Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN 1. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR8 F R É T T I R Hefðbundnir harðir diskar í tölv- um munu senn heyra sögunni til og svokölluð SSD-drif taka við. Venjulegir harðir diskar eru með snúningsdiska sem upplýs- ingar eru lesnar af. SSD-drif eru líkari minniskubbum. Þau eru hraðvirkari, þola meira hnjask og nota minni orku. Drifin hafa fram til þessa aðallega verið í mynda- vélum, farsímum og öðrum smá- tækjum auk dýrri fartölva á borð við Mac Air frá Apple. Það sem tafið hefur fyrir yfirtöku SSD-drifanna er kostn- aðurinn, en þau hafa fram til þessa verið talsvert dýrari en hefðbundin drif. Tæknirisar heimsins hafa upp á síðkastið sett í fimmta gír og keyrt kostnað við framleiðslu á drifunum niður. Í netútgáfu PC Magazine nýverið var bent á að 80 GB 2,5 tommu SATA SSD-drifið frá Intel kostaði 199 dali, jafnvirði tæpra 23 þúsund króna (í kringum 40 þúsund krónur hingað komin). Til samanburðar kostar hefðbund- inn 3,5 tommu innvær harður disk- ur frá WD í kringum níu þúsund krónur í verslunum hér. - jab Harðir diskar heyra senn sögunni til Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunar- innar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveifl- ur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. Rannsóknarsetrið gengur út frá ýmsum grund- vallaratriðum við val sitt á jólagjöfum ársins. Jólin 2005 var lófaspilari talinn líklegur til að leynast í gjöfum einhverra. Gengið var út frá því að því að varan væri nýjung í einum eða öðrum skilningi, fulltrúi tíðarandans og stæði undir mikilli veltu, það er annaðhvort með metsölutækjum ársins eða mjög verðmæt. Þekktasti lófaspilarinn er vafalítið iPod-spilarinn frá Apple, sem hefur tekið stór- stígum breytingum síðastliðin fimm ár. Valið endurspeglaði tíðar- andann það árið: Hagvöxt- ur mældist 5,5 prósent, dreg- ið hafði úr atvinnuleysi og var þá 2,5 prósent samanborið við 3,1 prósent árið á undan. Þá stóð gengisvísitala krónunnar í rétt rúmum 106 stigum á Þorláksmessu. Til sam- anburðar kostaði einn Bandaríkjadalur þá 69,7 krónur og ein evra 63,6 krónur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krónur út úr búð, sem var þrjú hundruð krónum meira en búist var við að hvert mannsbarn myndi eyða vegna jólahaldsins. Gjafirnar stækkuðu og urðu dýrari í takt við upp- sveiflu hagkerfisins. Hápunktinum var náð um jólin 2007 þegar gjöf ársins var staðsetningartæki. Slíkt tæki kostaði þá kringum þrjátíu þúsund krónur, en gat verið langtum dýrara. Allt fór það eftir stærð, gerð og þeim möguleikum sem tækin buðu upp á. GPS-tækið í jólapökkum landsmanna kom hins vegar ekki í veg fyrir að hagkerfið endaði úti í móa. Eftir fall krónunnar hafa jólagjafirnar einkennst öðru fremur af innlendum varningi, ís- lenskri hönnun og jákvæðri upplifun. Ósagt skal látið hvort um ódýrari jólagjafir er að ræða en leynst hafa í pökkum landsmanna í gegnum tíðina. Möguleikarnir eru hins vegar mun fleiri en áður. Þetta árið getur jólagjöfin hlaupið frá þrjú þúsund krón- um til allt að 25 þúsunda. Lopi og annað sem þarf til í lopapeysugerðina getur kostað í kringum þrjú þús- und krónur og er þá vinnan ótalin. Hefðbundnar tilbúnar lopapeysur úr búð kosta allt frá þrettán þúsund krónum upp í tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir þær sem teljast til tískuvara. - jab Jólagjafir með hagtölugleraugum Lopapeysa er jólagjöf ársins, að mati Rannsóknarseturs verslunarinnar. Gjafirnar hafa farið úr því að vera rándýr GPS-tæki í jákvæða upplifun. ÁR Hagvöxtur Gengisvísitalan**** Meðaleyðslan (kr.) Kaupmáttur launa* Spá um vöxt milli ára*** Jólagjöfin 2005 5,5% 106 19.607 10,8% 2,6% Lófaspilari 2006 2,6% 125,7 26.600 9,0% 2,6% Safapressa 2007 3,8% 121,4 45.500 9,4% 3,8% GPS staðsetningartæki 2008 2,5% 221,8 38.600 -7,5% -3,7% Íslensk hönnun 2009 -6,8% 236,3 42.000 8,0% -7,3% Jákvæð upplifun 2010 -3,0%** 205,2***** 39.500 4,0% - Íslensk lopapeysa * Heimild: Hagstofa Íslands. Meðaltal ársins. ** Skv. spá Hagstofunnar. *** Spá Rannsóknarseturs verslunarinnar. **** sem næst Þorláksmessu ár hvert. ***** Í enda nóvember 2010 Verkið Nakin kona, græn lauf og brjóstmynd (fr. Nu au Plateau de Sculpteur) sem spænski málarinn Pablo Picasso málaði af ástkonu sinni Marie-Thérèse Walter árið 1932 seldist fyrir metfé hjá Christie’s í New York í maí. Það fór á 106,5 milljónir dala, jafnvirði um 12,5 milljarða króna. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Ken Yeh, fram- kvæmdastjóra Christie’s í Asíu, að eldri verk meistarans muni vafalítið heilla kínverska fjárfesta. „Listaferill Picasso skiptist í mörg tímabil en flestir eru þó sammála um að bestu verk hans hafi hann gert á milli 1901 og 1940,“ segir Stefán Dagur Mayen Briem, sérfræðingur hjá Listasafni Íslands. Hann bendir á að Nakin kona, græn lauf og brjóst- mynd sé merkilegt fyrir þær sakir að þar hafi listamaðurinn farið frá kúbisma yfir í súr- realisma. Í verkinu megi sjá áhrif beggja stefna. Þekktasta verk Picasso er málverkið Guernica frá 1937. Það hangir uppi á vegg listasafnsins Museo Reina Sofia í Madríd á Spáni ásamt verkum landa hans, Salvador Dalí. P I C A S S O Á H E I M S I N S D Ý R A S T A V E R K ÁSTKONAN Málverk Picasso af Marie-Thérèse Walter frá 1937 er dýrasti listmunur í heimi. MARKAÐURINN/AFP Uppboðsmarkaður með listaverk í Hong Kong er orðinn sá þriðji umfangsmesti á eftir New York og London, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Sotheby‘s hefur upp á síðkastið sýnt verk eftir Picasso, Renoir, Chagall, Degas og Monet sem bjóða á upp á næstunni. Von- ast er til að verkin fari á allt frá tveimur til 25 milljóna dala, allt upp í tæpa þrjá milljarða króna. Takashi Seki, forseti Est- Ouest Auctions í Japan, segir í samtali við kínverska dagblað- ið Morning Post tilgang uppboð- anna að kynna evrópskan list- heim fyrir kínverskum fjárfest- um, sem hafi fjölgað á sama tíma og kreppan brenndi gat í buddur margra í hinum vestræna heimi. Kínverskir fjárfestar hafa fram til þessa einkum keypt listmuni frá öðrum Asíuríkjum, svo sem skartgripi, úr, vín og keramik- muni. Fjárfestarnir hafa heim- sótt uppboðshúsin og keypt verk í héraði. Bloomberg-fréttaveitan hafði í síðustu viku eftir sérfræðingum hjá uppboðshúsum Christie‘s og Sotheby‘s að áhuginn í austri hefði komið á skemmtilega óvart. - jab Asískir fjárfestar kaupi evrópska list Uppboðshaldarar vinna að því að heilla milljarða- mæringa í Kína. Hong Kong er heitasti markaðurinn. J Ó L A G J Ö F I N O G H A G T Ö L U R S Í Ð A S T L I Ð I N F I M M Á R Nánari upplýsingar varðandi auglýsingar veitir: Örn Geirsson, sími: 512 5448, netfang: orn@365.is Áramótaannáll Markaðarins - uppgjör á árinu 2010 í viðskiptalífinu Hvað stendur upp úr í viðskiptalífinu á árinu sem er senn liðið? Hvernig tókst fyrirtækjunum að vinna sig út úr erfiðleikunum? Hvernig er alþjóðlega umhverfið? Hvað er framundan á nýju ári? Markaðurinn ræðir við fjölda fólks í viðskiptalífinu. Dómnefnd Markaðarins velur bestu og verstu viðskipti ársins og menn viðskiptalífsins árið 2010. Áramótaannáll Markaðarins kemur út miðvikudaginn 29. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.