19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 64

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 64
■ B ■ Ó • K ■ A eða forlaga. Gremjan, óttinn og hatrið krauma í þeim eins og eim- yrja í eldfjalli. Og þó eru þessi víti í mörgum tilfellum heimasmíð- uð. Þráhugmyndir sem eitra líf persónanna sjálfra, þótt allir aðrir hafi gleymt því sem þeim olli. Stíllinn á öllum sögunum er heið- skír og tær. Svava hefur orðin full- komlega á valdi sínu og setur þau ekki niður nema þar sem þau eiga heima. Allar eru sögurnar í raunsæjum anda. Lýsa hversdags- legu yfirborði en undirfelst mann- legur harmleikur. Sá harmleikur að vera mennsk og kunna ekki á sam- skiptin við álfana í tilverunni. Friörikka Benónýsdóttir Þórunn Valdimarsdóttir: Snorri á Húsafelli Saga frá 18. öld. Almenna bókafélagið, Reykjavík 1989 Á árlegum bókafundi Sagnfræð- ingafélagsins í febrúarmánuði s.l. talaði Loftur Guttormsson sagn- fræðingur um bók Þórunnar Valdi- marsdóttur, Snorra á Húsafelli og sagði þá m.a.: ,,Mér segir svo hug- ur um að bókin verði meðal tiltölu- lega fárra sagnfræðirita frá þessum aldarhelmingi sem eftirkomendur munu halda á loft." Ég tek heils- hugar undir þessi orð. Hér er á ferð- inni frumleg og nýstárleg ævisaga, vandað sagnfræðirit, sem vakið hefur athygli og hlotið mikið lof jafnt almennings sem gagnrýn- enda. Hún var ein af tíu bókum, sem tilnefndar voru til verðlauna bókaútgefenda s.l. vetur. Höfund- urinn, Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur er ung að árum (f. 1954) en hefur þegar látið að sér U M S AG N I R kveða svo um munar. I Sveitinni við sundin (1986) veitti Þórunn okkur innsýn í búskap í Reykjavík fram um miðja þessa öld með afar fagmannlegum hætti og jók ræki- lega við þekkingu okkar á sögu höfuðstaðarins. Hér má minna á, að hálfum fjórða áratug fyrr (1951) kom út bók móður hennar, Erlu Þórdísar Jónsdóttur, Bernska í byrjun aldar, þar sem segir svo óvenju eftirminnilega frá uppvaxt- arárum móður Erlu í Reykjavík þeg- ar ungt borgaralegt þjóðfélag var í mótun. Hið fyrsta sem kemur í hug við lestur Snorra á Húsafelli er hve óhemju vel bókin er skrifuð. Það er hrein unun að lesa texta Þórunn- ar. Hann er áleitinn, spennandi, frjór og kímnin aldrei langt undan. Höfundur bregður upp lifandi mynd af 18. öldinni og hefur leitað fanga í hinar fjölbreyttustu heim- ildir. Þar er af nógu að taka því Snorri var embættismaður, rímna- skáld og sálmaskáld, höfundur fyrsta leikrits á íslensku, náttúru- fræðingur, áhugamaður um hið yfirnáttúrulega og þjóðsagnaper- sóna. Þórunn setur sagnfræðilega þekkingu fram í þeim búningi, að „upplýstur almenningur" nennir að lesa. Samfelldri frásögn Þórunnar er skipt í fimm meginkafla. Fyrstu fjórir kaflarnir fylgja æviferli Snorra en sá síðasti fjallar um ritsmíðar hans, rímur, náttúrufræði og leikrit. I. Uppvöxtur og skólaár (1710- 1733) II. í þjónustu höfðingja (1733- 1741) III. Prestur í nafnkunnu harðinda- plássi (1741 -1751) IV. Andaútrekari og rímnaskáld - Húsafelli (1757-1803) V. Rímur, náttúrufræði, leikrit. Því næst tekur við gleðileikurinn Sperðill, þá tilvísanaskrá og heim- ildaskrá. Síðan koma nafna- og atriðisorðaskrár og loks Niðjatal Snorra prests, Húsafellsætt, eftir Ara Gíslason, Hjalta Pálsson og Þorstein Þorsteinsson. Snorri lifði langa ævi, fæddist 1710 og andaðist þegar þrjú ár voru liðin af 19. öldinni. Hann var sonur Björns Þorsteinssonar bú- anda og Guðrúnar Þorbjarnardótt- ur að Höfn í Melasveit, sem bjuggu við það barnalán að ellefu börn þeirra komust á legg. Við sögu koma sögufrægar persónur, m.a. Fuhrmann amtmaður á Bessastöð- um og textinn er leiftrandi: „Hér voru engir ferðaslókar og skarnbassar á ferð, heldur Bessa- staðamenn með trúss sín. . . Fuhr mann er miðpunktur lestarinnar og landsins alls sem hann þekkir lítið en sýnist vera hrjóstrugt ferlíki. Hann er með hærri mönnum í hnakki sem á velli og fyrirmannleg- ur frá náttúrunnar hendi. Klæðnað- ur aðalsmannsins leggur til fágun og reisn sem betur á heima í sölum evrópskrar hámenningar en á baki smávöxnum hesti í grösugri sveit norðan Akrafjalls. Undir dökkri franskri kápu skín í Ijósan kjól og vesti. Á höfði ber hann hvítt parruk og hárið liðast niður í tagli undan þríhyrndum hattinum. Niels Fu- hrmann kynnist nú torfærunum á vegleysum eylandsins eftir vorleys- ingar." (33). Steinunn, móðuramma Snorra, var fyrsta nafngreinda skáldkonan á íslandi, sem eitthvað kveður að. Skemmtileg er frásögn af henni, sem höfundur segir aö hafi verið „kát og kímin" og ýtt undir þá eðlisþætti í Snorra. Hún hafði ung dvalist í fimm ár í Skálholti sem vinnukona hjá Brynjólfi biskupi meðan Ragnheiður biskupsdóttir og Daði „ögruðu samfélaginu". Snorri fór í Skálholtsskóla 14 ára gamall og var þar i átta ár en dvald- ist heima í Höfn á sumrin við skóg- arhögg og kolagerð í Hafnarskógi. Svo lifandi er frásögn Þórunnar af daglegu lífi skólapilta að við sjáum þá beinlínis fyrir okkur reykjandi pípur sínar í góðu tómi í dimmum göngunum. Þórunn gleymir ekki konum og í Skálholti var kvenna val, sumar sendar þangað til að menntast - á kvennavísu í hann- yrðum. í tíð Snorra svipti „veikleiki holdsins" Bjarna Halldórsson skólameistarastöðunni og Jón Þorkelsson tók við. Hann kom því til leiðar síðar að bannað var að berja nemendur með reglustiku í höfuðið. Höfundur telur að áhugi Snorra á náttúrufræði hafi e.t.v. vaknað í skóla og að rætur leikrits hans liggi í Skálholtsskóla. Að námi loknu var Snorri í átta stúdentsár í þjónustu höfðingja, 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.