Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 28
28 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR AF NETINU Evran og völd Þjóðverja Ekkert tæki eða tól á síðustu 100 árum hefur fært Þjóðverjum meiri völd í Evrópu en evran. Þýskaland í dag er meira efnahagslegt veldi og með meiri áhrif um alla Evrópu í krafti evrunnar en þýska marksins. Hún er auðvitað vandmeðfarin eins og dæmin í Grikklandi og Írlandi sýna. En röksemdafærslan má ekki vera á þann veginn að við séum meiri skussar en Írar og Grikkir og því sé evran engin „töfralausn“ hér. Við megum ekki afskrifa evruna af því að við viljum halda í skussana! Við verðum að hafa aðeins meiri trú á okkur en svo. blog.eyjan.is/andrigeir Andri Geir Arinbjarnarson Kjósum rafrænt næst Það að 10.000 atkvæði hafi verið ógild sýnir annað af tvennu - annað hvort eru Íslendingar fífl, sem eru ófær um að kjósa og ætti bara að svipta kosningarétti hið snarasta - eða framkvæmd kosn- inganna var eitt allsherjar klúður og slíkt má ekki endurtaka sig. Hvor skýringin er sennilegri? Púkinn vill enn og aftur ítreka þá skoðun sína að rafrænar kosningar séu mun hentugri en svona fyrir- komulag. Vel hannað slíkt kerfi myndi fyrirbyggja ógild atkvæði - (nú nema að kjósandinn bein- línis velji hnappinn “Skila ógildu atkvæði”), auk þess sem útreikn- ingar á niðurstöðum ættu að taka mun skemmri tíma - þær ættu að geta legið fyrir nokkrum mínútum eftir að kjörstöðum er lokað. frisk.blog.is Friðrik Skúlason Skynsemi eða óráðsía í ríkisfjármálum Landsmenn hafa undan-farnar vikur orðið áheyrendur fordæmalausrar ofsóknarkrossferðar á hendur þeim fyrir ætlunum að taka til í fjármálum ríkisins. Heilu auglýsingatímar ríkisútvarps- ins hafa verið lagðir undir fádæma herferð byggðar laga með undir leik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðs brest. Þetta hefur ekki verið skemmti- legt útvarpsefni. Tilefnið er sparnaðar áform ríkis- stjórnarinnar sem nauð- beygð þarf að draga saman ríkis útgjöld og hætta að auka skuldir erlendis. Skuldir eru dýrar auk þess sem þær skerða sjálfstæði landsins. Ef tekið er lán í banka þarf að reiða fram veð. Erlendir lánveitendur ríkja taka ekki veð í landinu, en binda lán skilyrðum. Á gildis- tíma lánsins verður að hlíta skilmálunum. Svo einfalt er það. Íslendingar eru skuldug þjóð og greiða háa vexti. Það eru peningar sem hægt væri að nota margvíslega innan- lands. Það verður að losna við drápsklyfjar erlendra vaxta- greiðslna sem allra fyrst. Það er að lokum hagkvæmara fyrir alla að taka því óhjákvæmilega strax, í stað þess að draga það á langinn og vekja falskar vonir. Við verðum að draga hratt úr útgjöldum ríkisins. Örþjóð með mikla yfirbyggingu Landsbyggðin virðist ekki ætla að verða með í þessari fjárhags- legu heilbrigðisaðgerð. Þaðan koma hávær, en ekki að sama skapi hljómfögur skilaboð, um að ríkið verði jú að spara, bara ekki hjá þeim. Á bólguárunum þöndust ríkisútgjöld út. Bæði heilbrigðis- og menntamál fengu sinn skammt af froðu- peningunum. Sjúkrastofnanir stækkuðu og nýir framhalds- skólar og háskólar/háskóla- deildir spruttu upp eins og gorkúlur. Svipað má segja um sendiráð, svo dæmi séu tekin af handahófi. Þegar froðan fjaraði út og hrunið kom, mátti öllum verða ljóst að það sem blásið hafði út á bólguárunum hlaut að koðna í eðlilegra árferði. Við erum 300 þúsund sálna þjóðar- kríli í nokkuð stóru landi. Vinnufærar hendur ná senni- lega ekki 200 þúsund manns. Það sem úrslitum ræður um framtíð þjóðarinnar er hvort okkur tekst að byggja upp farsælt velferðarsamfélag á grundvelli sjálfbærs atvinnu- lífs. Mikilvægur þáttur þess er jafnvægi í ríkisfjármálum. Hver er eðlilegur fjöldi og umfang stjórnar stofnana? Hvað þolir eðlilegur ríkisrekstur örþjóðar mörg sjúkrahús? Hvað ber hann marga framhalds- skóla eða háskóla? Hve mörg sendiráð á þjóð sem er á stærð við Malmö að reka? Höfum við efni á að reka sendiráð í Japan, á Indlandi, í Kanada o.s.frv.? Kannski hrunið muni kenna okkur að sníða okkur stakk eftir vexti? Ég er því miður ekki viss. Skerum upp – ekki niður Yfirbygging þjóðfélagsins hefur hlaðist upp með árunum. Hún stendur rekstri grunn- stoða samfélagsins fyrir þrifum. Hana verður að skera upp. Við stöndum frammi fyrir því að velja á milli þess að skera niður alls staðar; veikja allar stofnanir ríkisins, þannig að afköst þeirra og gæði verða veikburða, eða ganga í heildar uppstokkun á ríkisrekstrinum. Hvað þýðir það ef Land spítalinn verður skorinn það mikið niður að hann geti ekki staðið undir því að vera vandað sjúkrahús, með hæfa lækna og nútímatækni? Ef Land spítalinn drabbast niður, tæki úreldast og hæfustu læknarnir flýja land, þá dugar lítt að vísa á vannýtta skurð- stofu á Húsavík. Auðvelt er að koma okkur í þá stöðu að þurfa að senda sjúklinga úr landi. Það er dýrara en að senda lækni frá Reykjavík til Vestmanneyja. Við megum vera stolt af því að geta rekið eitt, svo ekki sé talað um tvö, nútímaleg sjúkra- hús á landinu, ásamt góðri heilsugæslu. Sama gildir um háskóla. Við verðum að hlúa að Háskóla Íslands til að eiga a.m.k. eina menntastofnun sem veitir haldgóða menntun. Ef við höfum efni á tveimur er það enn betra. Við höfum hins vegar ekki efni á að reka sjö háskóla, ekki frekar en Malmö. Við verðum að velja. Ekki milli þessara gildis- og tilfinninga- hlöðnu átakahugtaka dreifbýli og Reykjavík, heldur á milli skynsemi og óráðsíu. Ef við kjósum skynsemi verðum við að hlúa að kjarna starfsemi ríkis ins, óháð því hvar hún er niðurkomin. Ríkinu verður aldrei beitt til lengdar til að halda uppi atvinnu um allt land. Það getur heldur ekki verið hlutverk þess. Við búum í auðugu landi. Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð. Af óráðsíunni höfum við dapra reynslu. Ríkisfjármál Þröstur Ólafsson hagfræðingur Hvað þolir eðlilegur ríkisrekstur ör- þjóðar mörg sjúkrahús? Hvað ber hann marga framhaldsskóla eða háskóla? Hve mörg sendiráð á þjóð sem er á stærð við Malmö að reka?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.