19. júní - 19.06.2000, Síða 16
við vinnum báðar við að leið-
beina fólki í líkamsrækt.
Hvernig völduð þið þátttakend-
ur í hóþinn?
Við völdum ekki neina sér-
staka „gerð" af konum, eða
konur í einhverju ákveðnu líkam-
legu ástandi. Við auglýstum eftir
þátttakendum á námskeiðið og
þær sem komu voru af öllum
tegundum og gerðum og á
ýmsum aldri. Við vorum með
mikla fræðslu í byrjun en tilgang-
urinn með því var að upplýsa
konurnar um að rétt mataræði
og regluleg hreyfing er góð af svo
mörgum ástæðum: Það fyrir-
byggir sjúkdóma, eykur likur á
góðri heilsu í framtíðinni, dregur
úr verkjum, og eykur almenna
vellíðan.
Við héldum þeim vel við efnið
og á miðju tímabilinu buðum við
þeim upp á einkaviðtöl til að fara
yfir stöðuna, hvað mætti betur
fara, hvernig þeim gengi osfrv.
Af þeim 34 konum sem tóku
þátt frá byrjun, hættu fjórar.
Hinar 30 kláruðu allar námskeið-
ið sjálft en aðeins 18 þeirra
mættu í allar lokamælingar og
svöruðu spurningalistanum að
námskeiðinu loknu. Spurninga-
listinn „Heilsutengd lífsgæði",
sem lagður var fyrir konurnan er
saminn af geðlæknum og sál-
fræðingum, og hann er sérstak-
lega settur saman með íslenskt
fólk í huga. Þetta er viðurkennd-
ur listi sem mikið hefur verið
notaður á hópa sjúklinga sem
eru i'meðferð.t.d. hjartasjúklinga.
Tólf þættir voru athugaðir:
Heilsa (general health), depurð,
samskipti, fjárhagur þrek, kvíði,
líkamsheilsa, sjálfsstjórn, svefn,
li'ðan, hugsun og verkin Konurnar
fóru vel upp fyrir meðaltal í
öllum þáttunum að loknu nám-
skeiði. Marktækur munur var á
öllum þáttunum nema svefni og
líkamsheilsu.Vert er að benda á
að hærra skor í neikvæðum þátt-
um eins og depurð, kvíða og
verkjum, merkir að dregið hefur
úr þeim, öfugt við hærra skor í
jákvæðu þáttunum, sem merkir
að þeir hafa aukist. En áhugavert
er að skoða hvers vegna t.d
samskipti og fjárhagur batnar við
bætt líkamlegt ástand.
Þetta er auðvitað ekki svona
einfalt, það er svo margt sem spil-
ar inn f og eitt leiðir af öðru. Sá
sem upplifir sjálfan sig á jákvæðan
hátt í sem víðastri merkingu er
betur í stakk búinn til að takast á
við Iffið. Kona sem hefur kannski
verið óánægð með sig, henni
líður strax betur bara við það eitt
að gera eitthvað i' því sem hún vill
að betur fari. Það styrkir ekki
bara kroppinn að ná árangri í lík-
amsrækt, það bætir líka sjálfs-
myndina að verða þannig ágengt
með sjálfa sig. í beinu framhaldi af
því er viðkomandi öruggari í
öllum samskiptum við annað fólk.
Auk þess kynntust konurnar nýju
fólki á námskeiðinu og mynduðu
ný tengsl. I fjárhagsþættinum var
spurt hvernig viðkomandi gengi
að láta enda ná saman og einnig
var spurt um áhyggjur af fjármál-
um. Við sjáum á línuritinu að
sjálfsstjórn fór upp á við og það
hefur áhrif á svo margt, m.a.
hvernig viðkomandi tekur á fjár-
málum sínum. Niðurstöðurnar
sýna einnig að dregið hefur úr
almennum kvíða, og það skilar
sér m.a. í minni áhyggjum af pen-
ingamálum. Þetta helst allt í hend-
ur Við vitum t.d. að þegar fólk
stundar lilsamlega áreynslu þá
sefur það betur Og að sofa vel er
grundvallaratriði í allri vellli'ðan.
En hvernig komu líkamlegu
þættirnir út?
Það var marktæk breyting í
auknu þreki, minni fituprósentu
og þyngdartapi. Þessar 18 konur
sem teknar voru inn í tölfræðina,
losuðu sig við 52 kíló samtals.
Kilóin sem þær misstu voru frta
en ekki vöðvamassi. Við erum
mjög ánægðar með þann árang-
ur því það er allt of algengt að
konur tapi vöðvamassa þegar
þær eru að létta sig, því þær
hætta að borða. Slíkt er auðvitað
ekki gott fýrir heilsuna. Konur eru
af einhverjum ástæðum ótrúlega
tregar til að sleppa þessari gömlu
hugsun um að besta leiðin til að
grenna sig sé að svelta sig. Ein af
þessum fjórum konum sem hætti
á námskeiðinu hætti vegna þess
að henni fannst við vera að
blekkja sig. Við lögðum riTa
áherslu á að konurnar borðuðu
sex máltíðir á dag. Henni fannst
þetta bara vera bull í okkur og
hún var sannfærð um að hún yrði
Eflir líkama og sál
Soffla Stefánsdóttir heima í stofu.
Soffía Stefánsdóttir er ein af
þeim eldri í hóþi þeirra
kvenna sem tóku þátt í nám-
skeiðinu. Þetta var í fyrsta
skiþti á ævinni sem hún fór í
markvissa líkamsrækt. „Það
kom mér virkilega á óvart
hvað þetta var skemmtilegt.
Hópurinn var ekki einsleitur,
tímarnir fjölbreyttir og fræðsl-
an öll fannst mér mjög
upplýsandi.
Ég fór ekki á þetta nám-
skeið til að megra mig, held-
ur fyrst og fremst til að
hreyfa mig og styrkja lík-
amann og einnig til að sjá
hvort það myndi draga úr
viðvarandi höfuðverk. Ég
fann mikinn mun eftir að ég
var komin vel á veg í nám-
skeiðinu, aukna vellíðan og
aukið þol. Það dró úr höfuð-
verknum og ég styrktist
mikið. Fyrir nokkrum árum
varð ég fyrir slysi á skíðum
og slasaðist illa á hné. Hnéð
hrjáði mig allar götur síðan,
þrátt fyrir aðgerð . Ég þurfti
því að hlífa hnénu sérstak-
lega í byrjun námskeiðsins.
Smám saman styrktust vöð-
varnir í kringum hnéð og nú
finn ég ekki fyrir neinum
óþægindum. Ég hef haldið
ótrauð áfram og fer þrisvar i'
viku á námskeið hjá Gígju og
Unni. Þetta fyrirkomulag
hentar mér mjög vel og ég
mæli eindregið með svona
heildrænu námskeiði þar sem
áherslan er ekki einhliða,
heldur fjölmargir þættir tekn-
ir inn í þjálfunina. Þetta eflir
bæði líkama og sál!" ■
16