19. júní


19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 24

19. júní - 01.10.1995, Blaðsíða 24
verið samankomnar til að skiptast á reynslusögum, konurnar voru ákveðnar í málefnum þeim sem þær fjölluðu um. Konur frá sömu löndunum rifust um bar- áttuaðferðir. Átti að berjast fyrir réttind- um barna, samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa jafnframt kvennabarátt- unni eða átti hver hópur að sjá um sig sjálfur? Þrátt fyrir mismunandi skoðanir á því máli hvaða hópa kvennahreyfingar skyldu tala, voru þó allar sammála um hvaða áherslur skyldu vera efstar á baugi hjá ungum konum í kvennabaráttu. Ungum konum var mikið í mun að konur hættu að líta á sig sem fórnarlömb. Þær væru ekki minnihluti heldur helming- ur mannkyns og það væri löngu kominn tími til að þær breyttu baráttuaðferðum sínum frá því að vera í vörn í það að vera í sókn. Þeim finnst sú umræða sem hefur verið um kvennabaráttu undanfarin 10-15 ár hafi einkennst af því að konur væru fórnarlömb sem hvorki vildu né hefðu áhrif á líf sitt. Konur lifðu samkvæmt því í einhverskonar tómi þar sem þær hefðu ekkert að segja um sín mál og svifu ein- ungis um með þeim vindhviðum sem stjórnuðu ferðinni. Þessi viðhorf eru af- leiðing af því bakslagi sem hefur verið einkennandi í mestallri umræðu um kven- réttindi í blöðum og bókum hin síðustu ár. Aö breyta vörn í sókn Ungum konum finnst að þær baráttuað- ferðir sem margar kvennahreyfingar stunda séu úr sér gengnar, að hreyfingarn- ar hafi staðið í stað hvað varðar útgáfumál og ekki nýtt sér þær nýjungar í tækni sem orðið hafa á síðastliðnum árum. Þær hvetja einnig konur til að láta meira í sér heyra, að hafa samband við fréttastofur og benda þeim á ef eitthvað sérstakt er í gangi sem þeim finnist fjölmiðlar ekki sinna, eða að reyna að hafa áhrif á niður- röðun frétta. Hver segir t.d. að það sé rétt að fréttir um kvótamál nokkur hundruð trillukarla eigi að vera á undan fréttum er varða málefni kvenna, barna og gamal- menna í þjóðfélaginu. Konur þurfi sjálfar að gera sér grein fyrir því að þessi for- gangsröðun fjölmiðla er ekki endilega rétt og að henni er hægt að breyta. Þrátt fyrir að ungar konur komi nú sterkari til leiks en ég hef séð í mörg ár, með nýjar aðferðir að vopni, eru þær alltaf að berjast fyrir sömu hlutunum. Þeim sömu hlutum og mæður okkar og ömmur voru að berjast fyrir á kvennadeg- inum 1975 þegar um 25.000 íslenskar konur komu saman á Lækjartorgi til að mótmæla aðstæðum sínum. Ungar konur krefjast sama réttar og bræður sínir, þær eru orðnar langþreyttar á að vera annarsflokks manneskjur bæði í þjóðfélögum sem þær búa í, og inni á heimilum. Fyrst af öllu vilja þær fá jal'nan rétt til náms á við karlmenn. Fyrir utan hinn vestæna heim er ólæsi gífurlegt með- al kvenna, t.d. er talið að um 90% kvenna í Suður-lndlandi séu ólæs. Þær vilja ekki einungis fá fullan rétt til að vera á vinnumarkaðinum heldur vilja þær einnig fá sömu laun og karlmenn fyr- ir sömu vinnu. I mörgum löndum hafa konur ekki einu sinni rétt til að vinna úti án leyfis frá eiginmönnum, feðrum eða bræðrum. Þær vilja fá heilbrigðisþjónustu sem tekur tillit til þarfa þeirra og þá sérstak- lega til barnshafandi kvenna. En það er víða pottur brotinn í þeim málum í flest- öllum löndum heims, og þó svo að hér á landi séum við konur ágætlega staddar er enn ýmsu ábótavant í þeim málum. Hættulaust kynlíf Ungar konur vilja líka fá aðgang að upplýsingum um getnaðarvarnir og hættulaust kynlíf og svo auðvitað frjálsan aðgang að getnaðarvörnum. I þessum málum höfum við íslenskar konur forskot á flestar aðrar þjóðir. Flestar okkar fá kyn- fræðslu í skólum og aðgangur að getnað- arvörnum er nokkuð góður. Þessu er því miður ekki svo farið um allan heim. I flestöllum bókstafstrúarríkjum er að- gangur kvenna að þessum hlutum ekki auðfenginn. Konur eiga að fjölga mann- kyninu og því eiga þær ekki að nota getn- aðarvarnir, enda á þar einungis að stunda kynlíf til að viðhalda fjölskyldunni. Þetta á einnig við í sambandi við fræðslu um hættulaust kynlíf. I dag eru það mestmegnis ungar konur sem sýkjast af eyðniveirunni og í flestum tilfellum má kenna vanþekkingu á vörnum um. I Suð- urríkjum Bandaríkjanna, þar sem kristin bókstafstrú er víða, er oft bannað að fræða um hættulaust kynlíf í skólum. Samþykki þarf frá foreldrum allra þeirra barna sem frædd verða og því miður fæst það oft ekki. I kristnum bókstafstrúarsamfélög- um, sem og í bókstafstrúarsamfélögum annarra trúarbragða, er litið svo á að ung- lingar eða ungt fólk stundi ekki kynlíf fyr- ir giftingu og því sé ekki þörf á fræðslu. Því miður bitnar þetta helst á ungum fá- tækum konum. Eins og má sjá í Georgíu- 24

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.