Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 73
MIÐVIKUDAGUR 1. desember 2010 53 FÓTBOLTI David Beckham hefur verið orðaður við enska úrvals- deildarfélagið Everton síðustu daga eftir að stjóri liðsins, David Moyes, sagðist vera mjög spennt- ur fyrir því að fá Beckham í sínar raðir. Beckham fór í tvígang í lán hjá AC Milan á Ítalíu og fjölmörg félög hafa verið spennt fyrir því að nýta krafta Beckhams þó svo að það yrði til skemmri tíma. Beckham hefur sagt áður að hann gæti ekki spilað fyrir annað lið á Englandi en Manchester Unit- ed og hann hefur ítrekað það núna. „Það er alltaf ánægjulegt að vera eftirsóttur. Ég ber mikla virð- ingu fyrir David Moyes og hef gert síðan við spiluðum saman hjá Preston. Hann hefur staðið sig frábærlega með Everton en ég er stuðningsmaður Man. Utd og því myndi þetta dæmi aldrei ganga upp,“ sagði Beckham. - hbg David Beckham: Ætlar ekki að fara til Everton UNITED-MAÐUR Beckham mun bara spila með Man. Utd á Englandi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Margir NBA-aðdáend- ur eru farnir að telja niður fyrir næstu viku því þá snýr LeBron James aftur til Cleveland, en eins og frægt er orðið yfirgaf hann herbúðir félagsins síðasta sumar og gekk í raðir Miami Heat. Forráðamenn Cleveland eru þegar farnir að undirbúa „heim- komuna“ og verður öryggisgæsla hert verulega á leiknum. „Auðvitað sættum við okkur ekki við of mikinn dónaskap, það eru börn líka á staðnum. Við ætlum samt ekki að vera eins og Gestapó,“ sagði hinn skrautlegi eigandi Cleveland, Dan Gilbert. James getur ekki neitað því að hann sé þegar farinn að hugsa um leikinn. „Hvernig er annað hægt? Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að fara í óvinveitt umhverfi. Það verður hátt spenn- ustigið og mikil læti þarna,“ sagði James og bætti við: „Ég hef engar áhyggjur af öryggisgæslunni. Þetta er góð deild og það er alltaf passað upp á að bæði leikmönn- um og áhorfendum líði vel.“ Á þeim sjö árum sem James lék með Cleveland voru vinir hans og fjölskylda dugleg að mæta á völl- inn. Þar á meðal eru synir hans tveir sem nú búa í nágrannaborg- inni Akron með unnustu James. Leikmaðurinn hefur ekki ákveðið hvort hann taki þá með á völlinn. „Það væri líklega skynsamlegt að biðja vini og ættingja að halda sig fjarri. Það gæti samt verið erfitt því allir vilja sjá leikinn. Við sjáum hvað setur,“ sagði James. - hbg Styttist í „heimkomu“ LeBron: Öryggisgæsla hert í Cleveland LEBRON Fær vafalaust óblíðar móttökur í Cleveland. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES með appelsínulíkjör með sólþurrkuðum tómötum með hvítlauk með svörtum pipar hreinn með kryddblöndu ostur.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 0 8 -2 3 8 6 Rjómaostur er einstaklega mjúkur og auðsmyrjanlegur ferskostur. Hann er uppistaðan í ostakökum og krydduðu tegundirnar eru einkar ljúffengar með brauði og kexi. Rjómaostur hentar einnig sérlega vel til að bragðbæta súpur og sósur. FÓTBOLTI Varnarjaxlinn hjá Liver- pool mun ekki spila aftur fótbolta fyrr en í lok febrúar eða byrj- un mars á næsta ári. Carragher fór úr axlarlið í leiknum gegn Tottenham um helgina og verður af þeim sökum lengi frá. „Ég mun fara í aðgerð í lok vik- unnar. Venjan er að það taki menn tólf vikur að jafna sig eftir slíka aðgerð. Ég vildi gjarna koma fyrr til baka en ég verð að vera þolin- móður og leyfa öxlinni að jafna sig,“ sagði Carragher svekktur að vonum. „Ég kem því vart til baka fyrr en seint í febrúar eða snemma í mars. Mér finnst alltaf mjög erf- itt að vera meiddur og ég hef verið heppinn á mínum ferli því ég hef sjaldan meiðst. Nú fékk ég það aðeins í bakið. Eina skiptið sem ég meiddist alvarlega var þegar ég fótbrotnaði,“ sagði Carragher, sem ætlar að snúa aftur með stæl. „Þetta er ekki auðvelt en það þýðir ekki að væla yfir þessu. Maður verður að vera ákveðinn og ég mun koma sterkur til baka. Þegar aðrir fara að þreytast mæti ég ferskur.“ - hbg Jamie Carragher þarf að taka sér veglegt jólafrí: Frá í þrjá mánuði VONT Carragher var nokkuð þjáður er hann fór úr axlarlið en bar sig vel. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.