19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 28
„Hægri menn létu einskis ófreistaðtil aðdraga úr opinberri fé- lagslegri að- stoð og hug- töká borð við frjálslyndi auk heldur kven- réttindi urðu eins og hver önnurskamm- aryrði." Ég fékk mikla gagnrýni fyrir þessar hugmyndir ekki síst frá öðrum kvenréttindakon- um, en ég held að þær séu núna farnar að skilja af- stöðu mína betur." „Það er þjóðarskömm að Bandaríkin eru eina iðn- vædda þjóðfélagið í veröld- inni, fyrir utan Suður-Afr- íku, sem ekki hefur opin- bera, yfirlýsta stefnu varð- andi dagvistarmál barna eða fæðingarorlof. Aðstæð- ur í þessum málum hafa verið svo hraklegar að kon- ur hafa frestað barneignum framundir fertugt eða jafn- vel lengur. Nú á sér stað mikil fjölgun fæðinga meðal kvenna á aldrinum 35 - 45 ára. Um 100% meðal kvenna um fertugt og um 50% meðal kvenna á aldrin- um 40 - 45 ára. Svo síð- búnum barneignum fylgja margháttuð vandamál. Að vísu sýna rannsóknir, að fæðingar eru ekki endilega erfiðari fyrir konur á fertugs- aldri en yngri konur, en líkur á getnaði eru mun minni eftir 35 ára aldur og einnig eykst tíðni mongólisma stórlega, sömuleiðis líkur á ófrjósemi, sem berlega sést í stóraukinni glasafrjóvg- un. " „Það sem nú er að gerast er það, að þessar konur líta á vandann, sem tengist fæðingarorlofi og dagvist- arrými fyrir börn sem sín einkavandamál. Sumar þessara kvenna hafa fallið fyrir hugmyndinni um, að mæðrum og auðvitað ein- göngu mæðrum, beri skylda til að vera heima hjá börn- um sínum. Og konur, sem eru svo vel settar efnahags- lega, að þær hafa getað „valið" að vera heima og svo hins vegar útivinnandi mæður, hafa oft snúist önd- verðar hver gegn annarri í stað þess að snúa bökum saman, standa saman í vissu þess, að vandinn er ekki persónulegur heldur há-pólitískur. Hvorugur hópurinn á í raun völina. Ekki verður um raunhæft val að ræða fyrr en fyrirkomu- lag vinnunnar hefur verið aðlagað þörfum fjölskyld- unnar, og mæður og feður geta tekið allt að átján mán- aða fæðingarorlof og réttur barna til dagvistar tryggður með löggjöf. Konur eiga ekki að þurfa að „velja" milli þess hvort þær eru heima ellegar virkar úti í samfélaginu. Þjóðfélagsaó- stæður eiga að vera á þann veg, að konur sjái sér fært að eignast börn á ákjósan- legum aldri. Þær geti stund- að eigin, sjálfstæð störf og hafi jafnframt möguleika til áhrifa og ákvarðanatöku í samfélaginu, til virkrar þátt- töku í stjórnmálum." „Jafnréttisbaráttan" beið mikinn hnekki við tilkomu hægri manna í stjórn hér í Bandaríkjunum. Hægri menn létu einskis ófreistað til að draga úr opinberri fé- lagslegri aðstoð, og hugtök á borð við frjálslyndi auk heldur kvenréttindi urðu eins og hver önnur skamm- aryrði. Einnig komu hægri menn í veg fyrir að ákvæðin um jafnrétti kynjanna „The Equal Right Amendment" væru skráð í bandarísku stjórnarskrána. Þeir hafa reynt að grafa undan lög- gjöf, sem tryggja á jafnrétti kynja til atvinnu. Þeir hafa engar nýjar brautir rutt varð- andi félagslega þjónustu, og það litla sem fyrir var, hefur verið rýrt enn frekar, ef ekki lagt niður með öllu. Hægri menn hafa vitanlega ekkert aðhafst til hagsbóta útivinnandi foreldrum t.d. í dagvistarmálum barna. Hægri stjórnin hefur í reynd firrt sig allri félagslegri ábyrgð, en þess í stað ýtt undir gróðahyggju stórfyrir- tækjanna. Já, og svo gerðu þeir allt, sem þeir gátu til að afnema rétt kvenna til löglegra fóstureyðinga, en fengu reyndar skömm í hattinn fyrir. í stað þess að auka S vinsældirsínarmisstu hægri menn mikið fylgi, því að meirihluti Bandaríkjamanna er fylgjandi því að konur hafi rétt til að ákveða og ráða því hvort og hvenær þær vilja eiga börn. Þetta mál, löggjöf um fóstureyð- ingar er nú úrslitamál í mörgum staðarkosningum. Fyrsti þeldökki borgarstjór- inn í New York, Dinkins, og fyrsti þeldökki ríkisstjórinn í Bandaríkjunum, ríkisstjór- inn í Virginíufylki, Wilder, unnu sínar kosningar fyrst og fremst vegna þess að þeir studdu rétt kvenna til löglegra fóstureyðinga, rétt þeirra til að ráða sjálfar yfir eigin líkama. Atkvæði kvenna er sterkt pólitískt vopn, og konur geta svo sannarlega breytt valda- hlutföllum í þjóðfélaginu." Eins og íslenskum konum er sennilega kunnugt um voru nýlega uppi háværar raddir meðal forystukvenna innan bandarísku kvenrétt- indahreyfingarinnar um að stofna sérstakan kvenna- flokk, rétt eins og gert var á Íslandi, til að fylgja eftir og ná fram kröfum kvenna. Ég spurði Betty Friedan, hvort hún teldi stofnun slíks flokks vera vænlega leið í baráttunni. „Ég skil vel forsendurnar fyrir sérframboði íslenskra kvenna, en sérframboð kvenna hér, við okkar að- stæður, tel ég ekki raunhæft eða vænlegt til árangurs. Smáflokkar hafa hingað til haft lítil sem engin áhrif á gang stjórnmála í Banda- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.