Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 48
MARKAÐURINN 1. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR10 U T A N D A G S K R Á R Fyrst þegar tekið er af stað á Ford Expedition Limited jeppanum er tilfinningin svolítið eins og maður hafi stigið upp í vörubíl. Stærðin á bílnum venst þó ótrúlega fljótt og er hann raunar furðulipur miðað við umfang. Billinn er allur hinn þægilegasti í umgengni og í raun draumabíll, utan það eitt að hann eyðir alveg óhemjumagni af bensíni. Hafi maður nægilega djúpa vasa til að standa undir eyðslunni er maður hins vegar í góðum málum. Bíllinn er hlaðinn aukabún- aði, sóllúga er rafdrifin, rafdrif- in opnun á afturhlera, rafmagn í öftustu sætaröðinni, rafmagn í sætastillingum fram í, vel hann- að aðgerðastýri svo engin hætta er á að maður reki sig í hnappa og skipti um útvarpsstöð við akst- urinn, leður í sætum og þar fram eftir götunum. Þá er til hæginda að í sólskyggni ökumannsmegin eru hnappar sem forrita má með fjarstýringum bílskúrs- og hliða- opnara og því er óþarfi að þvælast með slíka gripi í bílnum. Bíllinn er átta manna og rúm- góður mjög. Svo er líka hægt að leggja niður sæti þannig að jafn- hátt hleðslupláss verður til inn eftir öllum bíl. Í honum er ljós leðurinnrétting og viðaráferð á mælaborði og stýri. Tólf ára dóttir undirritaðs var reyndar svo hrifin af plássinu í bílnum að hún pantaði þegar svona eintak, um leið og fjölskyld- an ynni í lottóinu. Kannski ekki skrítið enda bíllinn álíka stór að innan og herbergið hennar. Jeppanum virðist treystandi í flestan akstur. Svo er hann líka með dráttarkúlu (sem smellt er á eftir hentugleikum) og ræður við flestallan drátt. Reyndar þarf kannski að kaupa sérstyrkta kúlu fyrir stærstu hestakerrurnar, en bíllinn sjálfur ræður vel við hvað sem er. Vélin í bílnum er líka 5,4 lítrar, 300 hestöfl. Það eina sem þarf að hafa í huga er að spólvörn bílsins kann í einhverjum tilvikum að taka af ökumanni ráðin, svo sem þegar ekið er upp brekku í fljúg- andi hálku. En vilji maður sjálf- ur ráða því hvernig maður skilar aflinu óbeisluðu í dekkin smellir maður bara á hnapp í mælaborð- inu og slekkur á spólvörninni. Í hnotskurn (sem er hálfasna- legt að segja um svona stóran bíl) má kalla bílinn voldugan og þægilegan. Hann er enginn kappakstursbíll, en lætur ekki að sér hæða þegar hann er kom- inn á skrið. Svona stórum bílum fer þó betur virðulegri akstur og verður að segjast eins og er að hvaða forstjóri sem er gæti látið sér vel líka að aka um á honum. (Og forstjóri í smærra fyrir- tæki gæti tekið allan vinnustað- inn með sér í bíltúr.) Undirritað- ur lét sér í það minnsta vel líka og gæti vel hugsað sér að eign- ast eitt stykki, svona ef horft er framhjá eyðslunni. Bíllinn lætur vel að stjórn og var mestanpart í afturhjóladrifinu í reynsluakstr- inum. Í hálku og á malarvegum er þó líkast til öruggast að hafa hann í aldrifinu, svona til að tryggja að ökumaður hafi fulla stjórn á ökutækinu. Í blönduðum prufuakstri þar sem trúlega reyndi meira á lang- keyrsluna fram og til baka yfir Hellisheiðina fór bensíneyðsla bílsins rétt niður fyrir sautján lítra á hundraðið. Líkast til er hann í rúmum tuttugu lítrum innanbæj- ar, hversu mikið yfir fer svo eftir þyngd bensínfótar. Bíllinn lætur síðan vita þegar áttatíu kílómetr- ar eru eftir á tankinum og þarf þá að ýta á hnapp í mælaborði til að viðvörunin hverfi af upplýsinga- skjá mælaborðsins. Hún dúkkar svo reglulega upp eftir því sem grynnkar á tankinum. Á vegum úti má hins vegar draga úr loftmótstöðu með því að leggja rafdrifna hliðarspeglana upp að bílnum, en þeir eru nokk- uð stórir. Ósagt skal látið hvort nota má þá sem loftbremsu, en um leið er vissara að leggja þá að hliðum þegar lagt er innan um aðra í stæði, svona til að forðast hnjask. Ásett verð á bílinn er tæpar 6,3 milljónir króna. Þurfi maður á annað borð stóran bíl fær maður þarna mikið fyrir pen- ingana, hvort sem horft er til stærðar hans, afls, notagildis eða þæginda. Voldugur á alla kanta FORD EXPEDITION LIMITED Á svona jeppa er maður fær í flestan sjó. Sunnudagsrúntur úr höfuðborginni austur að Urriðafossi yrði þó ekki nema til hátíða- brigða hjá fólki á meðallaunum miðað við eyðsluna. MARKAÐURINN/ÓKÁ Rafmagnsbíllinn Nissan Leaf hefur verið valinn bíll ársins í Evrópu 2011. Að valinu standa sjö evrópsk bílablöð frá jafnmörgum löndum. Fram kemur á vef valsins að þetta séu nokkur tímamót því bíllinn er fyrsti rafmagnsbíllinn sem kemst í úrslit í valinu á bíl ársins og um leið sá fyrsti sinn- ar tegundar til að hljóta þennan eftirsótta titil. Þetta er í annað sinn sem Nis- san fær útnefninguna, en fyrir átján árum varð Nissan Micra fyrsti japanski bíllinn til að hljóta titilinn Bíll ársins í Evrópu. „Þrátt fyrir skort á neti hleðslu- stöðva og takmörkuðu drægi er með Leaf veðjað á þróun í tækni og bílaviðskiptum sem annars gæti hugnast fjölda kaupenda, sér- staklega þar sem opinber hvata- kerfi kunna að leiða til lækkunar á verði bílsins,“ segir í tilkynn- ingu um úrslitin. Sjö bílar voru í úrslitum og var mjótt á mununum milli efstu sæta. Nissan Leaf fékk 257 stig en í öðru sæti varð Alfa Romeo Gi- ulietta með 248 og Opel Meriva lenti í því þriðja með 244 stig. Aðrir bílar sem komust í úrslit í valinu voru Dacia Duster frá Rúmeníu, Citroën C3/DS3, Ford C-Max/Grand C-Max og Volvo S60/V60. Í dómnefnd áttu sæti 57 blaða- menn, frá 27 Evrópulöndum, sem sérhæfa sig í bílaumfjöllun. - óká Nissan Leaf er bíll ársins í Evrópu 2011 Fyrsti rafmagnsbíllinn sem komst í úrslit vann. NISSAN LEAF Fyrir átján árum varð Nissan Micra Bíll ársins í Evrópu, fyrstur japanskra bíla. Leaf er fyrsti rafmagnsbíllinn til að hljóta titilinn. MYND/NISSAN MOTORS Óli Kristján Ármannsson blaðamaður tekur til kostanna notaða bíla og metur hvort þeir fái staðið undir því að kallast for- stjórabílar. Yfir Heiðina með Óla Krist jáni H E L S T U S T A Ð R E Y N D I R Ford Expedition Limited, 2008 Ásett verð: 6.290.000 krónur Ekinn: 50.340 km Lengd: 523,2 cm Breidd: 200,6 cm Litur: Svartur Sætafjöldi: 8 Þyngd: 2.660 kg Burðargeta: 833 kg Slagrými: 5.400 cm3 Afl: 221,0 kW Eldsneyti: Bensín Ú R F O R T Í Ð I N N I Tónlist hefur alla tíð verið stór hluti af jólahátíðinni hér á landi sem annars staðar þar sem sí- gildir slagarar lifa með fólki kynslóð fram af kynslóð. Þessi mynd er tekin í miðri jólaösinni árið 1962 en á henni sýnir Guðrún Árnadóttir, af- greiðslustúlka í hljómplötu- deild Fálkans, nokkrar helstu jólaplöturnar. Myndin birtist á forsíðu Vísis með frétt um það hversu lítið var gefið út af íslenskum jóla- plötum en aðeins ein slík kom út fyrir þau jól. Það var barnakór Barnaskóla Hafnarfjarðar sem söng tvö jólalög inn á plötu. Þarna má sjá nokkrar af helstu perlum jólatónlistarinn- ar fluttar af goðsögnum eins og Ellu Fitzgerald og Frank Sinatra, en vinsælasta platan hefur eflaust verið jólaplata Elvis Presley, enda voru fáir vinsælli. - þj Sígild jólatónlist lifir alltaf góðu lífi MARKAÐURINN/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Birtingahúsið fagnar nú um þess- ar mundir tíu ára afmæli sínu, en á þessum tíma hefur fyrirtækið unnið brautryðjendastarf í mark- aðsráðgjöf hér á landi. Helstu verkefni Birtingahúss- ins, að sögn Huga Sævarssonar framkvæmdastjóra, eru ráðgjöf til fyrirtækja um hvernig megi hagnýta sem best fé til auglýs- ingabirtinga. Kveikjuna má hins vegar rekja til þess að hópur stærstu auglýs- enda landsins kom saman í kjöl- far hækkunar á auglýsingaverði Norðurljósa. Samtök auglýsenda voru endurvakin og samhliða því myndaðist áhugi á stofnun félags um faglega ráðgjöf um birtinga- starfsemi. „Hvatinn hjá okkur var líka að skilja á milli framleiðslu á auglýs- ingaefni og birtinga auglýsinga, að ráðgjöfin yrði óháð og gegnsæ.“ Hugi segir að markaðurinn hafi breyst nokkuð síðustu tíu ár. Hann sé þó áfram íhaldssamur að hluta en líka kvikur og því þurfi að fylgj- ast með straumum og stefnum og bregðast við. Í því sambandi má til að mynda nefna að auglýsingar færast nú í meira mæli út á verald- arvefinn þar sem helstu tækifærin liggja á sviði samfélagsvefja eins og Facebook og leitarvéla. „Við ætlum okkur að sækja enn frek- ar á markaðinn en fyrst og síðast að styrkja okkar innviði og líka að brydda upp á nýjungum.“ - þj Vinna að bættri nýtingu fjármuna HUGI SÆVARSSON Framkvæmdastjóri Birtingahússins. MARKAÐURINN/GVA Bankinn hagnaðist um 8,9 millj- arða króna á fyrstu níu mán- uðum ársins, þar af um fimm hundruð milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Í uppgjöri bankans kemur fram að neikvæðra áhrifa hafi gætt vegna gengistaps og niðurfærslu lána vegna úrvinnslumála heim- ila og fyrirtækja. Gengistap nam 2,2 milljörðum króna. Arðsemi Arion banka var 10,4 prósent á ársgrundvelli og var eig- infjárhlutfall hans 18,1 prósent, sem er 1,7 prósentustustigum meira en í lok annars fjórðungs. - jab Gengistap setur strik í reikning Arion banka ARION BANKI Fékk skell á þriðja fjórð- ungi ársins. MARKAÐURINN/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.