19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 63

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 63
■ B • Ó • K • A Nemur staðar á bakkanum rýnir í vatnið tínir upp gleymdar myndir og gömul orð. Það stendur kona við lækinn efst í brekkunni og sér allt streyma fram til óss, til hafs, til enda. Besti hluti bókarinnar þykir mér flokkur örstuttra Ijóða sem ber yfir- skriftina ,,Úr Myndabók hugans - Moskva". Þar er formið slípaðast, myndirnar sterkastar, eftirsjáin hreinust. í þessum Ijóðum birtist best styrkur Ingibjargar sem Ijóð- skálds, einfaldleikinn, fágunin og sársaukinn. Síðustu tvö Ijóð þessa flokks þjappa innihaldi bókarinnar í hvassar myndir, sem lýsa betur en öll þau fræðilegu hugtök, sem ég gæti látið mér detta í hug að setjá fram, í hverju styrkur hennar er fólginn: VIII Endalaust myrkur endalaus þögn nema dropi sem dettur og Ijósórot á vatni í fjarska. Auga næturinnar sem grætur. IX Á rauðu torgi í dögun: Veröld sem var og við áttum saman. Að vera merktur Friðrikka Benónýsdóttir UNDIR ELDFJALU. Svava Jakobsdóttir Undir eldfjalli Forlagið, Reykjavík 1989 Smásagnasafn frá Svövu Jakobs- dóttur eru mikil tíðindi í íslensku • U • M ■ S ■ A bókmenntalífi. Þrátt fyrir að Svava hafi skrifað skáldsögur og leikrit sem teljast til þess besta sem fram hefur komið í þeim geirum á síð- ustu árum, eru það þó smásögurn- ar sem lyfta nafni hennar hæst í mínum huga. Sögur eins og Gefið hvort öðru, Saga handa börnum, Eldhús eftir máli og allar hinar sem opnað hafa lesendum sýn inn í undraheima sem erfitt er að rata út úr aftur. í nýjasta safninu bregst Svava ekki aðdáendum sínum frekar en endranær, þótt þessar nýju sögur séu í öðrum stíl og anda en flestar hinna eldri. Draum- urinn er hér ekki eins samofinn verunni og fyrr og þó kannski enn samofnari því í þessum sögum er fólk neytt til að horfast í augu við drauma sína og í sumum tilfellum lifa þá til þess eins að reka sig á hversu bilið er breitt milli vöku og draums. I titilsögu bókarinnar, Undir eld- fjalli, segir af rosknum hjónum sem eiga sér þann draum að rækta upp örfoka svæði undir eldfjalli. Einka- sonurinn er floginn úr hreiðrinu og sjálfur kominn með fjölskyldu og því snúa þau sér að ræktun annars konar nýgræðings. Þeim finnst þau ekki vera gömul og eiga bágt með að kyngja því áliti sonar- ins og tengdadótturinnar að það að ráðast í að kaupa land og rækta sé óðs manns æði á þeirra aldri. Eins og vænta má hjá Svövu fylg- ir sjónarhornið konunni, Gerði, og við sjáum atburði með hennar aug- um, heyrum hennar hugsanir. Hún er móðirin og sérlega vakandi fyrir öllu því smáa í náttúrunni, en und- ir niðri kraumar ólgan ekki síður en í eldfjallinu sem gnæfir yfir. Endurkoma lýsir afturkomu ástandsbarnsins Önnu til islands eftir tugi ára í Ameríku. Skömmin yfir því að eiga móður í ástandinu er enn ofarlega í huga og það er ekki fyrr en hún hefur hitt sjálfa sig í fortíð og nútíð við gamla barnaskólann að hún sættist á það að hún eigi tilverurétt á islandi. Upplifun barns af því að vera utangarðs er einnig miðdepill sög- unnar Fyrnist yfir allt. Þar er sögu- maður kona sem hefur ung að árum flust til Kanada með foreld- rum sínum og þar kynnst því valdi sem tungumálið hefur, þegar skipa G ■ N • I ■ R • á fólki i hópa feigra og ófeigra. Löngu seinna sér hún klæðskipt- ing rekinn út af veitingastað og það vekur upp minninguna um þá upplifun að vera ekki gjaldgeng. Það er karlmaður sem sjónar- hornið er bundið við í sögunni Fjörusteinn. Aldraður maður sem situr hjá á meðan börn hans und- irbúa flutning eiginkonunnar á elli- heimili. Hann er utangátta og sár. Hefur aldrei fundið fyrir því að konan sé honum byrði, þrátt fyrir að vera rúmföst. Hann elskar hana og þau eru eitt og ást þeirra og samlíf tákngerist í sléttum, veðruð- um fjörusteini sem þau fundu í síð- ustu ferðinni vestur. Pálmasunnudagsganga er saga konu sem stendur varnarlaus gagnvart uppreisn sonar síns. Hún fer í pílagrímsferð til landsins helga og tekur þátt í göngu inn í Jerúsal- em á Pálmasunnudag. i þeirri göngu rekst pálmagrein í auga hennar og þótt engin merki um flís séu sjáanleg á auganu situr eftir sár verkur. Hún er kennslu- kona, ekkja, hefur ein alið upp þrjá syni og tekist á við lífið með hörk unni. Aðeins eitt hefur farið úr- skeiðis. Yngsti sonurinn hlýðir henni ekki og fer sinu fram. Árekst- ur sem hún lendir í við arabískan skúringadreng í Israelferðinni gerir hana óörugga gagnvart syninum og hrædda um að glata honum algerlega ef hún haldi hörkunni til streitu. Saga bróður míns er að mínu mati sterkasta sagan í bókinni. Þar segir af ógæfumanni sem fæddur er með Kainsmerkið, fæðingarblett ættarinnar á enni og því dæmdur til að farast. Það er systir hans sem söguna segir og spurningin eld- forna „Á ég að gæta bróður míns?" ekki langt undan. En í þessu til- felli getur tæpast verið um neina gæslu að ræða. Bróðirinn er merkt- ur á sama hátt og forfaðir hans sem sveik álfkonu. Síðan hefur sú bölv- un hvílt á öllum þeim er þennan blett bera að heillast af álfkonu og verða fórnarlömb hefndar hennar. Eins og sést af þessari upptaln- ingu eru allar aðalpersónur sagn- anna í Undir eldfjalli merktar með einum eða öðrum hætti. Þær eru á mörkum mannlegs samfélags ýmist vegna elli, æsku, aðstæðna 63 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.