19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 6
A þessu ári eru 75 ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kjörgengi og kosningarétt til Alþingis, en það var 19. júní 1915 sem ákvæðin um stjórnarfarslegt jafnrétti kvenna hlutu staðfestingu kon- ungs. Jafnréttið var að vísu háð því að konurnar væru orðnar fertugar til að njóta þess, en aldurstakmarkið átti að færast nið- ur árlega á 15 árum í 25 ár. Til þess kom þó ekki því fullt stjórnmálalegt jafnrétti fékkst með fullveldisstjórnarskránni 1918. Þann 1 9. júní árið 1915 héldu konur há- tíð til að fagna nýjum réttindum sínum og í höfuðstaðnum fylktu þær liði framan við Alþingishúsið í því skyni að þakka þing- mönnunum fyrir sig. Bríet Bjarnhéðins- dóttir flutti ávarp og sagði m.a.: „Alþingi íslands, þessi kjörgripur íslensku þjóðarinnar, hefur sýnt sig svo velviljað í TIL HAMINGJU „Vér heilsum glaðarfram- tíðinni, þar sem karlar og konurvinnaí bróðerni sam- anaðöllum landsmálum, bæði á heimil- unumogá Al- þingi." MEÐ DAGINN! vorn garð, aó vér óskum einskis fremur en að fá að vinna að sameiginlegum landsmál- um með bræðrum vorum undir löggjafar- valdi þess. Vér vitum vel, að það er fjöregg frelsis íslensku þjóðarinnar, sem vandlega ber að varðveita, að hvorki brákist né brotni og vér konur munum ekki reynast því ótrúrri liðsmenn en bræóur vorir. Vér heils- um glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á alþingi." Bríet beindi orðum sínum þannig bæði til kvenna en ekki síður til þeirra karla sem veitt höfðu þeim liðsinni í baráttu undan- genginna ára: „Þegar vér í dag, í glóbjarta góðviðrinu, stöndum hér fyrir framan þing- húsið, til þess að halda minningarhátíð þess, að vér séum orðnar löglegir borgarar (slands, með fullum rétti til að vinna sam- eiginlega að öllum þess velferðarmálum með bræðrum vorum, þá verður það fyrst og síðast Alþingi og þess leiðandi menn, sem vér þökkum þessi stóru réttindi: Skúla Thoroddsen fyrir hans þrautseigu liðveislu fyrr á tímum, þegar hann mátti tala út í bláinn, án þess að heyra annað en hljóm eigin orða, Hannesi Hafstein, sem bæði sem ráðherra og þingmaður hefur stutt að bestu málalokum fyrir mál vor kvennanna og nú síðast vorum núverandi ráðherra (Einari Arnórssyni), sem hefur borið málið fram til sigurs, gegnum allar öldur hins ókyrra pólitíska hafs og bjargað því heilu i höfn." Hlutur þingmanna í sjálfstæðissigrum ís- lenskra kvenna verður auðvitað ekki van- metinn þó svo því sé hér haldið fram, að það hafi verið óþarfleg hógværð hjá Bríeti að þakka „fyrst og síðast" Alþingi og þess leiðandi mönnum fyrir kosningaréttinn. Dóttir Bríetar, Laufey Valdimarsdóttir, skrifaði líka seinna á þessa leið: „Oft hefur því verið haldið fram, að íslenskar konur hafi hlotið þjóðfélagsleg réttindi sín bar- áttulaust og mótstöðulaust, vegna þess hvað íslenskir karlmenn hafi verið sérstak- lega skilningsríkir á ósagðar óskir kvenna. En því fer fjarri að svo væri. Kvenréttinda- málið átti sér að vísu forvígismenn meðal karlmanna" og hér nefnir Laufey, Valdimar Ásmundsson föður sinn, Pál Briem og Skúla Thoroddsen. Síðan segir hún: „en andstöðu nóga fékk það mál, ekki síður hér en annars staðar og konur börðust sjálf- ar fyrir rétti sínum í ræðu og riti á margvís- legan hátt, fyrst einstaklingar: Þorbjörg Sveinsdóttir, sem fyrst allra kvenna talaði hér á stjórnmálafundum og móðir mín, sem fyrst skrifaói í blöð og flutti erindi um rétt- indi kvenna 1885 og 1887, og Ólafía Jó- hannsdóttir, sem fyrst bjó sig undir að ganga menntabrautina af konum síðari alda og vildi taka 4. bekkjarpróf í Latínuskólan- um en fékk ekki, og síðan skipulögð sam- tök kvenna." Fyrst og síðast eigum við, sem tókum rétt- indi okkar í arf, þau að þakka konunum sem héldu baráttunni til streitu áratugum saman án þess að gleyma settu marki sínu. 19. júní hvert ár hlýtur að verða okkur öllum tilefni til að halda hátíðlegan þann dag, sem var uppskerudagur þeirra og til að heiðra minningu formæðra okkar, sem ekki létu deigan síga. Fyrstu skipulögðu samtök kvennanna voru Hið íslenska kvenfélag, sem þær Þorbjörg og Ólafía beittu sér fyrir að stofnað yrði árið 1894. Kvenfélagið féll þó frá pólitísku starfi og tók að beita sér á öðrum sviðum. Arftaki þess varð „Hið ís- lenska kvenréttindafélag" en stofnun þess ber hátt við himin á leið formlegrar kvenna- 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.