19. júní


19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 74

19. júní - 19.06.1990, Blaðsíða 74
Að tilstuðlan nefndarinnar var haldið námskeið í samningatækni. Var það sérstaklega ætlað konum í samninganefndum og þeim kon- um sem nýlega hafa tekið sæti í stjórn stéttarfélaga. Námskeiðið sótti 21 kona og skiptist það niður á 3 kvöld. Fjallað var um samningatækni, um vinnu- rétt. Síðasta kvöldið var Ingiþjörg E. Guðmundsdóttir með ákveðni- þjálfun. Óhætt er að segja að almenn ánægja hafi verið með námskeiðið hjá þátttakendum. Þann 25. 11. 1989 stóð Fram- kvæmdanefndin fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni „Konur og kjarasamningar". Fjallað var um hlutdeild kvenna í kjarasamningum og spurt m.a. - Hverjar voru kröfur kvenna í síð- ustu samningum? - Hvað náðist fram? - Við hvað hefur verið staðið? - Hver er krafa okkar í komandi samningum? - Hvernig eiga konur að vinna í samningagerð? Framsögu á ráðstefnunni höfðu þau Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, Ingvi Örn Kristins- son, formaður SÍB, Páll Halldórs- son, formaður BHMR og Ingi- björg Guðmundsdóttir, formaður LÍV. Umræður voru að loknum fram- söguerindum, þá var á dagskrá erindi Ingiþjargar Sólrúnar Gísla- dóttur er fjallaði um þversögnina í kjarabaráttu kvenna. Umræður eftir erindi Ingibjargar urðu allfjör- ugar. Mæðrastyrksnefnd Fulltrúi félagsins í Mæðrastyrks- nefnd er Ingibjörg Snæbjörns- dóttir. Nefndin safnaði um 1,3 m.kr. á árinu 1989. Mæðrastyrks- nefnd úthlutaði styrkjum til 270 heimila í desember. Þá styrkti nefndin konur til orlofsdvalar. Landvernd KRFÍ er aðili að Landvernd og er Valborg Bentsdóttir fulltrúi félags- ins. Ársskýrsla Landverndar fyrir árið 1989 var samin af fulltrúa KRFÍ. Landvernd hefur sem fyrr lotið stjórn kvenna að verulegu leyti. Formaður félagsins er kona, svo og framkvæmdastjórinn. Af 10 manns í stjórn eru fimm konur, og gengur starfsemin vel. Landssambandið gegn áfengisbölinu Þá er Þorbjörg Daníelsdóttir full- trúi KRFl í Landssambandinu gegn áfengisböli. Fulltrúafundur Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu var haldinn 28. nóvember 1989. Ályktanir fundarins voru dregnar saman í það sem kallað var „Ávarp til Islendinga". Þorbjörg Daníelsdóttir óskar eftir því að vera leyst frá því hlutverki að vera fulltrúi Kvenréttindafélags Islands í Landssambandinu gegn áfengisbölinu. Hún segist ekki sjá að það styðji baráttu gegn vímu- neyslu hvorki fyrir KRFÍ né í raun fyrir Landssambandið, að fulltrúi félagsins sitji fulltrúafundi og skili um þá örstuttri skýrslu sem lesin er upp á aðalfundi KRFÍ. Félags- konur eru beðnar að íhuga hvort félagið á að hætta þátttöku í Landssambandi gegn áfengisböl- inu. Friðarhreyfing íslenskra kvenna KRFÍ er einnig aðili að Friðar- hreyfingu íslenskra kvenna. Starf hreyfingarinnar hefur mest farið fram í samstarfi við aðra aðila. Má nefna hér komu Helenar Caldic- ott, kertafleytingu á Hirósímadag- inn og friðargöngu á Þorláks- messu. Kvennasögusafn Áhugahópur um varðveislu Kvennasögusafns íslands hefur starfað á þriðja ár. Takmarkið er að koma safninu sem deild inn í Þjóðarbókhlöðuna þegar hún tek- ur til starfa. Guðrún Gísladóttir er fulltrúi okkar í hópnum. Nokkuð hefur þokast í þá átt. Fjárveiting að fjárhæð kr. 1,5 m. hefur fengist á árinu 1 989 og 1990 frá mennta- málaráðuneytinu til að skrá safnið. Ráðnir hafa verið bókasafnsfræð- ingar í verkið og er það farið af stað. Erlend samskipti Erlend samskipti hafa verið með minna móti á starfsárinu en ýmis- legt er í vændum. IAW hélt al- heimsráðstefnu í Ástralíu 1989. Esther Guðmundsdóttir sem sæti á í stjórn samtakanna sá sér ekki fært að fara um svo langan veg. Hins vegar verður haldinn stjórn- arfundur samtakanna á íslandi 27.-29. júní nk. og munu þá koma 20-30 konur hingað. Þá hefur KRFÍ boðið Betty Friedan til íslands til að halda fyrirlestur. Samþykkt var að stefna að því að fá hana til landsins í byrjun sept- ember nk. Koma Betty Friedan verður einstakur atburður. Örval - verðíð hefttr lækkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.