Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 52
32 1. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Ég virðist ekkert hafa lært eftir allar þessar bandarísku bíómyndir sem ég hef séð í gegnum tíðina. Mér varð þetta ljóst síðasta mánudagskvöld þegar ég var að horfa á El Clásico með arabískum félög- um mínum á krá nokkurri í bænum Priego de Córdoba á Suður-Spáni. FRÁ því í ágúst hef ég verið að bölsótast yfir góðu gengi Real Madrid. Ég hef horft með fyrirlitningu á Ronaldo þegar hann baðar út höndum, mörkum fagnandi og sigri hrósandi. Alltaf með þennan grodda- svip, eins og hann hafi nýlega lokið við að reisa mann frá dauðum. ÞEGAR leik konungsliðsins er lokið fylg- ist ég venjulega með viðtali við Mourinho, þjálfara liðsins, og mér verður innan- brjósts, ja, líklega eins og femínista sem fær einn stóran skammt af Gillz með útblásna vöðva og sjálfsálit í stíl. „FÓLKI er illa við mig af því að mér gengur vel, ég vinn oft og fólk á erfitt með að taka slíkri vel- gengni nokkurs manns,“ segir þjálfarinn og ég veit vel upp á mig sökina. Innra með mér vex þráin að sjá þessa hrokagikki niðurlægða, sjá þá þjást. Helst biðjast velvirðingar á öllu sem þeir hafa sagt og gert. Sjá Marca og öll þessi Madrídarblöð kokgleypa allt galgopatalið um konungsliðið. ÞAÐ er því ekkert auðvelt að fylgjast með El Clásico, það er að segja viðureign Bar- celona og Real Madrid. Samkvæmt töfl- unni eru einungis þrjú stig í boði en í lífi sérhvers fótboltaunnanda á Spáni, og þótt víðar væri leitað, hangir mun meira á spýtunni. OG það undarlega gerðist. Ég, sem hef frá blautu barnsbeini horft á bíómyndir þar sem byggð er upp andúð á vonda karlinum uns hann fær það óþvegið í lokinn, virðist vera of tregur fyrir þennan bandaríska boðskap. Hrokagikkirnir Ronaldo og Mour- inho, sem og leiðindapjakkurinn Marcelo sem ég er búinn að vera að blóta í allan vetur fyrir góða frammistöðu, voru teknir í kennslustund. Það er að segja Auðmýkt 101. Konungsliðið tapaði á Camp Nou með fimm mörkum gegn engu. EN það var sama hversu mikið ég reyndi, ég fann engan fögnuð yfir því að sjá Ron- aldo niðurlútan og Mourinho niðurlægðan. Afleit frammistaða Marcelo vakti heldur ekki með mér neina kátínu. ÞAÐ er alveg magnað hvað maður virðist þroskaður þegar gleði ríkir í hjarta. El clasico ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég tékkaði á nýrri sósu í gær. Rjómalagaður kjúklingur með sveppa- og hvítlaukssósu! Reyndu aftur! Leeds virðast ætla að komast í útsláttar- keppnina! Þarna þekki ég þig! Góður útisigur á móti Swansea! Tvö mörk frá þeim stutta frammi og eitt frá nýja gaurn- um frá Rochdale.... Ian McLickerladdy! Glæsi- legt! Ég er algjörlega andlaus í dag og það fer í taugarnar á mér. Ég þoli það ekki. Það er miklu betra þegar maður er and- laus og alveg sama um það. Algjörlega, allir geta verið sammála um það. Oó... Mamma! Lóa rak sig í sófa- borðið! Blæðir? Ég skal kíkja. Þetta þýðir já. LÁRÉTT 2. bera að garði, 6. tveir eins, 8. hlaup, 9. starfsgrein, 11. átt, 12. frárennsli, 14. fyrirmynd, 16. guð, 17. skrá, 18. temja, 20. gyltu, 21. skjótur. LÓÐRÉTT 1. hljóta arf, 3. líka, 4. frelsarinn, 5. næra, 7. rafstraumur, 10. kvk nafn, 13. stefna, 15. skraut, 16. flan, 19. samtök. LAUSN LÁRÉTT: 2. koma, 6. rr, 8. gel, 9. fag, 11. sa, 12. afrás, 14. mótíf, 16. ra, 17. tal, 18. aga, 20. sú, 21. snar. LÓÐRÉTT: 1. erfa, 3. og, 4. messías, 5. ala, 7. rafmagn, 10. gró, 13. átt, 15. flúr, 16. ras, 19. aa. Ráðstefna fyrrum hákarlafóð rara LÁTTU ÞÉR LÍKA VIÐ VÍSI og þú gætir fengið óvæntan jólaglaðning Settu „Like“ við Vísi á Facebook og þú gætir unnið flatskjá, flottan N8 síma, góða jólabók eða einhvern annan spennandi glaðning fyrir jólin. DREGIÐ VERÐUR DAGLEGA TIL 20. DES. N8 sími. Bækur frá Sölku. Fjöldi annarra vinninga. Flott 22“ Panasonic Pure Line sjónvarp með innbyggðri iPod vöggu. Það er auðvelt að láta sér líka við Vísi á facebook.com/visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.