Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 18
18 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, um fyrirhugað álver í Helguvík Enn eru framkvæmdir við fyrirhugað álver Norður- áls í Helguvík í biðstöðu. Ragnar Guðmundsson forstjóri segir allar for- sendur liggja fyrir af hálfu fyrirtækisins, öll leyfi séu fyrir hendi og fjármögnun liggi fyrir. Hins vegar sé beðið eftir staðfestingu frá orkufyrirtækjum varðandi orkuafhendingu. Í viðtali við Þorgils Jónsson segir Ragnar mikilvægt að koma málinu á rekspöl, enda sé mikil þörf á uppbyggingu og verðmætasköpun eins og málum sé háttað hér á landi. Hverju sæta þessar tafir á Helgu- víkurverkefninu? Fimm ár eru liðin síðan undir- búningur hófst og við byrjuðum framkvæmdir 2008. Þá var HS Orka búin að panta túrbínu fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar og menn voru komnir með ákveðn- ar áætlanir verðandi undirbúning og fjármögnun sem var verið að vinna eftir. Síðan brast kreppan á um haustið og breytti forsendum hjá öllum aðilum tímabundið. Meðal annars breyttist efnahag- urinn hjá orkufyrirtækjunum mjög snögglega vegna gengishrunsins og aðgangur þeirra að fjármagni minnkaði tímabundið. Á sama tíma eru síðan tafir á leyfisferli og öðrum undirbúningi, sem hefur tekið lengri tíma en var áætlað. Við sjáum líka að það fer í gang ákveð- in hringekja með eignarhaldið í HS Orku. Þá hafa áætlanir HS Orku um orkuöflun, eins og þær voru kynnt- ar í upphafi, ekki staðist, hverju svo sem þar er um að kenna. Er orsaka þessara tafa að finna hjá stjórnvöldum? Ríkisstjórnin undirritaði fjárfest- ingarsamning við okkur á síðasta ári og iðnaðarráðherra hefur nýlega tekið frumkvæði með uppsetningu samráðsvettvangs allra aðila. Svo tóku sveitarfélögin sig saman um að ráða mann til að greiða úr málum, þannig að það er allt á réttri leið. Fjárfestingarsamningurinn er skýr og um hann gilda lög frá Alþingi. Hann er mjög mikilvægur í augum móðurfélags Norðuráls. Hins vegar hafa ýmsir hlutir tekið allt of lang- an tíma í opinbera kerfinu. Marga mánuði hefur tekið að klára kærur og skipulagsbreytingar og atburða- rásin í kringum eignarhald Hita- veitu Suðurnesja hefur valdið mikl- um töfum og áhyggjum fjárfesta erlendis. Hvar strandar málið þá núna? Það má segja að bæði hafi leyfis- mál tekið lengri tíma en ætlað var og menn hafa jafnvel verið meðvit- að að tefja fyrir því ferli, eins og til dæmis í neðri Þjórsá. Það tefur fyrir og það er líka eldsneyti í þá villandi umræðu að ekki sé til næg orka fyrir stóriðju. Fórum ekki of bratt af stað Fóruð þið of bratt af stað ef litið er til baka? Við fórum ekki af stað fyrr en fyrir lá mat á umhverfisáhrifum fyrir 800 MW hér á suðvesturhorn- inu og við þurfum 150 MW fyrir hvern áfanga, svo það á að vera úr nægu að spila. Þegar við sömdum við HS á sínum tíma voru sveitarfé- lögin á svæðinu eigendur fyrirtæk- isins og allar orkulindir sem rætt var um í landi sveitarfélaganna. Þau sátu því í stjórn, vissu af öllum samningum og samþykktu þá, en það breyttist þegar á leið. Varð þá forsendubrestur eftir að þið komust á fulla ferð í undirbún- ingi? Nei, ekki forsendubrestur, en aðstæður breyttust töluvert og hrunið hefur áhrif á alla aðila tímabundið. Mikilvægt er að horfa á málið í heild en sumar forsendur eru nú hagstæðari en áður. Allar tekjur eru í Bandaríkjadölum, en framkvæmdakostnaður er að hluta í íslenskum krónum, sem gerir inn- lendar framkvæmdir ódýrari auk þess sem staða á verktakamarkaði ætti að skila sér í hagstæðari tilboð- um. Á móti hærra vaxtaálagi koma mjög lágir grunnvextir og lang- tímahorfur með álverð eru betri en þegar samningarnir voru gerðir. Við hjá Norðuráli teljum aðstæður að öllu samanlögðu ásættanlegar og erum tilbúin að fara strax af stað. Það stendur ekki á okkur. Hagkvæm staðsetning í Helguvík Hefði ekki verið hyggilegra að stækka álverksmiðjuna á Grund- artanga í stað þess að reisa nýja í Helguvík? Við erum í raun að nýta nánast öll þau starfsleyfi og mat á umhverfis- áhrifum sem eru á Grundartanga og erum mjög stór vinnuveitandi á því svæði. Hugsunin með stað- setningunni í Helguvík er að vera nálægt þeim orkuuppsprettum sem eru á Reykjanesi. Þetta snýst því líka um hagkvæmni í orkuflutn- ingum, en okkur finnst einnig skyn- samlegt að horfa til hafnarinnar í Helguvík, sem þegar hefur verið byggð og hentar með tiltölulega litlum breytingum vel fyrir þessa starfsemi. Svo er þar líka mjög öflugur vinnumarkaður sem við horfum til, þannig að verkefnið passaði mjög vel inn í þetta samfélag að okkar mati. Þangað vantaði starfsemi af því tagi sem getur nýtt þann menntunargrunn sem var á svæð- inu, en þarna er til dæmis mikið af iðnaðarmönnum sem hafa unnið fyrir varnarliðið. Eins er líka mik- ill sjávarútvegur þarna á svæðinu og við erum að nota að mörgu leyti sömu þjónustu og sá geiri, til dæmis varðandi þjónustu vélsmiðja og annarra iðn- fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt. Um helmingur þeirra starfa sem verða til koma af höfuðborg- arsvæðinu og þar skipta góðar samgöngur miklu máli. Svo skiptir það líka máli að sveitarfélögin ætluðu öll, sem eigend- ur HS, að vinna að þessu verkefni. Og þegar allir aðilar hafa komið sér saman eru allar forsendur til þess að byggja upp heilbrigðan og góðan rekstur. Hvaða hlutverki hefur opinber umræða um stóriðju og orkumál gegnt í ferlinu? Það hafa verið ýmsar rangfærsl- ur þar sem efnahagsleg umræða hefur verið á villigötum og eins þegar menn hafa stillt málinu upp með þeim hætti að áliðnaðurinn ógni annarri atvinnuuppbyggingu með því að taka til sína alla fáan- lega orku. Staðreyndin er þó sú, varðandi orkukosti hér á suðvest- urhorninu, að búið er að vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir meira en 800 MW á svæðinu og jafnvel talað um að það séu um 1.400 til 1.500 MW í þeim kostum sem hafa minnst umhverfisáhrif, þannig að það á að vera til orka fyrir hvern sem er og margs konar starf- semi. Það væri bara gott að fá fleiri tegundir af fyrirtækjum inn á svæð- ið og mjög jákvætt fyrir okkur. Við eigum til að mynda mjög gott samstarf við járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga þar sem við sameinumst um ýmsa þjónustu sem skilar báðum fyrirtækj- um hagræði. Ég held að þetta geti allt unnið saman og það sé bara ekki rétt að stilla einni atvinnugrein upp á móti öðrum. Andstaða við álið í ætt við trúarbrögð Hvernig horfir fyrir áliðnaði um þessar mundir? Þessi iðnaður er þess eðlis að menn verða að gera ráð fyrir sveifl- um, en horfurnar eru nokkuð góðar þar sem allar spár gefa til kynna verulega aukningu á álnotkun. Þar munar ekki minnst um aukna notk- un í farartækjum, en álið á vel við kröfur um aukinn léttleika til að spara eldsneyti og aukinn styrk og öryggi en miðað við sama styrk er ál þrefalt léttara en stál. Það er í raun verið að sækjast eftir áli í farartæki af umhverfisástæð- um til að létta bíla og járnbrautir og þar af leiðandi minnka kolefnis- útblástur þannig að mótrökin eftir umhverfissjónarmiðum bíta svo- lítið í halann á sér. Við erum að horfa upp á hnattrænt vandamál sem verður að horfa á heildrænt til að finna bestu lausnina, meðal annars með því að hafa stjórn á neyslunni, sem stýrir eftirspurn- inni eftir öllum hlutum, og reyna að lágmarka áhrif þeirrar neyslu sem á sér stað. Ef litið er framhjá orkumálum, snýst málið kannski um að almenningur hefur efasemdir við meiri stóriðju? Það kom skýrt fram í könnun sem var gerð fyrir Samál fyrir stuttu að viðhorf til áliðnaðar hér á landi er geysilega jákvætt, sérstak- lega meðal þeirra sem eru búsett- ir nálægt álverunum, og það sýnir að við erum að reyna að vinna með nágrönnum okkar og standa okkur vel. Þetta virðist hins vegar vera ákveðin pólitísk stöðutaka að stilla okkur upp sem einhverju neikvæðu og er í ætt við trúarbrögð þar sem verður að vera eitthvað vont til að þjappa sér saman gegn. Það er bara liður í áróðurstækni að stilla þessu upp með þessum hætti. Telur þú þá að almenningur sé að snúast á sveif með Helguvíkurverk- efninu? Almennt held ég að fólk beri ágætt skynbragð á mikilvægi iðn- aðarins fyrir hag Íslands sem ein af okkar undirstöðuatvinnugrein- um. Þar er hægt að bera saman við sjávarútveginn, sem hefur líka verið að ganga í gegnum ákveðna þróun í ætt við þessa klasahugsun sem hefur verið í umræðunni. Við sjáum hvernig ýmis konar fyrir- tæki hafa verið að spretta upp sem ættu ekki undirstöðu ef ekki væri íslenskur sjávarútvegur. Þar eru þekkingarfyrirtæki, fjármálafyr- irtæki og fleira og það sama má sjá í áliðnaðinum. Með því að hafa þrjú fyrirtæki á markaðnum eru mikil umsvif. Fyrirtæki sem hafa verið að þjónusta okkur eru farin að selja sína þekkingu út fyrir landsteinana og sá hópur er sívaxandi. Varðandi orkugeirann er sú þekking mikil- væg sem orðið hefur í byggingu og rekstri jarðvarmavirkjana sem skapar okkur ákveðna sérstöðu. Sú þekking væri í raun ekki til í sama mæli á Íslandi nema af því að menn hafa getað byggt upp þessi fyrirtæki og þekkinguna í kring- um þau á síðustu árum og áratug- um, meðal annars með því að selja orku til stóriðju þar sem frumtekj- urnar liggja og byggja utan á sig. Þetta hangir allt saman og nú eru fjölmörg tækifæri fyrir íslensk fyr- irtæki erlendis. Við finnum fyrir mjög miklum og víðtækum stuðningi við Helgu- víkurverkefnið, alls staðar í þjóðfé- laginu. Fólk hefur þungar áhyggj- ur af stöðu atvinnumála og þekkir af fenginni reynslu að svona verk- efni skila miklum árangri. Það er alveg sama hvert ég fer, það er allt- af sama spurningin: Hvenær ætlið þið að fara á fulla ferð? Tilbúnir að fara strax af stað BJARTSÝNN Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segist finna almennan stuðning við álver í Helguvík, enda geti það skipt sköpum fyrir efnahagslífið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Við finnum fyrir mjög miklum og víðtækum stuðningi við Helguvíkur- verkefnið, alls staðar í þjóðfélaginu. Ragnar segist sannfærður um að framkvæmdir geti komist fljótt á beinu braut- ina. Það gæti haft með sér mikil jákvæð áhrif, ekki síst í atvinnumálum þar sem 10.000 störf munu myndast á framkvæmdatímanum og 2.000 störf yrðu til fram- búðar. „Verkefnið getur valdið straumhvörfum í atvinnu- málum á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Það getur haft mikil áhrif á lífskjör á landinu, atvinnustig og annað slíkt. Það hefur sýnt sig með því að spár gera ráð fyrir innan við tveggja prósenta hagvexti á næsta ári, en helmingi meiri ef hjólin fara að snúast í Helguvík. Svo hafa framkvæmdirnar ekki síst óbein áhrif, til dæmis á væntingar fólks sem fer að sjá að það sé eitthvað nýtt að fara að gerast. Það hefur svo þau áhrif að almenningur fer að hugsa öðruvísi um eigin buddu. Fólk fer að eyða peninum í viðhald á húsum, kaup á bílum eða lista- verkum eða í að fara frekar út að borða. Ég held að þessi huglægu áhrif séu mjög mikilvæg í þessu og fleiri stórum verkefnum sem verið er að vinna að. Íslenskt efnahagslíf getur tekið miklum breytingum á stuttum tíma ef menn einsetja sér að klára þessi mál og gera þau fljótt og vel og sérstaklega getur þetta hjálpað minni fyrirtækjum, sem munar um öll verkefni.“ Samfélagsleg áhrif álvers í Helguvík FRÁ FRAMKVÆMDUM Í HELGUVÍK. Ragnar segir verkefnið í Helguvík geta valdið straumhvörfum í atvinnumálum á Suðurnesjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.