19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 44
ÁSTA OG KARL - OG VINIRNIR Karl og Ásta ákváðu að skilja eftir 26 ára hjónaband. Börn- in þeirra eru uppkomin og farin að heiman en á meðan þau voru lítil var Ásta heimavinnandi húsmóðir. Á ungl- ingsárum þeirra fékk Ásta sér hálfsdagsvinnu sem hún síðan jók í heilsdagsvinnu. Karl hefur alltaf haft ágætar tekjur og skaffað vel. Þau búa í prýðilegri íbúð í þríbýlis- húsi, íbúðin er metin á um 8 milljónir króna. Hún er þing- lýst eign Karls og því hjúskapareign hans. Það hvíla á henni tvö lán sem Karl er skráður skuldari að, annað óverð- tryggt, hitt verðtryggt. Þau eiga hvort sinn bílinn. Þau hafa það í rauninni ágætt en samt. . . þau vilja skilja að skiptum. Einn brestanna í sambandi þeirra varðar afstöðu Ástu til Sigurðar æskuvinar Karls. Þetta voru eilífar redd- ingar fyrir hann. Um þverbak keyrði fyrir tveimur árum þegar Karl féllst á að gerast ásamt öðrum ábyrgðarmaður fyrir rekstrarláni sem Sigurður tók. Sigurður er bygginga- meistari sem byggir og selur fasteignir. Síðustu ár hafa verið erfið á þeim markaði og þegar Sigurður hafði veð- sett allar sínar eignir fór hann sem sagt fram á það við Karl að hann ábyrgðist enn eitt lánið. Það var að upphæð 5.000.000 með vísitölutryggingu og átti að greiðast á tveimur árum. Þrátt fyrir mótmæli Ástu - sem taldi sig vita að gjaldþrot Sigurðar væri yfirvofandi, ákvað Karl að gera vini sínum þennan greiða. Hann átti eftir að verða þeim hjónum dýrkeyptur - ekki síst Ástu. Tveimur árum síðar þegar Karl og Ásta hafa ákveðið að skilja að borði og sæng fær Karl bréf frá viðskipta- 8. Hjúskapareignir Karls: 1. íbúðað Háastekk 10, Reykjavík kr. 8.000.000 2. Bifreiðin R-8385 kr. 1.200.000 3. Innbú og verkfæri kr. 250.000 Samtals kr. 9.450.000 Til frádráttar koma skuldir Karls: 1. Áhvílandi veðskuldir á Háastekk 10 kr. 1.000.000 2. Ógreiddareftirstöðvarkaupverðs R-8385 kr. 400.000 3. Ýmsar lausaskuldir kr. 200.000 4. Skuld vegna sjálfskuldarábyrgðar Karls kr. 5.000.000 Hrein hjúskapareign ersamtals kr. 2.850.000 Hún skiptist samkvæmt helmingaskiptareglunni um hjú- skapareignir til helminga milli aðilanna. Karl fær af hjúskapareign sinni 1.425.000 krón ur Ásta fær sem búshluta 1.425.000 krónur Hjúskapareignir Ástu: 1. Bifreiðin R-23762 kr. 500.000 2. Spariskírteini og verðbréf kr. 200.000 3. Innbú kr. 350.000 Samtals kr. 1.050.000 Til frádráttar kemur skuld Ástu Raðskuld viðVisa kr. 200.000 Hrein hjúskapareign Ástu er samtals kr. 850.000 Hún skiptist samkvæmt helmingaskiptareg unni til helm- inga þannig að Ásta fær af hjúskapareign sinni 425.000 krónur og Karl fær sem búshlut 425.000 krónur. Endanleg búskipti: Búshluti Ástu er samtals kr. 1.850.000 Búshluti Karls er samtals kr. 1.850.000 banka Sigurðar þar sem hann er krafinn um greiðslu lánsins. I bréfinu kemurfram að eftirstöðvar þess séu með vísitöluálagi og vanskil- avöxtum ca. 10.000.000 Karl vissi að nýlega hafði bú Sigurðar verið tekið til gjald- þrotaskipta, en þar sem Sig- urður hafði ekkert talað um þetta lán þá hafði Karl talið víst að það væri annað hvort að fullu greitt eins og skil- málar þess gerðu ráð fyrir eða að það greiddist af eign- um búsins. Eftirað Karl hafði leitað upplýsinga hjá Sig- urði, skiptaráðanda sem hafði bú hans til skiptameð- ferðar og viðkomandi banka taldi hann Ijóst að ekki yrði hjá því komist að greióa lá- nið þar sem ekkert fengist upp í þessa skuld úr þrota- búinu. I Ijósi þessara staðreynda leituðu Karl og samábyrgð- armaður hans samninga við bankann um að hvor um sig yfirtæki helming skuldarinn- ar eins og hún var með van- skilum. Karl samdi við bank- ann um greiðslutilhögun á kr. 5.000.000 og kemur sú skuldbinding til frádráttar eignum hans í búskiptunum. Sjá 8. Endurgjaldskrafa Ástu: I þessu tilviki væri hugsan- legt að Ásta setti fram endur- gjaldskröfu við búskiptin. Lagaheimild til að setja fram slíka kröfu er að annað hjóna hafi að verulegum mun rýrt hjúskapareign sína með vanhirðu á fjármálum sínum eða misbeitt ráðum sínum yfir hjúskapareigninni eða vegna annarra óhæfilegra aðferða. Endurgjaldskrafan miðar að því að þá geti hitt hjónanna krafist endurgjalds af hjúskapareign beggja. Karl hefur samkvæmt þessu dæmi rýrt hjúskapareign sina um kr. 5.000.000 vegna vangæslu við að undirgang- ast ábyrgð fyrir vin sinn, sérstaklega þegar horft er til þess að Ásta varaði hann við og lagðist alfarið á móti því að hann tæki á sig þessa ábyrgð. Ásta taldi Ijóst strax í upphafi að Karl sæti uppi með þessa fjárskuldbind- ingu og hún kæmi til með að hafa veruleg áhrif á fjár- hag þeirra. Þrátt fyrir mót- mæli Ástu og beiðni hennar um að neita þessari bón, gekkst Karl í ábyrgð fyrir Sig- urð. Ásta setur því fram kröfu við búskiptin að hún fái end- urgjald fyrir rýrnun á hjú- skapareignum Karls. Hjú- skapareign hans hefur rýrn- að um kr. 5.000.000 og get- ur hún krafist endurgjalds fyrir helming þeirrar fjár- hæðar eða kr. 2.500.000. Ef horft er til þess að bús- hlutur Karls er samtals kr. 1.850.000 er Ijóst að hann dugir ekki til, en Ásta getur krafist þess að sú fjárhæð greiðist henni sem endur- gjald vegna rýrnunar eigna búsins. í tilviki sem þessu kemur til greina fyrir konuna að setja fram endurgjaldskröfu við skiptarétt ef bú hjónanna er í opinberum skiptum eða ef þau skipta búinu með 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.