19. júní - 19.06.2000, Qupperneq 38
Synd að fá ekki fleiri konur
í glímuna
,,Glíma felur í sér kunnáttu,
tækni, fimi, styrk og úthald og
hentar konum því ekkert síður
en körlum. Satt best að segja er
algjör synd að fá ekki enn fleiri
konur í glímuna," segir Inga
Gerða Pétursdóttir, Glímukona
áranna 1998 og 1999.
Inga Gerða er frá Reykjahlíð í
Mývatnssveit og hefur æft glímu
með Ungmennafélagi Mývetn-
inga í Héraðssambandi Suður-
Þingeyinga í átta ár. „Ég dróst
fyrst á æfingar af því að pabbi
minn, Pétur Yngvason, var að
þjálfa. Smám saman jókst áhug-
inn og ekki síst af því að tals-
verður áhugi var á glímu í sveit-
inni. Núna erum við fjórar stelp-
ur á aldrinum 16 til 17 ára hvað
virkastar í Héraðssambandinu."
Frábær félagsskapur
Inga Gerða er sjálf 17 ára
nemendi í Menntaskólanum á
Akureyri. Hún segir að sér og
stöllu sinni Brynju Hjörleifsdótt-
ur hafi gengið illa að halda uppi
æfingum í vetur „Við voru stað-
ráðnar í að vera duglegar að æfa
sjálfar og þjálfa yngri krakka í
glímu í vetur. Hugmyndin gekk
því miður ekki upp enda hefði
þurft að kynna átakið enn betur
en gert var í haust. Ekki var held-
ur um auðugan garð að gresja
varðandi húsnæði. Núna stefn-
um við á að byrja af fullum krafti
næsta vetur"
Vinkonurnar hafa verið dug-
legar að stunda mót í vetur
„Héraðssambandið hefur stutt
okkur til að sækja mót um allt
land. Að keppa á mótum er mjög
skemmtilegt. Ekki aðeins vegna
glímunnar heldur af því að félags-
skapurinn er alveg hreint frábær
Núna kepptum við á öllum sex
mótum Glímusambandsins í
vetur
38
Við kepptum í svokölluðum
axlatökum í Englandi og Skot-
landi í fyrra. Sú glíma er talsvert
frábrugðin íslensku gli'munni. Við
höldum höndunum saman fyrir
aftan hnakkann á andstæðingn-
um og beitum fótunum. Annars
gekk okkur bara ágætlega og
gaman að komast svona aðeins
útfyrir landsteinana. Hérna á
Akureyri æfum við júdó til að
halda okkur f æfingu," segir Inga
Gerða og fagnar framtaki Glímu-
sambandsins. „Mér finnst alveg
hreint frábært að fá loks tækifæri
til að keppa á stórmóti eins og
Íslandsglímunni. Nú er kominn
upp nokkuð sterkur hópur af
ungum konum og spennandi að
vita hvernig fer enda er ekkert
sjálfgefið í glímu frekar en öðrum
íþróttum." ■
Inga Gerða Pétursdóttir segir
glímuna fela í sér kunnáttu, tækni,
fimi, styrk og úthald og því henti
hún konum ekkert síður en
körlum.