19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 45

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 45
samkomulagi. Verið getur að maðurinn samþykki strax kröfu konunnar, en ef krafan er sett fram í skiptarétti og maðurinn neitar þá myndi rétturinn væntanlega úr- skurða hvort verða ætti við kröfu hennar eða ekki. Þessar dæmi- sögur eru allar uppspuni en þær eiga sér stoð í veruleik- anum. Vonandi geta þær orðið til upplýsinga og varnaðar - en fyrst og fremst ættu þær að vekja okkur konur til meðvitundar um fjárhagslega stöðu okkar í hjúskap. Nokkrar megin- reglur er rétt að ítreka: - Eignum hjóna er haldið aðgreindum eftir því hvort þeirra telst eigandi samkvæmt formlegum heimildum, s.s. þinglýs- ingu, skráningu eða kaupsamningi. - Hvort hjóna um sig er ábyrgt fyrir skuldum sín- um með eignum sínum. - Við skilnað fer uppgjör fram á eignum og skuld- um hvors fyrir sig í sam- ræmi við ákvæði laga um að hvort hjóna um sig beri sjálfstæða ábyrgð á skuldum sínum og eign- um - Einungis hrein, þ.e. skuldlaus eign aðila kem- ur til skipta. Hreinni eign hvors aðila er síðan skipt til helminga og það sem hvor aðili um sig fær sam- tals í sinn hlut er hans búshluti. í sama stað kemur ef hreinar eignir beggja eru lagðar saman og þeirri heild síðan skipt til helminga milli aðila. Af dæmunum ætti einn- ig að vera Ijóst, að það er ekki síður nauðsynlegt að leita sér ráðgjafar og lög- fræðiaðstoðar þegar um er að ræða skipti á skuldum en þegar um miklar eignir er að tefla. Það getur skipt sköpum fyrir konur, því þær bera ekki ábyrgð á skuldum maka sinna, heldur einungis á þeim skuldum sem þær hafa sérstaklega ábyrgst. Dæmi um slíka skuld er þegar konan skrifar upp á víxilábyrgð eða sjálfskulda- ábyrgð fyrir manninn eða skuldir sem tryggðar eru með veði í íbúð maka. Lög- um samkvæmt verður maki að samþykkja veðsetningu íbúðar sem fjölskyldan býr í. Konur ættu því að vera meðvitaðar um allar þær fjárskuldbindingar sem þær undirgangast fyrir maka sinn, t.d. hvort þær skuldir eru vegna heimilisins, vegna einkareksturs mannsins eða greiði við vin eða vandamann. Vert er að hafa í huga afleiðingar slíkra skuldbindinga ef til skipta á búi kemur vegna skilnaðar eða vegna gjaldþrots maka. í dæmunum sem rakin eru hér að framan er ekki fjallað um stöðu kvenna sem eru í óvígðri sambúð. Rétt þykir því að fara örfáum orðum um fjármálauppgjör vegna slita á óvígðri sambúð. í fyrsta lagi er rétt að undir- strika að reglur um fjármála- uppgjör við skilnað hjóna, gilda ekki um slit á óvígðri sambúð. Þar skiptir lengd sambúðar engu máli. Við slit á óvígðri sambúð tekur hvor aðilinn um sig þær eignir sem hann/hún kom- með inn í sambúðina og þær eignir sem hann/hún hefur keypt á sambúðartím- anum. Réttur til búshluta, þ.e. réttur til helmings af hreinni eign hins aðilans er ekki til staðar. Skráning eða þinglýsing eigna skiptir því miklu máli í óvígðri sambúð. Ef maðurinn er einn skráður eigandi íbúðarinnar, þá á hann íbúðina. Hins vegar er það oft svo, einkum þeg- ar íbúð er keypt eftir að sam- búð hefst, að hinn aðilinn, konan, leggur fram fjár- magn til kaupanna eða vinnu við byggingu hennar. Hún getur því hafa öðlast hlutdeild í íbúðinni þó svo hún sé ekki þinglýstur eig- andi hennar. Konan verður að sanna að hún hafi lagt fram fjármagn eða vinnu. Hún er i reynd að reyna að hrekja opinbera skráningu, þ.e. þinglýsinguna. Oft er sönnun slíkra fullyrðinga mjög erfið. Annað sem vert er að hafa í huga við fjármálauppgjör við slit á óvígðri sambúð er að engar skýrar reglur eru til um skiptin. Oft eru samn- ingar milli sambúðaraðila erfiðari en samningar milli hjóna, því ekki er hægt að segja til um nákvæmlega hver eignarhlutdeild konunar er þegar ágreining- ur er um eignauppgjörið. Það er því mjög mikilvægt að konur sem eru í óvígðri sambúð gæti sérstaklega vel að stöðu sinni og kynni sér reglur um réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð. Bókalisti: Lög og réttur, eftir Ólaf Jó- hannesson. Útg. Hið ís- lenska bókmenntafélag 1985. Skilnaður. Bæklingur eftir Ingibjörgu Bjarnardóttur lögfræðing og félagsráð- gjafana Hjördísi Hjartar- dóttur og Önnu Gunnars- dóttur. Útg. Kvennaráðgjöf- in. Óvígð sambúð, eftir Guð- rúnu Erlendsdóttur. Útg. Hið íslenska bókmenntafé- lag. Þessi grein var unnin af þeim Elsu Þorkelsdóttur lögfræðingi og fram- kvæmdastjóra Jafnréttis- ráðs og Ingibjörgu Bjarn- ardóttur, Lögfræðiþjón- ustunni hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.