Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 10
10 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Niðurstaða stjórnlagaþings- kosninganna var kynnt í gær og nöfn 25 þingmanna liggja fyrir. Stjórnmála- fræðingar eru sammála um að niðurstaðan komi ekki á óvart; þjóðþekktir einstakl- ingar af höfuðborgarsvæð- inu eru einkenni hópsins. Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, greindi í gær- dag frá því hvaða frambjóðendur til stjórnlagaþings hefðu náð kjöri sem þjóðkjörnir fulltrúar á stjórn- lagaþingi. Ekki kom til þess að beita þyrfti lagaákvæði til að jafna kynjahlutfall meðal þingmanna, en þeir hefðu flestir orðið 31 ef til þess hefði komið. Stjórnlagaþingmenn eru fimmtán karlmenn og tíu konur. Lög um stjórnlagaþing reikna ekki með varamönnum fyrir þá sem kosnir voru. Ef einhver hinna 25 þingmanna þarf að víkja af þingi fækkar þeim um einn. Kjósendur á kjörskrá voru 232.374. Alls greiddi 83.531 atkvæði í kosningunum, eða 35,9 prósent. Ógild atkvæði voru 1.196, eða 1,4 prósent. Það á við atkvæði sem voru alveg ógild og höfðu engin áhrif á kosningarnar. Hlutur landsbyggðar rýr Það blasir við, sem margir höfðu spáð, að þingmennirnir eru að stærstum hluta þekktir einstakl- ingar. Eins að hlutur landsbyggð- arinnar er rýr, en aðeins þrír þingmenn koma af landsbyggð- inni og 22 af höfuðborgarsvæðinu. Eins virðist aðeins einn frambjóð- andi vera óumdeildur sigurvegari kosninganna en það er Þorvaldur Gylfason. Ástráður segir að þó svo að Þor- valdur hafi mest kjörfylgi veiti það honum enga sérstöðu á þinginu eða við störf þess. „Ef fullyrða á eitt- hvað um hversu mikils fylgis fram- bjóðendur nutu þá er það háð mörg- um þáttum sem er erfitt að reikna út. Það er ekki hlutverk landskjör- stjórnar.“ Ástráður sagði í gær að engin ástæða væri til að efast um úrslit kosninganna þó að talning hefði tafist. Jóhann Malmquist, prófessor og sérfræðingur landskjörstjórn- ar, segir að áreiðanleikakönnun á úrslitum kosninganna hafi komið ákaflega vel út. Nokkur hundr- uð atkvæðaseðlar voru teknir af handahófi og skoðaðir sérstak- lega. Erfitt að túlka niðurstöðuna Gunnar Helgi Kristinsson, próf- essor í stjórnmálafræði, segir erf- itt eða útilokað að túlka niðurstöð- una. „Listinn segir mér afskaplega lítið. Það er eiginlega engin leið að túlka þessar kosningar eða þennan lista sem ósk kjósenda um tilteknar breytingar á stjórnarskránni. Þetta er óútfyllt ávísun.“ Gunnar telur að umboð stjórn- lagaþingmanna sé ekki sterkt. Fá atkvæði séu á bak við hvern og einn. „Kosningakerfið bauð ekki upp á það að fólk gæti vegið atkvæði sitt eftir sjónarmiðum eða hópum. Þess vegna er erfitt að meta hvað þessi niðurstaða segir í raun.“ Hin talandi stétt Birgir Guðmundsson, stjórnmála- fræðingur við Háskólann á Akur- eyri, segir blasa við að þjóðþekkt fólk hafi náð í gegn. „Það sem hefur gert gæfumuninn er að viðkomandi hafi fengið einhverja kynningu í fjölmiðlum eða sé þekktur í sam- félaginu. Það er jafnframt sláandi að þetta fólk er hópur sérfræðinga; háskólafólk. En það er ekki óeðli- legt í kosningu sem þessari þar sem valið er svo mikið að það er orðið merkingarlaust.“ Birgir segir að niðurstaðan sé snautleg fyrir landsbyggðina og segi kannski til um hversu mikið landsbyggðarfólk hafi sig í frammi í opinberri umræðu. „Þetta er hin talandi stétt sem hefur haft sterkar skoðanir á hlutum í þjóð- félagsumræðunni upp á síðkast- ið. Mér kæmi því ekki á óvart, ef þessi hópur nær saman, að tillög- ur þingsins um breytingar gætu orðið nokkuð miklar og róttækar. Alþingi, sem er íhaldssamara, er þess vegna kannski ólíklegra til að skrifa undir þær tillögur. Þetta gæti skapað núning um hver hefur sterkara umboð, Alþingi eða stjórn- lagaþing.“ Samhljómur líklegri en hitt Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála- fræðingur segir að í ljósi prófkjara á undanförnum árum komi ekki á óvart að þjóðþekktir einstakling- ar hafi orðið fyrir valinu. „Nokkrir hafa ekki verið í sviðsljósinu. Dæmi er Ástrós Gunnlaugsdóttir en hún var hins vegar ein þeirra sem aug- lýstu. Annað dæmi er Erlingur Sig- urðsson sem fólk þekkir af sjón- varpsskjánum úr Útsvari.“ Í þessu ljósi verður að skoða samsetningu þingmanna á milli landsbyggðar og höfuðborgar- svæðis. „Það er einfaldlega sjald- gæfara að fólk af landsbyggðinni sé mikið í fjölmiðlum. Ari Teitsson, sem er einn þriggja af landsbyggð- inni, er þjóðþekktur sem talsmaður bænda.“ Áherslur hópsins telur Stefanía gefa til kynna að samstaða innan þingsins sé líklegri en hitt. Þeir íhaldssamari hafi lotið í lægra haldi fyrir þeim sem vilji tilteknar breytingar. Hún telur að fylgjend- ur stjórnarflokkanna hafi frekar kosið en þeir sem fylgi stjórnar- andstöðuflokkunum að málum. „Kannski er líklegt að það verði þess vegna frekar samhljómur með ríkisstjórn og stjórnlagaþinginu.“ FRÉTTASKÝRING: Úrslit kosninga til stjórnlagaþings 1. Íris Lind Sæmundsdóttir 2. Stefán Gíslason 3. Þorgeir Tryggvason 4. Jón Ólafsson 5. Magnús Thoroddsen 6. Birna Þórðardóttir 7. Gunnar Hersveinn Sigursteinsson 8. Guðrún Högnadóttir 9. Þorsteinn Arnalds 10. Árni Indriðason Næstir inn Stjórnlagaþing þeirra þjóðkunnu Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Nafn Lota Atkvæði Rúnar Þór Jónsson 3 1 Ægir Geirdal Gíslason 4 6 Ólafur Torfi Yngvason 5 7 Elinborg Skúladóttir 6 10 Guðni Karl Harðarson 7 11 Jóhannes Jónsson 8 11 Fyrstir út Ásgeir Baldursson 12tapar í hlutkesti í lotu 9 Bergsveinn G. 12 Guðmundsson tapar í hlutkesti í lotu 10 Daði Már Jónsson 13tapar í hlutkesti í 11 lotu Úlfur Einarsson 13tapar í hlutkesti í tólftu lotu Þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþing 15 10 01 Þorvaldur Gylfason prófessor fæddur 1951 REYKJAVÍK 04 Andrés Magnússon læknir fæddur 1956 Stjórnmálaþátttaka: V - í framboði KÓPAVOGI 05 Illugi Jökulsson blaðamaður fæddur 1960 REYKJAVÍK 02 Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður fæddur 1940 Stjórnmálaþátttaka: S - Íslandshreyfingin REYKJAVÍK 03 Salvör Nordal forstöðumaður Sið- fræðistofnunar HÍ fædd 1962 REYKJAVÍK 06 Þorkell Helgason stærðfræðingur fæddur 1942 ÁLFTANESI 10 Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmála- fræðingur fædd 1971 Stjórnmálaþátttaka: V - í framboði REYKJAVÍK 09 Pétur Gunnlaugsson lögmaður, útvarps- maður fæddur 1948 REYKJAVÍK 07 Freyja Haraldsdóttir framkvæmdarstjóri, nemi fædd 1986 GARÐABÆ 08 Ari Teitsson bóndi fæddur 1943 Stjórnmálaþátttaka: B - í framboði ÞINGEYJASVEIT 11 Eiríkur Berg- mann Einarsson dósent í stjórn- málafræði fæddur 1969 Stjórnmálaþátttaka: S - í framboði REYKJAVÍK 12-25 Erlingur Sigurðarson kennari við MA fæddur 1948 AKUREYRI 12-25 Dögg Harðardóttir deildarstjóri fædd 1965 AKUREYRI 12-25 Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor fædd 1961 KÓPAVOGI 12-25 Ástrós Gunnlaugsdóttir nemi, stjórnmála- fræðingur fædd 1986 GARÐABÆ 12-25 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur fædd 1977 REYKJAVÍK 12-25 Katrín Fjeldsted læknir fædd 1946 Stjórnmálaþátttaka: D - fv. þingmaður REYKJAVÍK 12-25 Gísli Tryggvason talsmaður neytenda fæddur 1969 Stjórnmálaþátttaka: B - í prófkjöri KÓPAVOGI 12-25 Guðmundur Gunnarsson form. Rafís fæddur 1945 Stjórnmálaþátttaka: D - varaborgarfulltrúi ‘94-’98 REYKJAVÍK 12-25 Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlamaður, háskólanemi fædd 1976 Stjórnmálaþátttaka: D - þátttaka í flokksstarfi GARÐABÆ 12-25 Örn Bárður Jónsson sóknarprestur fæddur 1949 REYKJAVÍK 12-25 Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri fædd 1945 Stjórnmálaþátttaka: S - í prófkjöri; fv. þingmaður fyrir Kvennalista REYKJAVÍK 12-25 Lýður Árnason læknir, kvikmynda- gerðarmaður fæddur 1962 Stjórnmálaþátttaka: F - í framboði HAFNARFIRÐI 12-25 Pawel Bartoszek stærðfræðingur fæddur 1980 Stjórnmálaþátttaka: D - í framboði REYKJAVÍK 12-25 Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður CCP fæddur 1965 Stjórnmálaþátttaka: S - í framboði REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.