19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 38

19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 38
Synd að fá ekki fleiri konur í glímuna ,,Glíma felur í sér kunnáttu, tækni, fimi, styrk og úthald og hentar konum því ekkert síður en körlum. Satt best að segja er algjör synd að fá ekki enn fleiri konur í glímuna," segir Inga Gerða Pétursdóttir, Glímukona áranna 1998 og 1999. Inga Gerða er frá Reykjahlíð í Mývatnssveit og hefur æft glímu með Ungmennafélagi Mývetn- inga í Héraðssambandi Suður- Þingeyinga í átta ár. „Ég dróst fyrst á æfingar af því að pabbi minn, Pétur Yngvason, var að þjálfa. Smám saman jókst áhug- inn og ekki síst af því að tals- verður áhugi var á glímu í sveit- inni. Núna erum við fjórar stelp- ur á aldrinum 16 til 17 ára hvað virkastar í Héraðssambandinu." Frábær félagsskapur Inga Gerða er sjálf 17 ára nemendi í Menntaskólanum á Akureyri. Hún segir að sér og stöllu sinni Brynju Hjörleifsdótt- ur hafi gengið illa að halda uppi æfingum í vetur „Við voru stað- ráðnar í að vera duglegar að æfa sjálfar og þjálfa yngri krakka í glímu í vetur. Hugmyndin gekk því miður ekki upp enda hefði þurft að kynna átakið enn betur en gert var í haust. Ekki var held- ur um auðugan garð að gresja varðandi húsnæði. Núna stefn- um við á að byrja af fullum krafti næsta vetur" Vinkonurnar hafa verið dug- legar að stunda mót í vetur „Héraðssambandið hefur stutt okkur til að sækja mót um allt land. Að keppa á mótum er mjög skemmtilegt. Ekki aðeins vegna glímunnar heldur af því að félags- skapurinn er alveg hreint frábær Núna kepptum við á öllum sex mótum Glímusambandsins í vetur 38 Við kepptum í svokölluðum axlatökum í Englandi og Skot- landi í fyrra. Sú glíma er talsvert frábrugðin íslensku gli'munni. Við höldum höndunum saman fyrir aftan hnakkann á andstæðingn- um og beitum fótunum. Annars gekk okkur bara ágætlega og gaman að komast svona aðeins útfyrir landsteinana. Hérna á Akureyri æfum við júdó til að halda okkur f æfingu," segir Inga Gerða og fagnar framtaki Glímu- sambandsins. „Mér finnst alveg hreint frábært að fá loks tækifæri til að keppa á stórmóti eins og Íslandsglímunni. Nú er kominn upp nokkuð sterkur hópur af ungum konum og spennandi að vita hvernig fer enda er ekkert sjálfgefið í glímu frekar en öðrum íþróttum." ■ Inga Gerða Pétursdóttir segir glímuna fela í sér kunnáttu, tækni, fimi, styrk og úthald og því henti hún konum ekkert síður en körlum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.