Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 49
MARKAÐURINN F R É T T I R 11MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Marel samdi seint á fimmtudag við fimm alþjóðlega banka, auk Lands- bankans, um endurfjármögnun á öllu lánasafni sínu næstu fimm árin. Þetta eru 350 milljónir evra, jafnvirði rúmra fimmtíu milljarða króna. Meðalvaxtakjör miðast við milli- bankavexti auk 320 punkta vaxtaálags. Ráðgjafarfyrirtækið IFS Greining segir þetta viðunandi kjör. Gera má ráð fyrir að vaxtakostnaður Marels hafi verið 45 milljónir evra í fyrra og fari hann niður um 15 milljónir evra, jafnvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, á ári. Þá er ótalinn hagnaður af samþættingu fyrirtækisins og annað hagræði í kjölfar fjármögnunar. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við segja þetta afar jákvæðar frétt- ir í skugga gjaldeyrishafta og stöðu efnahagsmála hér. „Marel hefur aldrei staðið traustari fótum,“ segir Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels. Hann legg- ur áherslu á að um viðskiptabanka- lán sé að ræða keimlík þeim sem hafi verið í boði fyrir allt að áratug. Árni bætir við að tvíhliða skráning Marels sé enn á dagskrá og sé fjár- mögnunin nú forsenda þess. Höfuð- stöðvarnar verði eftir sem áður hér á landi. „Það hefur aldrei komið til um- ræðu að við flytjum höfuðstöðvarnar til útlanda,“ segir hann. - jab Marel semur um hagstæða endurfjármögnun á öllum skuldum sínum erlendis: Sparar sér 2,3 milljarða á ári STJÓRNENDUR MARELS Mikil gleði var í hópi Marel-manna í gær vegna fjármögnunar fyrirtæk- isins, sem gerir því kleift að endurfjármagna allar skuldir. Árni Oddur er lengst til vinstri á myndinni, við hlið Sigsteins P. Grétarssonar, forstjóra á Íslandi, og Eriks Kaman fjármálastjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gjaldeyristekjur Íslendinga af er- lendum ferðamönnum voru 155 milljarðar króna í fyrra, sam- kvæmt nýjum tölum á vef Hag- stofunnar. Tekjur vegna erlendra ferða- manna innanlands námu 112 milljörðum króna en 43 milljarð- ar króna eru tekjur vegna ferða- manna utan Íslands. Í tölunum kemur jafnframt fram að áætlað er að ríflega 9.200 manns hafi starfað við ferðaþjón- ustu á árinu 2008. Þetta er um 5,1 prósent af störfum alls. - jhh Ferðamenn skila tekjum Välj. Eða veldu eins og sagt er á íslensku. Nýtt samstarf SAS og Icelandair þýðir að núna áttu möguleika á að velja á milli miklu fleiri áfangastaða en áður. Við bjóðum nú uppá þann möguleika að bóka flug til Evrópu og lengra á frábæru verði á www.flysas.is flysas.is Ávallt með S AS Engin dulin g jöld - innritu n án endurg jalds - sætab ókun án end urgjalds Farangurshe imild án end urgjalds - Eu roBonus-pun ktar - 25% b arnaafsláttu r Bergen London París Frankfurt Peking Tokyo Bangkok Ósló Kaupmannahöfn Stokkhólmur Helsinki Gautaborg Stafangur Þrándheimur Berlín München Hamborg Varsjá Zürich Mílanó Vilníus Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, sagði óvænt upp störfum í gær. Uppsögnina tilkynnti hann stjórn Skipta og nýrri stjórn Ex- ista, móðurfélagi Skipta, í gær. „Uppsögnin kom á óvart. Ekki var þrýst á hann,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Exista. Ný stjórn tók við félag- inu í nafni kröfuhafa fyrir mán- uði. Helstu kröfuhafar Exista eru Arion banki, lífeyrissjóðir og tugir evrópskra banka. Brynjólfur hafði í mörg ár unnið með þeim Ágústi og Lýð Guðmundssonum, fyrrum aðal- eigendum Exista, og átti sjálf- ur frumkvæðið að uppsögninni. Haft er eftir honum í tilkynningu að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar breytinga á eignarhaldi Existu. Leit er ekki hafin að eftirmanni Brynjólfs og mun hann hafa orðið við ósk stjórnar Exista að stýra fyrirtækinu þar til ákvörðun verður tekin um framhaldið. - jab Brynjólfur kveður BRYNJÓLFUR Eigendaskipti á Existu urðu til þess að forstjóri Skipta ákvað að stíga til hliðar. MARKAÐURINN/RÓBERT Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.