Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 12
12 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN Harkalegustu við- brögðin við birtingu leyniskjala bandarísku utanríkisþjónust- unnar á Wikileaks komu frá Tom Flanagan, sem er ráðgjafi forsæt- isráðherra Kanada, Toms Harper. „Satt að segja tel ég að það ætti að taka Assange af lífi,“ sagði Flanag- an í sjónvarpsviðtali. Mike Huckabee, fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, segir hins vegar að sá Bandaríkjamaður sem lak skjölunum til Wikileaks eigi dauða- refsingu skilda fyrir landráð. Bandarísk stjórnvöld reyna hins vegar að hraða í gegnum þingið nýjum lögum um vernd uppljóstr- ara. Þau eiga að gera ríkisstarfs- mönnum kleift að gefa viðeigandi ríkisstofnunum viðkvæmar upp- lýsingar um spillingu, sóun og lélega stjórnun stofnana sem þeir starfa hjá, án þess að eiga á hættu brottrekstur, málshöfðun eða aðra refsingu. Tilgangurinn er sá að veita fólki annan farveg fyrir gagnrýni sína en að senda viðkvæmar upplýsing- ar til Wikileaks eða annarra sam- taka af svipuðu tagi. „Þangað til þessi lög verða sam- þykkt mun Wikileaks áfram vera öruggasta leiðin fyrir uppljóstr- ara sem ekki hafa áhuga á að útrýma sjálfum sér af starfsvett- vangi sínum,“ segir Tom Devine, lögfræðilegur framkvæmdastjóri óháðra bandarískra samtaka sem heita Government Accountability Project. Þau voru stofnuð árið 1977 og vinna að því að tryggja öryggi uppljóstrara. Bandaríkin hafa harðlega for- dæmt birtingu Wikileaks á leyni- skjölunum, þar sem finna má upp- lýsingar úr trúnaðarsamtölum, meðal annars skoðanir banda- rískra stjórnarerindreka á stjórn- málamönnum ýmissa ríkja. „Þessi uppljóstrun er ekki aðeins árás á utanríkishagsmuni Banda- ríkjanna. Þetta er árás á alþjóða- samfélagið,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem varð uppvís að því að hafa beðið leyniþjónustumenn að safna viðkvæmum persónuupplýsingum um yfirmenn hjá Sameinuðu þjóð- unum. Víðast hvar hafa ráðamenn annarra landa tekið í svipaðan streng, þótt orðalagið sé misjafn- lega afdráttarlaust. Kínversk stjórnvöld ákváðu að taka enga áhættu og lokuðu ein- faldlega á vefsíðuna svo almenn- ingur í Kína fengi örugglega ekki að lesa sitthvað sem gæti þótt vandræðalegt fyrir stjórnina. gudsteinn@frettabladid.is Heimtar að Assange verði tekinn af lífi Ráðgjafi forsætisráðherra Kanada vill að Julian Ass- ange verði tekinn af lífi. Kínverjar lokuðu vefsíðu Wikileaks. Bandaríkjamenn ætla að setja ný lög til verndar uppljóstrurum, í von um að stöðva lekann. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan karlmann fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að ráðast á konu, misþyrma henni og hrinda í baðkar. Þá er maður- inn ákærður fyrir vopnalagabrot og fleira. Það var í lok september á þessu ári sem maðurinn réðst á konuna í heimahúsi. Hann sló hana í höfuðið með hnúajárni svo hún féll í gólf- ið. Þar sem hún lá sló hann hana ítrekað með handarjaðrinum, með hnefann krepptan um hnúajárnið, bæði í höfuð og líkama. Eftir þetta greip hann um háls hennar og lyfti henni upp að vegg. Þar þrengdi hann svo að öndun- arvegi hennar að henni sortnaði fyrir augum. Maðurinn sleppti þá takinu og hrinti henni svo að hún féll niður og lenti ofan í baðkari. Konan hlaut sár, bólgur og mar á höfði og víðs vegar á líkama. Eftir þetta ók maðurinn undir áhrifum fíkniefna og án ökurétt- ar þar til lögregla stöðvaði hann við Rauðavatn. Í vasa hans fannst hnúajárnið, svo og amfetamín í bílnum. Konan krefst tæplega 1,6 millj- óna króna í skaðabætur. - jss Ríkissaksóknari ákærir mann um þrítugt fyrir sérlega hættulega líkamsárás: Réðst á konu með hnúajárni IÐNAÐUR Í tilefni áttatíu ára afmælis hitaveitunnar verður opið hús hjá Orkuveitu Reykja- víkur á laugardaginn, 4. desem- ber. Gestum og gangandi er boðið að fræðast um heita vatnið og sjá hvernig unnið er hjá Orkuveit- unni. „Um leið verður hitaveit- an úr Hellisheiðarvirkjun afhent formlega til reksturs, en virkj- unin framleiðir einnig rafmagn,“ segir á vef Orkuveitunnar. Opið verður á Bæjarhálsi milli klukkan eitt og fjögur. - óká Orkuveitan með opið hús: Áttatíu ára af- mæli fagnað WIKILEAKS Í PAKISTAN Viðskiptavinur í raftækjaverslun í Pakistan les um kjarnorku- áform stjórnar landsins á sjónvarpsskjá. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þessi uppljóstrun er ekki aðeins árás á utanríkishagsmuni Bandaríkj- anna. Þetta er árás á alþjóða- samfélagið. HILLARY CLINTON UTANRÍKISRÁÐHERRA BANDARÍKJANN Allir Samfylkingarfélagar velkomnir Betri stjórnmál Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar, Hótel Loftleiðum, laugardaginn 4. desember kl. 11.00 Skráning og afh ending fundargagna frá kl. 10.00 kl. 11.00 Jóhanna Sigurðardóttir, formaður, setur fundinn Dagur B. Eggertsson, varaformaður Næstu skref í umbótastarfi Samfylkingarinnar kl. 11.15 Verkstjórn umbótanefndar kynnir tillögur nefndarinnar Ásgeir Beinteinsson, Hólmfríður Sveinsdóttir, Jón Ólafsson og Kolbrún Benediktsdóttir Verkstjórn svarar fyrirspurnum kl. 12.30 Matarhlé kl. 13.00 Hringborðsumræður - viðbrögð og sjónarmið fl okksfélaga Hvernig tryggjum við vandaða meðferð tillagna umbótanefndar? Fundargestir vinna á hringborðum kl. 14.15 Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Betri stjórnmál – ábyrgð Samfylkingarinnar Almennar umræður Áætluð fundarlok kl. 15.30 Fundarstjóri: Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar - tillögur umbótanefndar, kynning og umræður xs.is ELDUR Í ISTANBÚL Mikill eldur kom upp í sögufrægri lestarstöð í Istanbúl í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKAR 2010 Í HÁSKÓLABÍÓIBUBBI MORTHENS BYLGJAN KYNNIR: ÁRLEGIR ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKAR BUBBA MORTHENS VERÐA Í HÁSKÓLABÍÓI ÞANN 23. DESEMBER OG HEFJAST KL. 22.00. SÉRSTAKUR GESTUR BUBBA ER JÓNAS SIGURÐSSON. MIÐASALA ER HAFIN Á MIDI.IS. MIÐAVERÐ 3.500 KR. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á PRIME.IS. RAUÐAVATN Lögreglan stöðvaði mann- inn við Rauðavatn og handtók hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.