Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 22
22 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR22 hagur heimilanna 937 KRÓNUR er meðalverðið á sveppum í verslunum landsins í nóvember samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Verðið hefur hækkað um 45 prósent frá árinu 2006, þegar það var 645 krónur. Laufabrauðsgerð hefur ver- ið hluti af jólaundirbúningi fjölda Íslendinga í gegnum árin. Þó hefur þessi alda- gamla hefð átt undir högg að sækja á síðustu árum og sækja nú fjölskyldur enn meira í stórmarkaði og bakarí til þess að kaupa kökurnar tilbúnar. Hjördís Stefánsdóttir, hússtjórn- arkennari við Verkmenntaskól- ann á Akureyri, segir að alltaf geti færri og færri heimili sinnt því að baka sitt eigið laufabrauð, skera það út og steikja. Oft nýti fólk sér þjónustu hjá bökurum og stórmörkuðum til þess að birgja sig upp fyrir jólin. Hjördís segist sjálf kaupa til- búið laufabrauð hjá bakara á Akureyri sem henni þykir búa til laufabrauðsdeig sem líkist mest hennar eigin. Svo býr hún einn- ig til deig frá grunni og sker út til þess að fá afgangana þegar kökurnar eru skornar. „Það er alveg dásamlegt að fá svoleiðis,“ segir Hjördís. „Það er ekki síst vegna afganganna sem ég baka mitt eigið deig.“ Þótt það sé heilmikil vinna að hnoða, fletja út, skera og steikja sitt eigið laufabrauð getur það svo sannarlega borgað sig. Laus- leg verðkönnun Fréttablaðsins leiddi í ljós að verð á ósteiktum laufabrauðskökum í bakaríum landsins getur verið allt á bilinu 50 til 80 krónur og steiktar kökur geta kostað frá 100 til 130 krón- ur stykkið. Sá fyrirvari er gef- inn að ef keypt er mikið magn af laufabrauðskökum getur verðið lækkað. Könnunin var ekki tæm- andi og er því mögulegt að verð sé lægra eða hærra í öðrum bak- aríum. Heimagert laufabrauð er betra, hagkvæmara og skemmtilegra Hráefni 750 g hveiti ¾ tsk. salt 1½ msk. sykur 1/8 tsk. hjart- arsalt 1/8 tsk. lyftiduft 50 g smjörlíki 5 dl mjólk Aðferð Öllu þurrefni blandað saman í hrærivélarskál. Smjörlíkið er brætt í potti og mjólkinni hellt út í. Blandan hituð að suðu, síðan kæld svo verði rétt ylvolgt. Hellt saman við þurrefnin og hrært vel saman í hrærivélinni. Deigið á að vera passlega mjúkt. Hnoðað aðeins á borði og skipt í 2 til 3 lengjur. Lengjurnar skulu geymdar í plasti í nokkrar klukkustundir eða til næsta dags. Þá verður auðveldara að breiða deig- ið út í mjög þunnar kökur. Notið disk eða eitthvert annað kringlótt form til þess að skera kökurnar út. Geymið afgangana og steikið. Gott er að láta eldhúspappír á milli kaka (5 til 10 í hverjum bunka) til að þær haldist rakar. Skerið út falleg munstur í kökurnar með vasahníf eða laufabrauðsjárni og flettið. Steiking Hitið steikingarfeiti í djúp- um, víðum potti. Feitin er tilbúin þegar byrjar að rjúka úr henni. Leggið eina köku í feitina í einu - gott er að nota steik- ingargaffal til að snúa þeim. Steikið í nokkrar sekúndur og snúið síðan við. Þegar þær eru gull- inbrúnar eru þær veiddar upp úr og lagðar á þykkt lag af eldhúspappír eða gömlum dagblöðum og feitin látin renna af þeim. Setjið einnig blöð ofan á kökurnar, þrýstið létt ofan á flötum diski til að þær verði sléttar. Látið kökurn- ar kólna alveg og geymið þær í lokuðum bauk. Laufabrauð Hjördísar, um 50 kökur Verðkönnun* Krónur Hveiti, 1 kg: 100 Smjörlíki, 250 g: 160 Mjólk, 1 lítri: 107 Steikingarfeiti, 2,5 kg: 1.200 SAMTALS: 1.567 gerir meira en 50 kökur. 50 ósteiktar kökur: 3.250 (65 krónur stykkið) 50 steiktar kökur: 6.000 (120 krónur stykkið) *Athugið að verð er byggt á lauslegri könnun og er sá fyrir vari gefinn að það geti verið hærra eða lægra hjá ýmsum verslunum. Hjördís segir að stemningin ein og sér sé þess virði að fjöl- skyldur komi saman til að skera laufabrauð fyrir jólin, svo ekki sé minnst á sparnaðinn. „Fjölskyldur sameinast í þess- ari gömlu hefð. Hlusta á jólalög, spjalla saman og kenna börnum að skera út og fletta kökunum,“ segir hún. „Og þegar stórar fjöl- skyldur eru að gera um hundrað kökur eða jafnvel fleiri, þá kemur fljótt í ljós að það borgar sig. Það munar miklu upp á kostnaðinn.“ Hvort sem fólk er að hugsa um útgjöld fyrir jólin eða það eitt að skapa jólalega fjölskyldustemn- ingu er ljóst að það getur munað miklu að gera sitt eigið laufabrauð í stað þess að kaupa það tilbúið í næstu búð. sunna@frettabladid.is LAUFABRAUÐIÐ SKORIÐ Hjördís og móðir hennar að skera út laufabrauð við kerta- ljós, konfekt og jólatónlist. Mæðg urnar notast eingöngu við vasahnífa við útskurðinn. MYND/HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR Bergur Ebbi segir hefðina í kringum húsráð hafa gjörbreyst á síðustu árum. Þau séu ekki lengur þessi alþýðufróðleikur sem var. „Ég gúggla bara allt sem ég þarf að vita. Til dæmis hvernig á að bóna bíl, þrífa ofn, hlutfallið milli kanils og sykurs og svo framvegis. Þar fær maður yfirleitt betri svör en hjá einhverjum gömlum frænkum. Netið hefur tekið mystíkina úr þessu, það eru engar leyniuppskriftir eða þess háttar lengur. Þetta er allt á netinu.“ GÓÐ HÚSRÁÐ Gúgglið tekur frænkunum fram Bergur Ebbi Benediktsson, lögfræðingur, tónlistarmaður og rithöfundur. Verstu kaupin eru áreiðanlega þegar ég fór að skipta um bíl,“ segir Hannes Óskarsson, póstmaður á Ísafirði. „Ég átti gamlan Subaru-station og líkaði vel við hann en fór út í þá vitleysu að selja hann fyrir lítinn pening. Ég keypti annan bíl og var ein fjögur ár að borga hann niður en slapp fyrir horn nokkrum mánuðum áður en fjár- magnsskandallinn gekk yfir. Sá bíll hefur reynst mér dálítið þungur í skauti. Hann er alkohól- isti á bensínið. Þettar er fjórhjóladrifinn Subaru Impreza með tvö þúsund kúbika vél sem skilar 116 hestöflum. Tankurinn tekur um 45 lítra og dugir tæplega suður frá Ísafirði,“ segir Hannes sem kveðst einnig hafa verið í vandræð- um með viðhald á nýja bílnum. „Það er allt rafmagnsknúið í þessum bíl sem var ekki í þeim gamla þannig að ég gat gert við hann sjálfur. Ég sá eftir þeim bíl. En nýi bílinn er samt ekki til sölu því hann hefur svo sem reynst ágætlega,“ segir Hannes, sem í fljótu bragði man ekki eftir neinum sérstaklega góðum kaupum sem hann hefur gert. „Ég man þetta kannski betur ef ég fæ mér lögg af góðu koníaki. Það kostar álíka mikið eins og bensínið á bílinn svo kannski eru bestu kaupin í koníak- inu.“ NEYTANDINN: Hannes Óskarsson póstmaður Tæplega suður á tankinum FRÉTTAMOLAR ■ Skráningu hættulegustu efnanna lokið Borist höfðu 24.675 skráningarskýrsl- ur um 4.300 efni þegar um mánaða- mótin rann út frestur til að skrá efni samkvæmt REACH, reglugerð um skráningu, mat og leyfisveitingu efna. Á vef Umhverfis- stofnunar kemur fram að þessi fyrsti skráningarfrestur af þremur hafi tekið á hættulegustu efnunum og efnum sem séu framleidd eða flutt inn í 1.000 tonna magni eða meiru á ári hverju. Efnastofnun Evr- ópu tekur við skráningum og íslensk fyrirtæki í hópi skráningaraðila. „Á heimasíðu Efnastofnunar Evrópu má lesa meira um þennan merkisdag í sögu efnalöggjafar í Evrópu.“ segir á vef Umhverfisstofnunar. ■ Leikföng innkölluð í Evrópu Á vef Neytendastofu er að finna tilkynningar um vörur sem taldar eru geta verið hættulegar og ástæða til að vekja athygli neytenda og innflytj- enda á þeim þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar hér á landi svo vitað sé. Meðal þess er varað er við er Simba leikfangahestur sem innflytjandi í Frakklandi hefur innkallað og nefnist „Toy horses – Champion Beauty´s“. Á vörunni eru sagðir sterkir seglar sem geti losnað og valdið hættu séu þeir gleyptir. Þá hafa yfirvöld í Þýskalandi innkallað boga- og örvasett þar sem boginn er sagður of kraftmikill og geti því valdið meiðslum. Sömuleiðis hafa yfirvöld í Póllandi hafa tekið af markaði Bubba Byggis leikfangatraktor þar sem á honum séu smáir hlutir sem geti valdið köfnun. Vöruheitið er sagt „ The Best Architect“. Leikföngin eru í öllum tilvikum framleidd í Kína og samræmast ekki leikfangatilskipun né Evrópustöðlum um framleiðsluna. Nýjasta og eldri lista um hættulegar vörur er að finna á vefnum neytendastofa.is. Glæsibær 40 ára Afmælishátíð laugardaginn 4. desember milli kl. 13 og 16 Fylgist með glæsilegri afmælisdagkrá Glæsibæjar á Kananum FM 100.5 Besta Tónlistin, fréttir og skemmtilegasta fólkið. Ingó tekur lagið Skoppa mætir á staðinn Trúður skemmtir börnunum Friðrik Dór syngur og áritar Glæsileg tilboð verslana Og margt, margt fleira. Kolrassa.is Bohemia Kristall Heide Úra- og skartgripaverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.