19. júní - 19.06.2000, Side 30
Eru konur kannski konum bestar?
Hver kannast ekki viö að hafa
heyrt því fleygt við hin ýmsu
tækifæri að konur séu konum
verstar? Til að mynda með
vísan í að konur geri mun meiri
kröfur til kvenna en karla og
séu jafnframt mun gagnrýnni
á störf þeirra en karla. En er
það svo? Arna Schram veltir
þessari fullyrðingu fyrir sér.
Er ég fór á kvennaráðstefnu í
Færeyjum á vegum Vestnorræna
ráðsins á síðasta ári kvaðst Isólfur
Gylfi Pálmason, alþingismaður og
þáverandi formaðurVestnorræna
ráðsins, í ræðu sem hann hélt að
hann teldi það ekki fjarri lagi að
goðsögnin um að konur væru
konum verstar væri sönn. Alltént
væri það upplifun hans í samstarfi
sínu bæði við konur og karla í
gegnum árin. „Ég hef orðið var
við að konur eru mun gagnrýnni
á kynsystur sínar í ábyrgðar-
stöðum en á karla í sambæri-
legum stöðum," sagði hann.
Ljóst er að fleiri karlmenn en
ísólfur Gylfi eru þessarar
skoðunar og kom það glöggt
fram í samtölum blaðamanns við
hina ýmsu karlmenn. Þeir hafa
líka margir hverjir verið fljótir að
grípa til þessara orða þegar þeir
verða vitni að því að konur
gagnrýna kynsystur sínar og það
óháð því hvort sú gagnrýni eigi
rétt á sér eða ekki. „Dæmigert
fyrir ykkur konur," segja þeir
gjarnan, „þið eruð ekki lengi að
finna veiku punktana hjá öðrum
konum." Og maður þykist síðan
sjá það á svipbrigðunum hvað
þeir hugsa á eftir: konur eru jú
konum verstar!
En til að vera sanngjörn er rétt
að minna á að það eru ekki bara
karlmenn sem eru þessarar
skoðunar Hið sama á við um
kvenmenn. Þegar ég undirbjó
þessa grein viðraði ég þetta
umfjöllunarefni við nokkrar af
mínum kunningjakonum og
margar þeirra hnykluðu brýrnar
og þurftu að hugsa sig vel um
áður en þær komust að þeirri
niðurstöðu að það væri senni-
lega eitthvað til í því að konur
væru konum verstar. Þýski blaða-
maðurinn, Miriam Tang, er ein
þeirra og kvaðst til að mynda
hafa fundið fyrir því í starfi sínu
að konur væru mun gagnrýnni á
störf kvenna en karla.
Sérstaklega fyndist henni sem
eldri konur væru gagnrýnni á
störf þeirra sem yngri væru.
Konur á fyrrgreindri ráðstefnu í
Fæneyjum voru þó ekki á þvi' að
gagnrýni kvenna á störf annarra
kvenna fæli í sér að konur væru
konum verstar Sögðu þær ástæðu
gagnrýninnar miklu fremur þá að
að konur gerðu mun meiri kröfur
til sjálfra sín og því mun meiri
kröfur til annarra kvenna. Þær
gagnrýndu ekki karlmenn af þeirri
einföldu ástæðu að þær væru
vanar því að þeir væru ekki eins
duglegir og konur!
Petrína Mjöll Jóhannesdóttir
guðfræðingur hefur séð um
námskeið á vegum Þjóð-
kirkjunnar sem ber heitið Konur
eru konum bestar og segir
aðspurð að hún hafi alist upp við
að heyra frá umhverfinu að
konur væru konum verstar
„Ég var því í raun sannfærð
um það framan af að þetta væri
rétt og taldi mig reyndar fá
staðfestingu á því seinna meir er
ég hóf að vinna á dæmigerðum
kvennavinnustöðum. Mér fannst
eins og konur ættu erfiðara með
að vinna saman en karlmenn og
sá að þær höfðu tilheigingu til að
blanda tilfinningum meir inn í
vinnuna en karlar" Petrína segir
að sfðar hafi hún farið að velta
þessum orðum meira fyrir sér
og séð að þetta væri ekki alveg
svona einfalt. „Ég er nú þeirrar
skoðunar að þetta sé miklu
flóknara en svo að hægt sé að
afgreiða samskipti kvenna með
því að konur séu konum verstar
Og reyndar hef ég séð að þær
eru mjög góðar hver við aðra
ekki síst þegar eitthvað bjátar á."
Petrína segir að konur geri
vissulega meiri kröfur til sjálfra
sfn og annarra kvenna en til
karlmanna en telur það vera
vegna krafna frá samfélaginu;
körlum og konum, um að konur
standi sig vel á öllum sviðum.
„Við erum hreinlega ekki
komin lengra í jafnréttis-
baráttunni en það að meiri
kröfur eru gerðar til kvenna en
karla," útskýrir hún. „Konur eiga
að standa sig vel á svo mörgum
sviðum. Þær eiga að standa sig
vel í vinnunni, á heimilinu; sem
mæður og eiginkonur Og síðast
en ekki síst eiga þær að líta vel
út." Kröfurnar sem samfélagið
gerir til kvenna, segir Petrína,
koma m.a. fram í viðtölum við
„fullkomnar" konur í íslenskum
glanstfmaritum, þar sem konan
stendur sig vel í vinnunnní, á
fimm börn, fallegan garð og
eiginmann og býrtil heimatilbúin
jólakort. Þegar svo sams konar
viðtal er tekið við karlmenn sé
nánast aldrei minnst á heimilis-
störfin í samtalinu hvað þá annað
því tengt. Frasinn um að konur
séu konum verstar segir Petrína,
eigi því ekki við þótt konur geri
miklar kröfur til sjálfra sín og
annarra kvenna.
Málið sé miklu flóknara en svo.
I þessu tilfelli megi miklu frekar
segja að samfélagið sé konum
verst, samfélagið með öllum
sínum kröfum um að konur séu
fullkomnar á öllum sviðum.
Það er nánast daglegt brauð
að lesa í blöðum fréttir um erjur
milli karlmanna, hvort sem er á
pólitískum vettvangi, vinnumarkaði
eða annars staðar. Aldrei man ég
þó eftir því að hafa heyrt því
fleygt að karlar væru körlum
verstir jafnvel þótt skeytin sem
karlarnir senda á sín í milli geti
verið hörð og óvægin. A hinn
bóginn er oft talað um að konur
séu konum verstar þegar þær
eiga í deilum. Sigríður Lillý
Baldursdóttir, fyrrverandi for-
maður Kvenréttindafélags Islands,
sagði í samtali við Morgunblaðið
hinn 26. mars árið 1999 að það
væri óþolandi krafa að konur ættu
alltaf að vera sammála og mættu
ekki hafa ólíkar skoðanir. I
framhaldi af þessum orðum
hennar má kannski velta því fyrir
sér hvort þarna séu kröfur
samfélagsins komnar á kreik enn
einu sinni. Kröfur sem segi konum
að vera sammála ella séu þær
vondar hverjar við aðra. Kröfur
sem enn einu sinni leggist einungis
á herðar kvenna en ekki karla.
En snúum okkur að öðru.
Margir, aðallega konur, eru á því
að fullyrðingin eða frasinn eins
og sumir vilji frekar nefna
setinguna: konur eru konum
verstar; sé runninn undan rifjum
karlmanna. Hann sé einhvers
konar vopn karla til þess að ►
30