Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 20
20 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Frjáls félagasamtök hafa aldrei verið mikilvægari en einmitt núna. Þau sinna fræðslu almennings, efla menning- ar- og listalíf, inna af hendi margs konar samfélagsþjónustu og halda á lofti málstað einstakra þjóðfélagshópa. Dæmi um frjáls félagasamtök sem snerta líf okkar allra eru Landsbjörg, Kvenfélagasamband Íslands, Heimili og skóli og Rauði kross Íslands. Á grundvelli þess mikilvæga samfélags- lega hlutverks sem frjáls félagasamtök gegna hafa þau lengi notið ýmissa undan- þága frá skattgreiðslum, þá sérstaklega frá greiðslu tekjuskatts og eignarskatts. Enda mætti gera ráð fyrir að opinberir aðilar þyrftu sjálfir að sinna verkefnum þeirra ef félagasamtökin gerðu það ekki. Íslensk félagasamtök njóta þó ekki sömu skattaívilnana og algengt er í samanburðar- löndunum, s.s. undanþágu frá greiðslu fjármagnstekjuskatts, erfðafjárskatts og endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðföng- um. Stærsti munurinn felst þó í því að ein- staklingum hér á landi er ekki leyfilegt að draga gjafir til góðgerðafélaga frá skatt- skyldum tekjum sínum líkt og almennt er heimilt í löndum Evrópu og N-Ameríku. Á undanförnum áratugum hafa skatta- ívilnanir stjórnvalda fyrst og fremst beinst að fyrirtækjum sem eru á mark- aði í hagnaðarskyni. Sífellt hefur hallað á starfsemi sem rekin er á grundvelli ákveð- inna hugsjóna, s.s. frjáls félagasamtök og samvinnufélög. Má þar nefna að afnám ákvæða um frádrátt frá skattskyldum tekj- um einstaklinga vegna gjafa til góðgerða- félaga árið 1979, ákvörðun um að félaga- samtök skyldu greiða fjármagnstekjuskatt árið 1996 og álagning erfðafjárskatts á gjafir til líknarfélaga vorið 2004. Það geta ekki verið rétt skilaboð til sam- félagsins að hagkvæmara sé að græða sjálfur en að gefa náunganum. Frjáls félagasamtök hafa ekki farið varhluta af kreppunni. Framlög frá fyrirtækjum og einstaklingum hafa dregist saman, auk þess sem hið opinbera hefur minna getað stutt við starfsemi þeirra með beinum styrkjum. Á sama tíma hefur álag og eftir- spurn eftir þjónustu aukist. Með breyttum skattareglum, sérstak- lega hvað varðar góðgerða- og líknarfélög, væri hægt að bæta starfsumhverfi frjálsra félagasamtaka umtalsvert. Starfsemin myndi eflast og þau yrðu betur í stakk búin að hlaupa undir bagga með ríki og sveitarfélögum við þessar erfiðu efnahags- aðstæður. Ríkið á að styðja við frjáls félagasamtök, ekki hagnast á starfsemi þeirra. Skattar á Rauða krossinn? Ríkisfjármál Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknar- flokksins Fæst nú í HAGKAUP og Reykjavíkur Apóteki Einstakir eiginleikar Ultra Aloe Vera mýkir, nærir og gefur húðinni þann raka sem hún þarf. Mest selda fótakrem í Bandaríkjunum ...með Miracle of Aloe kremin sem virka Mjúkar og fallegar hendur og fætur... Verndun Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um stjórn vatnamála. Er markmið þess að „kveða á um verndun vatns, hindra að vatnsgæði rýrni og bæta ástand vist- kerfa vatna og votlendis og vistgerða sem beint eru háð vatni til að tryggja að vatn njóti heildstæðrar verndar,“ eins og segir í frumvarpinu. Fullyrða má að ekki hafi öllum verið ljóst að íslenskt vatn nyti ekki nægilegrar verndar. Þegar að er gáð kemur líka í ljós að það er ekki af knýjandi þörf vegna ástands mála sem frumvarpið er lagt fram. Nei, það á að leiða tilskipun frá Evrópusambandinu í íslenskan rétt. … í nágrenni Í frumvarpinu eru skilgreiningar á orðum. Ein er svona: „Árósavatn: Vatn í nágrenni ármynna sem er að hluta til salt vegna nálægðar við strandsjó en verður fyrir verulegum áhrifum frá aðstreymi ferskvatns.“ Þetta er gagnlegt. Viðbrögð Jónas Kristjánsson náði ekki kjöri til stjórnlaga- þings. Á vefnum sínum brást hann við með eftirfarandi skrifum: „Gott lið hefur valizt til stjórnlaga- þings. Mér sýnist þorri kosinna vilja töluverðar breytingar á stjórnarskránni. Ég sé lítið um fulltrúa hagsmuna eða stjórnmálaflokka, sem er frábært. Of lítið er að vísu af þeim, sem eiga að erfa landið. Atkvæði þeirra hafa væntanlega dreifst of mikið. Mest er um þekkta einstakl- inga, sem hafa staðið sig ágætlega í lífinu …“ Það er stíll yfir þessu hjá Jónasi. Þeir sem verða undir í kosningum framtíðarinnar mættu taka hann sér til fyrirmyndar. bjorn@frettabladid.isÞ jóðinni virðist hafa verið ágætlega treystandi til að kjósa sér stjórnlagaþing. Sá 25 manna hópur, sem náði kjöri á þingið, er tiltölulega breiður og endurspeglar margvísleg sjónarmið. Athygli vekur að áhyggjur margra af því að per- sónukjör myndi ekki tryggja jafnvægi kynja reyndust ástæðu- lausar, að minnsta kosti í þetta sinn. Ekki reyndist nauðsyn- legt að grípa til þess ráðs að bæta við fulltrúum til að jafna kynjahlutfallið. Hins vegar hallar á landsbyggðina í hópi stjórnlagaþing- manna. Að hluta til kann ástæðan að vera sú að landsbyggðar- fólk sé minna áberandi í fjölmiðlum en íbúar á höfuðborgar- svæðinu, en að einhverju leyti hlýtur líka að mega skýra þessa niðurstöðu með því að bæði voru færri í framboði sem búsettir eru á landsbyggðinni og kjörsóknin var minni úti á landi en á höfuðborgarsvæð- inu. Ekki fer á milli mála að þekkt fólk hafði forskot í kosningunni, ekki sízt vegna þess að hinn gríðarlegi fjöldi frambjóðenda hafði í för með sér að öll kynning á sjónarmið- um þeirra varð erfið. Fólk kaus helzt frambjóðendur sem það þekkir og treystir. Þó koma nokkrir einstaklingar sem ekki hafa verið áberandi í opinberri umræðu sterkir inn. Kverúl- antahlutfallið er áreiðanlega ekki hærra en í kosningum til Alþingis. Eðli málsins samkvæmt hlýtur persónukjör alltaf að hafa í för með sér að þekkt fólk hljóti brautargengi, en í kosningum þar sem frambjóðendahópurinn er minni á hver og einn auðveldara með að verða þekktur í kosningabaráttunni og þarf ekki endilega að hafa verið frægur fyrir. Vonandi á eftir að reyna á það síðar. Um það bil helmingur fulltrúanna hefur komið nálægt pólitík, en þetta fólk skiptist í grófum dráttum eftir styrk- leikahlutföllum flokkanna undanfarin ár. Það er því engin flokksslagsíða á úrslitum kosninganna. Hins vegar virðist í fljótu bragði sem meirihluti hópsins kunni að vilja talsvert róttækar breytingar á stjórnarskránni. Það stemmir við þá tilgátu að þeir sem ekki telja ástæðu til róttækrar endurskoðunar á stjórnarskránni hafi fremur setið heima á laugardaginn var en hinir sem kusu breytingar. Á móti kann að koma það sem Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, benti á hér í blaðinu á mánudag- inn; að vegna lítillar kjörsóknar sé umboð stjórnlagaþingsins veikara en ella og þingið verði því að stíga varlega til jarðar og gera tillögur, sem bæði Alþingi og meirihluti kjósenda geta sætt sig við. Fulltrúarnir 25 eiga vandasamt verk fyrir höndum við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ekkert bendir til annars en að hópurinn eigi að vera þessum vanda vaxinn. Þjóðinni var vel treystandi til að kjósa sér stjórnlagaþing. Vandanum vaxin Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.