Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SAMGÖNGUMÁL Íslenska þróunarfélagið North- ern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbíla- væðingu Íslands sem NLE stendur að. Gísli Gíslason, stjórnarformaður NLE, segir stefnuna ekki einungis vera að flytja 200 rafjeppa til landsins á hverju ári heldur sé stefnt að því að þeir verði settir saman á Íslandi. „Það er mjög líklegt að AMP setji upp samsetningarverksmiðju hér á Íslandi. Það er ekki eins flókið og menn halda. Við fáum svo vonandi fyrstu bílana strax í janúar.“ Gísli útskýrir að samsetningu bílanna megi líkja við módelsmíði. Íslendingar muni hins vegar setja bílana saman, en það skapi störf og spari gjaldeyri. Sighvatur Lárusson, framkvæmdastjóri NLE, segir að félagið velji sér verkefni sem „hafa samfélagslega ábyrgð, skipta máli og hafa langtíma virkni. Stærsta verkefn- ið okkar er þjóðarátak um rafbílavæðingu Íslands og samningurinn við AMP er einn hlutinn af því verkefni, enda þurfum við að tryggja komu rafbíla hingað til lands svo það gangi upp“. Þátttakendur í þjóðarátakinu eru nú þegar fimmtíu stofnanir og fyrirtæki. Umhverfis- ráðuneytið er þar á meðal. „Við stefnum á að fá á næstu mánuðum allt að 300 fyrirtæki og stofnanir til að taka þátt í þjóðarátakinu,“ segir Sighvatur. Pöntun á þúsund bílum hingað til lands er ein sú stærsta sem hefur verið gerð á heims- vísu, skrifar Jim Motavalli á netmiðil CBS fréttastofunnar bnet.com., en Motavalli skrifar að jafnaði fyrir The New York Times. Í grein hans kemur fram að Steve Burns, stjórnarformaður AMP, telji Ísland hafa ein- stakt tækifæri til að verða fyrsta landið þar sem rafbílavæðing geti haft mikla samfé- lagslega þýðingu. Þúsund stórir rafbílar hafi augljóslega mikla þýðingu í landi þar sem um 210 þúsund bílar séu á götunum. Ekki heillast þeir félagar minnst af því að aðeins þarf 50 megavött til að knýja alla bíla hér á landi ef þeim yrði öllum skipt út í allsherjar rafbílavæðingu. Það jafngildir þriðjungi af orkuframleiðslu Blönduvirkjunar. - shá Fimmtudagur skoðun 28 veðrið í dag 2. desember 2010 283. tölublað 10. árgangur Samstaða mikilvæg Logi Már Einarsson er nýkjörinn formaður Arkitektafélagsins. tímamót 38 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður safnar hári og greiðir til hliðar.Finnst gaman að ögraÉ g fór að safna hári í vor því kærastan mín hvatti mig til þess. Ég ætla að safna aðeins síðara en stefni samt ekki á neitt rokkhár,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason þegar Fréttablaðið forvitnast um sléttgreiddan lubbann sem hann hefur sést með á skjánum undanfarið.„Daginn sem ég verð þreyttur á þessu þá klippi ég mig,“ bætir Sölvi við og vill ekki viðurkenna að hann sé að eltast við tískustrauma, en vatns-greitt hár til hliðar hefur sést á höfðum Hollywood-stjarna og á tískupöll-unum á árinu.„Ég er ekki að reyna að vera eins og þessi eða hinn. Það er frekar að ég setji stílinn fyrir aðra,“ segir hann og hlær. „Ég hef gaman af því að prófa mig áfram, bæði í fötum og hári, og ögra sjálfum mér aðeins. Til dæmis hef ég verið í fjólubláum jakka-fötum í þættinum mínum! Ég sæi ekki Loga Bergmann eða Simma Guðmunds hafa það af,“ segir Sölvi og skellir upp úr. „Nei nei, í vinn-unni reyni ég bara að vera snyrtilegur og vel klæddur. Um leið og útlitið dregur athyglina frá því sem er verið að segja er maður kom-inn í vandræði. Kannski er ég að gera það með hárinu á mér! En ef fólk er ánægt með sjálft sig þá ber það allt vel, sama hvort það er hárgreiðsla eða föt.“ heida@frettabladid.is Leikkonan Anne Hathaway verður kynnir á Óskars verðlaunaafhendingunni í febrúar. Fólk er farið að velta fyrir sér í hverju hún verði. Flestir tippa á Armani Prive en aðrir líklegir eru Valent- ino og Marchesa, sem Hathaway heldur mikið upp á, auk Oscars de la Renta, Vivienne West- wood og Erdem. F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is Sérverslun með 20% afsláttur af peysum og bolumst. 36-52 Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildar- punkta Icelandair af allri veltu fram að jólum! 2xfleiri Vildarpunktar Jólabónus Guðni Im pulze Gísli Gald ur Benn i B-Ruff www.rvkunderground.com ALLT Í MJÚKA PAKKANN Á CINTAMANI.IS Íslenskt fyrirtæki vill selja þúsund rafjeppa hér á landi Íslenska fyrirtækið NLE hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á þúsund rafjeppum á Íslandi. Til greina kemur að bílarnir verði settir saman hérlendis. Ætla að fá 300 fyrirtæki til að taka þátt í þjóðarátaki. FÓLK Um 39 þúsund Íslendingar eyða samtals 300 milljónum króna í miða á Frostrósir og Jólagesti Björgvins Halldórssonar, sam- kvæmt útreikningum Fréttablaðs- ins. Þetta verður að teljast algjört einsdæmi í íslenskri tónleikasögu. Bæði Jólagestir og Frostrósir verða með ferna tónleika í Laug- ardalshöllinni og er nánast uppselt á þá alla. Þá mun Frostrósagengið halda 21 tónleika úti á landsbyggð- inni, þar af sex í menningarhúsi Norðurlands, Hofi. Algjört jólatónleikaæði virð- ist hafa gripið Íslendinga því það seldist upp á tvenna aðventutón- leika Baggalúts fyrir norðan án þess að þeir væru auglýstir að ráði. Þá gengur vel að selja miða á jóla- tónleika Sigríðar Beinteinsdóttur í Grafarvogskirkju, Helga Möll- er verður með jólatónleika í Laug- arneskirkju um miðjan mánuðinn og svo verða 33. Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju á sínum stað. - fgg / sjá síðu 70 Íslendinga þyrstir í jólatónleika og metfjöldi fer á Frostrósir og Jólagesti Björgvins: Þrjú hundruð milljónir í jólatónleika LÉTTIR TIL Í dag má búast við norðlægum áttum, 3-8 m/s en hvassara við S- og SA-ströndina. Horfur eru á stöku éljum við suðaustur og austurströndina en annars verður bjart með köflum. VEÐUR 4 1 -2 -3 -4 -1 Ný og látlaus fatalína Útskrifaðist úr skólanum sem fóstrar Project Runway allt 4 Leita að arftaka Stiegs Bókaforlög reyna að selja næsta Stieg Larsson. fólk 54 ■ Fer allt að 240 kílómetra á hverri hleðslu. ■ Nær 100 kílómetra hraða á innan við sjö sekúndum. ■ Hámarkshraði læstur í 150 kílómetrum á klukkustund. ■ Fimm klukkustundir tekur að fullhlaða raf- hlöðuna ef hún er tóm Rafjeppinn Fjórar tilnefndar Fjórar konur hljóta tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. menning 44 Á KAFI Í SNJÓ Óvenju mikil snjókoma hefur verið í Frakklandi og víðar í Evrópu sem hefur sett allar samgöngur úr skorðum. Í borginni Lyon í Frakklandi þurfti að aflýsa 116 flugum auk þess sem tíu þúsund vöru- bílar komust ekki leiðar sinnar. Þessir krakkar létu það þó ekki á sig fá og skemmtu sér konunglega fyrir framan parísarhjólið í Bellecour í Lyon. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Ekki er útilokað að slita- stjórn Landsbankans sæki bætur til Björgólfsfeðga og fyrrver- andi bankaráðs gamla Lands- bankans vegna ákvarðana og lánveitinga í aðdraganda bankahrunsins. Tveir fyrr- verandi banka- stjórar og for- stöðumaður fyrirtækjasviðs bankans hafa verið krafðir um tugi milljarða vegna vanrækslu í starfi. Ekki er útilokað að bætur verði sömuleiðis sóttar til endurskoð- enda bankans. „Enginn getur keypt sér frið- helgi,“ segir Herdís Hallmars- dóttir, sem sæti á í slitstjórn Landsbankans. - jab / sjá síðu 24 Fara gegn bankastjórunum: Segir engan kaupa friðhelgi HERDÍS HALLMARSDÓTTIR Fram upp í 2. sætið Fram vann sinn sjötta sigur í röð í N1 deild karla í gær. sport 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.