kleift. Ein slíkra kvenna var Laufey Valdimarsdóttir, formaður KRFÍ um 20 ára skeið. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu hennar. Þegar hún lést árið 1945 var m.a. þetta skrifað: „Hin skyggna réttlætiskennd hennar fann fljótlega misrétt þann, sem konur voru beittar og þreyttist aldrei á að brýna fyrir þeim, að enda þótt hin pólit- ísku réttindi væru fengin, þá væri almennt litið á konuna sem lægri þjóðflokk inn- an þjóðfélagsins og hlutur hennar væri á flestum sviðum fyrir borð borinn. Þess vegna yrðu konur að halda baráttunni áfram, vera á verði fyrir fengnum réttindum, vakna af sinnuleysi sínu um þjóðfélagsmálin og skilja að það væri ekki lengur nein kvenleg dyggð að sitja hjá um málefni lands og þjóðar heldur hættulegt ábyrgðarleysi." Um leið og tímaritið 19. júní lætur öðrum eftir að meta að hve miklu leyti brýning Laufeyjar Valdimarsdóttur á enn þá við á nýjum og margvíslega breyttum tímum, óskar það öllum islendingum til hamingju með 75 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Ms Ritnefnd, Ijósmyndari og útlitshönnuður. Jóna Möller og Erla Björg Sigurðardóttir komust ekki á þenn- an fund. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.