19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 52

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 52
lauk samnorræna verkefn- inu Brjótum múrana (BRYT) eftir rúmlega fjög- urra ára starf. Hér var um að ræða verkefni sem Norr- æna Ráðherranefndin ák- vað að hleypa af stokkunum til að auka fjölbreytni í náms- og starfsvali kvenna og hefur verið unnið að þessu á Norðurlöndunum með ýmsum hætti. Hér heima var það Valgerður Bjarnadóttir á Akureyri sem var verkefnisfreyja. Með henni starfaði einnig Guð- rún Hallgrímsdóttir auk fjölda manns sem lögðu hönd á plóginn í einstökum verkefnum. 19. júní spjall- aði við Valgerði um verkefn- ið, einkum þó um þær nið- urstöður sem nú liggja fyrir og annan lærdóm sem draga má af þeim og starf- inu almennt. Gefum Val- gerði orðið: ÞETTA ER ALLTAF AÐ BREYTAST SAMT BREYTIST EKKERT! „Höfuðmarkmiðið var að auka fjölbreytnina í náms- og starfsvali kvenna en verkefninu var ætlað að þróa nýjar leiðir í því augna- miði og að skilgreina þær hindranir, sem verða á leið kvenna ætli þær sér óhefð- bundnar leiðir. í þessu skyni var ýmsum verkefnum ýtt Rætt við Valgerði Bjarnadótt- ur um nið- urstöður BRYT. úr vör - um var aö ræða ein 40 verkefni á öllum Norð- urlöndunum. Það voru gerðar rannsóknir og staðið að aðgerðum bæði i skólum og á vinnustöðum. Þeirra á meðal má nefna breyttar kennsluaðferðir, þ.e.a.s. kennslu þar sem lögð var áhersla á að muna að nem- endur eru af báðum kynjum en ekki bara öðru. Kennarar fengu ráðgjöf um hvernig haga má kennslu þannig að hún höfði meira til stúlkn- anna. Þessi aðferð tókst mjög vel - það skemmtilega var að hún gagnaðist strák- unum ekki síður en stelpun- um. Þá má einnig nefna kynskipta bekki. í báðum tilfellum var niðurstaðan sú að námsáhugi jókst og ár- angur bættist. Það voru reyndar nýjar leiðir í starfs- fræðslu, efnt til samvinnu- hópa kvenna sem þegar höfðu aflað sér fagþekking- ar á hefðbundnu karlasviði, það voru haldin námskeið, vinnustaðir voru kannaðir með tilliti til kynskiptingar, bæði þeirrar sem við nefn- um lárétta, þ.e. skiptingu kynjanna almennt og lóð- rétta, þ.e. stöðu kvenna og karla hvaða varðar laun og áhrif." Er eitthvað sem þú vilt nefna sérstaklega af ís- lensku verkefnunum? „Þau voru öll lærdómsrík og spennandi. Eiginlega voru námskeið sem við héldum fyrir konur í stofnun fyrirtækja það sem gaf einna mestan árangur. I þá vinnu fór mikill tími sem var gefandi kannski vegna þess að þar sköpuðust svo bein tengsl við þátttakendur og þróunin hefur verið mjög jákvæð. Við byggðum þetta námskeið upp á mjög ákveðinni forsendu: ekki einasta lögðum við til grundvallar að þátttakendur væru konur heldur var upp- byggingin beinlínis miðuð við þá staðreynd og lögð áhersla á að takast á við reynslu kvenna, skoða fé- lagslega þætti og takast á við þá og um leið að treysta sjálfsímyndina. Mér fannst þetta takast mjög vel - bæði hafa konurnar nýtt sér nýja þekkingu til að stofna til eigin rekstrar og líka haldið sambandi við okkur BRYT konurnar, tekið þátt í starf- inu og yfirleitt fengið auk- inn áhuga á kvennabaráttu. Vegna þess að við erum að tala um stofnun fyrir- tækja langar mig til að koma því að, að hér á landi vantar tilfinnanlega stuðning við slíkt, bæði fjárhagslegan og í formi ráðgjafar. Hvort tveggja á sér sögu á Norð- urlöndunum og hefur borið árangur í atvinnusköpun kvenna. Staðreynd er að það er vel hægt að hafa áhrif á kynskiptingu vinnu- markaðarins en það kostar peninga. Spor í rétta átt held ég að sé óformlegur samstarfshópur þeirra opin- beru aðila, sem hlut eiga að máli - ráðuneytanna, Byggðastofnunar, Iðn- tæknistofnunar o.fl. Þessi hópur undirbjó þátttöku ís- lands í ráðstefnu um konur ífyrirtækjarekstri í Helsingör í fyrra. Nú er að byrja undir- búningur þeirrar næstu sem á að vera árið 1991. Eitt af því sem var mjög á dagskrá í Helsingör var stofnun samskiptanets kvenna í fyr- irtækjarekstri, sem við bind- um vonir við." Hverjar eru helstu nið- urstöður ykkar eftir fjögurra ára starf „Það kom auðvitað margt fram sem við töldum okkur svo sem vita fyrir en höfum nú fengið staðfest. Það kemur þó ýmislegt á óvart - t.d. það hversu mjög kyn- 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.