19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 25
í bókinni er aö finna kunn samtöl milli Betty Friedan og Páls páfa, einnig samtal hennar við Simone de Be- auvoir, og þar er frásögn af ferðalagi Betty Friedan um Indland í fylgd með Indiru Gandhi á fyrsta ári stjórnar- tíðar hennar sem forsætis- ráðherra. Þá segir frá atburðum á kvennaþingi í Mexíkó árið 1975, sem haldið var á veg- um Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alþjóðlegu kvenna- ári, við upphaf kvennaára- tugar. I bókarlok er opið bréf til kvennahreyfinga á okkar dögum þar sem höfundur- inn Betty Friedan greinir frá mati sínu á stöðu ýmissa kvenréttindahreyfinga um þær mundir. Flún sér glöggt, að þær eru staddar á vegamótum. Flenni hugn- ast ekki, að þær hafa að hennar dómi orðið inn- hverfar um of, og athygli hefur beinst frá þeim knýj- andi verkefnum að skapa ný viðhorf, opna nýjar leið- ir, breyta ásýnd heimsins. Henni finnst gæta stöðnun- ar og lítt markvissra að- gerða, sem síst leiði til neinna breytinga, er máli skipta. Hún ræðir hugsan- legar leiðir til að brjótast út úr þeirri blindgötu, sem kvenréttindahreyfingar hafa ratað í á áttunda áratugn- um. Hvað beri að gera til þess að komast úr sporun- um áleiðis á næsta stig þeirrar byltingar, sem á und- an er gengin, en er í vanda stödd og staðnar, ef ekki er hafið endurmat, endur- skipulagning, með nýrri sókn. Þetta var um miðjan átt- unda áratuginn og leið fram til ársins 1981, en þá kom út þriðja bók Betty Friedan The Second Stage Annar þáttur. Rétt bók á réttum tíma sögðu gagnrýnendur, og enn á ný spurði Betty Friedan réttra spurninga og aðkallandi. Hvað nú, hvert stefnir, hvert skal halda? Hvernig getum við best varðveitt og ávaxtað ávinninga kvenrétt- indabaráttunnar og hindr- að, að þeir verði að engu gerðir? Hvað með ungu konurnar nú á dögum, sem líta á kvenréttindi eins og hvert annað sjálfsagt mál, hvernig má þeim takast að nýta auk- ið athafnarými nýtt frelsi og samræma virka þátttöku úti í þjóðfélaginu, þörfinni fyrir ást, heimili, börn og fjölskyldu þannig, að allt komi þetta heim og saman, mætist í farsælu jafnvægi? Hvernig tekst eldri konun- um, sem þegar eiga sér góð- an starfsferil, að sameina sjálfstæða atvinnu hjóna- bandi, börnum, fjölskyldu- lífi með þeim hætti, að ekk- ert eitt beri annað ofurliði, að þær fái notið alls þessa? Hvernig geta þær konur, sem alla sína tíð hafa unnið innan vébanda heimilisins, litið fram á veginn, öruggar og með sjálfsvirðingu? Og hvað með karlmennina, hvernig geta þeir frelsað sjálfa sig undan oki þess kynbundna lífsmunsturs, sem þeir eru fastir í? Hvernig getum við öll haf- ið nýja sókn, með nýjum markmiðum, nýjum sigrum, átt val, sem er meira en nafnið tómt og skapað okk- ur raunverulegt, heillegt líf? Hér er rétt ýjað að örfáum atriðum þess umfangsmikla og innihaldsríka efnis, sem Betty Friedan reiðir fram í bók sinni „The Second Stage”, Annar þáttur, en á vordögum gefst okkur tæki- færi að hlýða á hana sjálfa flytja mál sitt og greina frá ýmsu þvi sem hún hefur til málanna að leggja varðandi kvennahreyfingu nútímans. Betty Friedan kemur til ís- lands I fyrirlestraferð um miðjan júní í boði Kvenrétt- indafélags íslands. MINNINGARKORT Menningar og minningarsjóðs kvenna eru afgreidd í: Bókabúöinni borg, Lækjargötu 2 Lyfjabúö Breiöholts, Arnarbakka 4-6 Skrifstofu KRFÍ, Hallveigarstöðum, Túngötu 14 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.