19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 54

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 54
ins og breyta hlutföllunum tölfræðilega en lengra nær það ekki. Ein og ein kona verður kannski fyrirmynd fyrir yngri konur en hefur engin afgerandi áhrif á starfssviðið. Þið skoðuðuð hindranir - hvar liggja þær? „Um hindranir í vegi kvenna sem vilja fara nýjar leiðir má segja að þær hafa orðið duldari og þar með erfiðari. Sagt er að ekki sé lengur um að ræða múr til að brjóta heldur glerveggi og glerloft. Ætlir þú þar í gegn - og það lítur út fyrir að vera greið leið - skerðu þig til blóðs. Við höfum líka fundið fyrir þessu í verkefn- inu sjálfu, þ.e. hindranir sem við verðum fyrir má kalla annað hvort neikvæðan vel- vilja eða velviljaða and- stöðu. Það segist enginn vera á móti jafnrétti lengur, - það segja allir já. En við það er ekki staðið. Gildran er sú, að trúa þessu já-i. Afleiðingin verður sú að sitja uppi með að finnast þú vera ómöguleg sjálf, að það sé þér að kenna að ekk- ert gengur. Þá er betra að fá bara blákalt nei og þurfa síðan að takast á við það. Þetta var almennt talað. En við getum flokkað þessar hindranir nokkuð, þær eru margar og fjölþættar en ég get nefnt í fyrsta lagi skóla og vinnuveitendur. Skólar viðhalda gömlum aðferðum og vinna alls ekki gegn minnkandi sjálfstrausti stúlkna heldur þjóna strák- unum. Um vinnuveitendur má einfaldlega segja flestir vilja ekki blöndun. Þeir eru reyndar mjög gott dæmi um þann sem segir já en meinar nei. Kannanir t.d. í Dan- mörku hafa leitt í Ijós að þrátt fyrir það yfirlýsta mark- mið vinnuveitendasam- bandsins þar að stuðla að blöndun kynjanna á vinnu- stöðum, eru vinnuveitendur persónulega á móti slíku. Ástæðuna segja þeir vera að viss störf henti betur körlum en konum; konur eru „nákvæmar, þolin- móðar, kröfuminni", þ.e. þær henta vel á botninn og viss einhæf en vandasöm störf! Karlarnir eru „metn- aðargjarnir, hraðvirkir," þeir henta betur í stjórn! Það kemur sem sagt í Ijós, að kynjunum er komið fyrir hvoru I sínum ramma. Passi einhver ekki í rammann, er ekki tekið mark á því. í þriðja lagi má nefna verkalýðs- félög. Það má greina mjög skýrt bandalag, stundum Ijóst, stundum leynt, á milli vinnuveitenda, karla á vinnustað og stéttarfélaga - bandalag um að halda kon- um úti. Sumpart er þetta til að verja þá ímynd að störfin þeirra séu of flókin, erfið og vandasöm fyrir konur en sumpart er þetta vegna þess að margir karlar hafa þá skoðun, sem reyndar er mjög almenn, þó ekki sé hún alls kostar rétt að fjölgi konum í starfinu, rýrni matið á því og launin lækki. ( fimmta lagi má nefna okkur sjálfar, konurnar. Oft teljum við okkar störf of vandasöm fyrir karla og höldum þeim frá. Og í sjötta lagi eru alls kyns innri hindranir með konum og félagslegir þætt- ir, sem setja þeim stólinn fyrir dyrnar, s.s. ábyrgð á börnum." Ein spurning að lokum. - Gerir það svo voðalega mikið til að vinnumark- aðurinn er kynskiptur - fyrir utan það að launin okkar eru lægri? „Góð spurning! Og eins og þú segir - e.t.v. væri kyn- skiptingin ekki svo slæm ef ekki kæmi til sú staðreynd að störf kvenna eru lægra metin til launa. Áður en ég svara spurningunni langar mig til að segja frá því að við sem höfum unnið við BRYT vorum allar efasemd- arkonur, þegar við hófum starfið. Við spurðum okkur einmitt þessarar spurningar. En núna, að fenginni þess- ari reynslu, erum við þeirrar skoðunar að kynskiptingin er óæskileg ekki aðeins vegna launanna heldur vegna þess ójafnvægis sem ríkir í áhrifum kynjanna. Við 54 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.