Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 36
MARKAÐURINN 1. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T T E K T Í síðustu viku hófust á vettvangi Evrópusambandsins viðræður um að nýtt yfirþjóðlegt fjármálaeftir- lit sem vaka á yfir verðbréfavið- skiptum og mörkuðum hafi einn- ig eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækj- um. Endurskoðun á starfsemi þeirra var einnig til um- ræðu á fundi 20 helstu iðnríkja (G20) sem nýverið fór fram í Seúl í S-Kóreu. Að viðræðunum í Evrópu koma fulltrúar Evr- ópuþingsins, en það þrýst- ir á um aukin völd handa eft- irlitsstofnuninni, ful ltrúar ríkis- stjórna Evrópusam- bandslanda og fram- kvæmdastjórnar ESB. „Lánshæfismatsfyrirtækin hafa náttúrlega ekki staðið sig vel,“ segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. „Og alveg sérstaklega illa gagnvart Ís- landi.“ Yngvi segir að mikið hafi verið um það rætt á alþjóðavísu, eftir fjár- málakreppuna sem hófst síðla árs 2007, að endurskoða þyrfti starfsemi þessara fyrirtækja. „Fyrirtæk- in hafa tekjur sínar frá útgef- endum verðbréfa, en eru raun- verulega að veita kaupendum þeirra þjónustu. Og mönnum finnst vera hagsmunaárekst- ur í þessu tekjumódeli,“ bend- ir Yngvi á. Þannig mætti ætla að fyrirtækin fái meiri við- skipti og fái að meta fleiri flokka verðbréfa eftir því sem mat þeirra er betra. „En í raun eiga þau að leggja mat á það fyrir kaupendurna hversu miklar líkur eru á að þessi bréf lendi í vanskilum.“ VINNUBRÖGÐIN RÝRA GILDIÐ Umræðuna um end- urskoðun fyrir- komulags lánshæf- ismats segir Yngvi hafa komið upp áður, fyrir áratug eða svo. „En þá kom ekkert út úr því og maður veit svo sem ekki hvort það verður eitthvað frekar núna.“ Yngvi segir að þrátt fyrir gríð- arlegar hamfarir í fjármálalífi heims- ins og skakkaföll ríkissjóða virðist ekki sem menn ætli að draga mikinn lærdóm af hamförunum. „Það heldur bara allt sínu striki.“ Lánshæfismatsfyrirtækin hafa meðal annars verið sökuð um og jafnvel uppvís að óvönduðum vinnu- brögðum. Þannig bendir Yngvi á að í Bandaríkjunum bendi opinberar upplýsingar til óheiðarlegra vinnu- bragða við verðmat á skuldabréfa- vafningum þar sem litið hafi verið fram hjá undirliggjandi áhættu. „Svo eru þau almennt gagnrýnd fyrir að bregðast seint við aðsteðjandi vanda, jafnvel þó svo að þau þykist vera for- sjá og eigi að meta framtíðarlíkur á greiðslufalli. Oft eru þau að leiðrétta og breyta lánshæfismati eftir að allt er komið í óefni, eins og raunin var hér á landi,“ segir Yngvi og telur að slík vinnubrögð hljóti að rýra gildi vinnu þeirra fyrir þá fjárfesta sem reiða sig á hana. „Það er ekkert sér- staklega merkilegt í þessum bransa að vera vitur eftir á.“ Þrátt fyrir gagnrýnina hefur ekki dregið úr því vægi sem lánshæfis- mat þessara fyrirtækja hefur. „Í öllu falli hefur ekkert komið í staðinn. Menn eru ennþá að kaupa þessi möt og meðal annars hér á Íslandi. Íbúða- lánasjóður og ríkið telja sér ekki fært að segja upp þessari þjónustu þó hún kosti tugmilljónir á ári. Og það sama er uppi á teningnum annars staðar í heiminum.“ STÖÐVA ÞARF SKULDASÖFNUN RÍKIS- INS Um leið bendir Yngvi á að ef til vill sé ekki alveg einfalt að stokka upp kerf- ið vegna þess hve góða fótfestu það hefur. Þannig geri margir stærri fjár- festar, svo sem lífeyrissjóðir og hálf- opinberir fjárfestar, kröfu um það í fjárfestingarreglum sínum að fyrir liggi lánshæfismat áður en skuldabréf eru keypt. „Það er mjög erfitt fyrir líf- eyrissjóðakerfið í heiminum að kasta þessu fyrir róða án þess að eitthvað annað komi í staðinn.“ Yngvi segir að af fjármálakerfis- hruninu, sem uppruna sinn átti í und- irmálslánakrísunni í Bandaríkjun- um, megi augljóslega læra að eitthvað mikið sé að aðferðafræði lánshæfis- matsfyrirtækjanna. „Þau skynjuðu ekki áhættuna af skuldabréfavafn- ingunum og hversu samofin hún var stóru bandarísku fjármálafyrirtækj- unum. Þó var þarna um að ræða lán- veitingar sem allir sjá núna að voru algjörlega galnar.“ Lykilatriði í því að lánshæfismat íslenska ríkisins hækki segir Yngvi Örn vera að skuldasöfnun þess að stöðvist. „En hún heldur náttúrlega áfram á þessu ári og næsta ári líka, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir. Það er halli á ríkisrekstrinum og það þýðir að bætist í skuldirnar.“ Yngvi segir öll kurl þurfa að koma til grafar varðandi kostnað ríkisins af hruninu og ljóst að það verði ekki fyrir frekari áföllum. „Ríkið ber einhvern 350 milljarða FROST Í REYKJAVÍK Slakar lánshæfiseinkunnir ríkisins gera það að verkum að uppbygging verður dýr og stórverkefni lík þeim sem hér hefur áður verið ráðist í óarðbær. Þá er þrengra um lánsfé og erlendir lánsfjármarkaðir að stór- um hluta lokaðir íslenskum fyrirtækjum. MARKAÐURINN/ANTON Í lánshæfismatinu er falinn vandi landsins til lengri tíma Fyrirtæki sem meta lánshæfi ríkja og annarra útgefinna skuldabréfa hafa sætt mikilli gagnrýni í fjármálakreppu þeirri sem gengur yfir heiminn. Enn sem komið er hefur þó ekki fundist annað fyrirkomu- lag. Óli Kristján Ármannsson fór yfir sögu lánshæfismatsfyrirtækja hér og ræddi við Yngva Örn Kristinsson hagfræðing sem segir að slök einkunn ríkisins setji fyrirtækjum landsins skorður. YNGVI ÖRN KRISTINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.