Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 16
16 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR Seta á stjórnlagaþingi er fullt starf. Aðsetur þess verður í fyrrum húsnæði Háskólans í Reykjavík í Ofanleiti. Verkefni þingsins er að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá og senda Alþingi til meðferðar. Þing- ið er friðheilagt að lögum. Þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþingi fá frí frá vinnu á meðan þingið situr. Í lögum um þingið segir að þeir sem taki sæti á stjórnlagaþingi og bera skyldur samkvæmt ráðning- ar- og kjarasamningum eiga rétt á leyfi frá störfum sínum þann tíma sem þeir gegna þingstörfum. Eftir því sem næst verður komist er þetta einstakt ákvæði í íslensk- um lögum. Fá, ef nokkur dæmi eru þess að starfsmanni á almennum vinnumarkaði sé með lögum veitt frí í vinnu til að gegna öðru starfi. Í lögum um þingfararkaup er kveðið á um rétt manna til að fá leyfi frá opinberu starfi til að gegna þingmennsku. Hvergi er minnst á einkamarkaðinn. Helst er að finna fyrirmynd frí- ákvæðisins í lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í þeim segir að ráðningarsamband haldist óbreytt í orlofi. Starfsmaður eigi rétt á að hverfa aftur í starf sitt að orlofi loknu. Sé þess ekki kostur skuli hann eiga rétt á sambærilegu starfi hjá vinnuveitanda. Stjórnlagaþingmenn fá sömu laun og alþingismenn. Þau eru 520 þúsund krónur á mánuði. Forseti þingsins, sem þingmenn kjósa úr eigin röðum, fær sömu laun og for- seti Alþingis. Þau eru samsvarandi launum ráðherra og nema 855 þús- und krónum á mánuði. Þrjár starfsnefndir starfa á vegum stjórnlagaþings. Formenn þeirra fá greitt fimmtán prósenta álag ofan á laun sín, samsvar- andi álagi formanna fastanefnda Alþingis. Formenn nefnda stjórn- lagaþingsins fá því rétt tæpar sex hundruð þúsund krónur á mánuði. Fulltrúar á stjórnlagaþingi sem búa utan höfuðborgarsvæðisins fá greiddan vikulegan ferðakostnað og verður þeim séð fyrir gistingu í Reykjavík. Samkvæmt lögum um stjórn- lagaþing skal það koma saman eigi síðar en 15. febrúar 2011 og ljúka störfum 15. apríl 2011. Þingið getur sjálft ákveðið að ljúka störfum fyrr en sjái það fram á að geta ekki lokið skyldum sínum á tveimur mánuð- um getur það óskað eftir því við Alþingi að starfstími þess verði framlengdur um aðra tvo mánuði. Stjórnlagaþing nýtur sömu verndar og Alþingi samkvæmt stjórnarskrá og XI. kafla almennra hegningarlaga. Í 36. grein stjórnar- skrárinnar segir: „Alþingi er frið- heilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.“ Í ellefta kafla almennra hegn- ingarlaga er meðal annars hin fræga hundraðasta grein en hún er svohljóðandi: „Hver, sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjálfræði þess er hætta búin, lætur boð út ganga, sem að því lýtur, eða hlýðir slíku boði, skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár, og getur refsing- in orðið ævilangt fangelsi, ef sakir eru mjög miklar.“ Aðsetur stjórnlagaþingsins verður í Ofanleiti 2. Þar var áður Háskólinn í Reykjavík til húsa. Á fyrstu hæð verður þingsalur, nefndaaðstaða verður á annarri hæð og á þeirri fimmtu starfsað- staða þingmanna og starfsfólks. Húsnæðið þykir henta vel undir starfsemina og þarf ekki að ráðast í breytingar á innréttingum. Kostnaður við stjórnlagaþingið mun liggja öðru hvoru megin við hálfan milljarð króna. Kostnað- ur við þingið sjálft er talinn verða rúmar 200 milljónir og kosningar til þess kostuðu um 230 milljónir. Til viðbótar er kostnaður við aðra þætti, svo sem þjóðfund um stjórnarskrá. FRÉTTASKÝRING: Stjórnlagaþingið tekur til starfa í febrúar Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is Fá frí frá störfum og laun alþingismanna Hlutverk, viðfangsefni og skipulag Hlutverk stjórnlagaþings er ein- faldlega að endurskoða stjórnar- skrána. Samkvæmt lögunum sem um þingið gilda ber því að taka sér- staklega til umfjöllunar eftirfarandi þætti: 1. Undirstöður íslenskrar stjórn- skipunar og helstu grunnhugtök hennar. 2. Skipan löggjafarvalds og fram- kvæmdarvalds og valdmörk þeirra. 3. Hlutverk og stöðu forseta lýð- veldisins. 4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. 5. Ákvæði um kosningar og kjör- dæmaskipan. 6. Lýðræðislega þátttöku almenn- ings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæða- greiðslu, þar á meðal um frum- varp til stjórnarskipunarlaga. 7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofn- ana og meðferð utanríkismála. 8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúru- auðlinda. Þingið getur svo ákveðið að taka fleiri þætti til umfjöllunar. Stjórnlagaþing kýs sér forseta og varaforseta og formenn þriggja starfsnefnda þingsins. Þeir fimm skipa forsætisnefnd stjórnlaga- þings. Starfsnefndirnar, sem í sitja tveir þingfulltrúar auk formanns, eru: 1. Nefnd um undirstöður íslenskr- ar stjórnskipunar, dómstóla og réttarríkið. 2. Nefnd um skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og hlut- verk forseta lýðveldisins. 3. Nefnd um kosningamál og þjóð- aratkvæðagreiðslur. Allir þingfulltrúar eiga seturétt á fundum nefnda með málfrelsi og tillögurétti. HÚSAKYNNIN Aðsetur stjórnlaga- þings verður í fyrrum húsnæði Háskólans í Reykjavík. Þingfundir stjórnlagaþings verða haldnir í heyranda hljóði og eru öllum opnir eftir því sem húsrúm leyfir. Nefndir þingsins geta einnig ákveðið að halda fundi sína í heyranda hljóði og opna öllum eftir því sem húsrúm leyfir. Allir geta lagt fram tillögur Stjórnlagaþing mun auglýsa með víðtækum hætti eftir tillögum frá almenn- ingi, hagsmunasamtökum eða öðrum sem kunna að vilja koma tillögum sínum og öðrum erindum á framfæri við þingið. Í heyranda hljóði og kallað eftir tillögum Verklag stjórnlagaþingsins verður, í grófum dráttum, tvískipt. Fyrst verður fjallað í nefndum um tiltekin viðfangsefni. Þegar niðurstöður og tillögur liggja fyrir mun forsætisnefnd undirbúa frumvarp til stjórnskipunarlaga. Þá hefst meðferð þingsins á frumvarpinu sem rætt verður við tvær umræður. Við fyrri umræðu skal ræða frumvarpið í heild. Að henni lokinni veita starfsnefndir umsagnir og forsætisnefnd veitir álit. Að því búnu verða einstakar greinar frumvarpsins ræddar og breytingartillögur við þær. Hverj- um þingfulltrúa er frjálst að leggja fram breytingartillögur. Þegar umræðu er lokið verða atkvæði greidd um hverja grein frumvarps- ins og breytingartillögur við þær. Þegar stjórnlagaþing hefur samþykkt frumvarp til stjórnskipunarlaga skal það sent Alþingi til meðferðar. Verklagið EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON ÁSTRÓS GUNNLAUGS- DÓTTIR ARNFRÍÐUR GUÐMUNDS- DÓTTIR DÖGG HARÐAR- DÓTTIR ERLINGUR SIGURÐAR- SON ÞORKELL HELGASON ARI TEITSSONFREYJA HARALDS- DÓTTIR PÉTUR GUNNLAUGS- SON SILJA BÁRA ÓMARS- DÓTTIR VILHJÁLMUR ÞORSTEINS- SON PAWEL BARTOSZEK LÝÐUR ÁRNASON ÞÓRHILDUR ÞORLEIFS- DÓTTIR ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON ÞORVALDUR GYLFASON SALVÖR NORDAL ÓMAR RAGNARS- SON ILLUGI JÖKULSSON ANDRÉS MAGNÚSSON KATRÍN ODDSDÓTTIR INGA LIND KARLSDÓTT- IR GUÐMUND- UR GUNN- ARSSON GÍSLI TRYGGVASON KATRÍN FJELDSTED Domo.is • Þingholtsstræti 5 Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára og geta 3 börn verið með hverjum foreldrum og tvo börn með einu foreldri. Borðið kostar 7300 fyrir fullorðna. Gildir alla sunnudaga til jóla opið frá kl 17.00 Borðapantanir í síma 5525588 eða domo@domo.is Frítt fyrir börnin á jólahlaðborð Domo. STJÓRNARSKRÁIN Kristján níundi gaf Íslendingum stjórnar- skrá árið 1874. Kristj- áni var reist stytta sem Einar Jónsson myndhöggvari gerði. Stendur hún við Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.