19. júní


19. júní - 19.06.1996, Síða 14

19. júní - 19.06.1996, Síða 14
1 Kvenf r« Þótt mælingar sýni að karlar nýti sér alnetið og veraldarvefinn meira en konur er ekki þar með sagt að kvenfrelsiskonur hafi setið hjá. Þær hafa svo um munar tekið þátt í upplýsingabyltingunni sem er að eiga sér stað með tilkomu alnetsins eða Internetsins. Nú þegar er að finna þar mikið af efni sem varðar k venf relsismál. Anna Ólafsdóttir Björnsson S hugafólk um kvennasögu og kvenna- bókmenntir hefur til dæmis aðgang að ógrynni upplýsinga um hugðarefni sín, allt frá stuttum æviágripum kven- frelsiskvenna um allan heim til heilu skáld- sagnanna, sem hægt er að nálgast á netinu. Þarna er urmull af heimilsföngum kven- frelsiskvenna og kvennahreyfinga út um allt, sem hægt er að komast í bréfasamband við. Ef þú vilt fá upplýsingar um bækur um kvenfrels- ismál er þær að finna á netinu. Á nokkrum bandarískum vefsíðum er hægt að nálgast ný- leg greinaskrif í blöð og tímarit um kvenfrelsis- mál, frumvörp og tillögur í bandaríska þinginu og ýmislegt fleira fróðlegt. Ein slóðin sem ég held sérstaklega upp á er með kvikmynda- gagnrýni nokkurra kvenfrelsiskvenna og þar er alltaf nýtt efni á boðstólum auk eldri dóma. Póstlistar og ráðstefnur um kvenfrelsismál eru í gangi undir ýmsum formerkjum og möguleik- arnir til upplýsingaöflunar og tjáskipta eru að því er virðist lítt takmarkaðir fyrir þá sem hafa aðgang að tölvum og hafa vald á enskri tungu, sem enn er mest ráðandi á netinu. Hvernig er hægt að nálgast efnið? Einfaldasta aðferðin til þess að nálgast efn- ið er að þekkja góða slóð sem leiðir þig áfram á einfaldan hátt. Ég komst fljótlega á eina slíka og hún hefur reynst mér drjúg. Hún er skipu- lega upp sett og efnið sem hægt er að nálgast er bæði fjölbreytt og þægilegt að finna það sem hugurinn girnist. Þar er til að mynda kvik- myndagagnrýnin góða og þar eru heilu skáld- sögurnar sem hægt er að kalla fram á skjáinn eða prenta út, en það tekur tíma. Slóðin er löng og því öruggast að vista hana strax í ,,Add bookmarks": http://www.inform.umd.edu:- 8080/Educational_Resources/AcademicReso- urcesByTopic/WomensStudies. Nýlega var slóðinni breytt og er þetta nýja slóðin, en hún heitir Women’s Studies Reso- urces. Ég fann hana strax aftur í einhverju leit- arkerfinu með því að slá inn þessum þremur orðum og voru það sætir endurfundir. Ef slóð- inni verður aftur breytt síðar ætti að vera auð- velt að nálgast hana á þennan hátt. Fyrir þá sem vantar bækur um kvennafræði er gott að skoða slóð sem Bóksala stúdenta býður upp á: http://www.centrum.is/unibooks/felags- fr/kvennl.html. Fyrst þegar ég fór að flakka um vefinn var sérstakur undirflokkur um kvenfrelsismál í leitarkerfi a.m.k. eins íslensks þjónustuaðila, en nú er flokkunarkerfi flestra orðið mun staðl- aðra og byggt á sama kerfi og bókasöfn nota. Þar er efni um kvennafræði ekki flokkað allt saman heldur á víð og dreif. Þess vegna er ein- faldast að fara í leitarvélar sem Netscape, ís- mennt, Miðheimar eða aðrir bjóða upp á, t.d. Yahoo. Fljótlegast er að slá inn stikkorðum á borð við ,,Women“ og „Feminism” og hnýta svo við því sem við á hverju sinni, t.d. ,,Art“, „Health" eða „Politics". Önnur leið er sú að fara í undirflokka í leitarkerfum sömu aðila og leita þar að efni um kvenfrelsismál en sú að- ferð hefur reynst mér seinlegri og útkoman tak- markaðri. 1 2 19.júní RIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ISLANDS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.