Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 24
 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is Prentsmiðjan Svansprent í Kópa- vogi má nota norræna umhverf- ismerkið Svaninn, þekktustu umhverfisviðurkenningu Norður- landa. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að umhverfismerkið Svanurinn hafi verið tekið í notk- un árið 1989 og frá þeim tíma hafi um 6.000 vörur og þjónusta hlotið slíka vottun. „Eigendur og starfsfólk Svans- prents hafa um nokkurt skeið unnið skipulega að því að gera alla framleiðslu prentsmiðjunn- ar vistvæna sem leiddi til þess að Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðhera afhenti Svansprenti Svaninn sem staðfestingu vott- unarinnar við hátíðlega athöfn í prentsmiðjunni nýverið,“ segir í tilkynningunni. Eigandi og stofnendur Svans- prents eru hjónin Jón Svan Sig- urðsson og Þuríður Ólafsdóttir en prentsmiðjan hóf starfsemi árið 1967. Hjá Svansprenti vinna nú þrjár kynslóðir fjölskyldunnar, en alls starfa þar um 30 manns. „Framvegis getur prentsmiðjan notað Svansmerkið á prentgripi og aðrar prentvörur til að undirstrika að prentsmiðjan fylgi afar ströng- um vistvænum gæðakröfum.“ Fram kemur í tilkynningu fyrir- tækisins að meðal krafna Svansins sé að minnst 95 prósent allra efna sem notuð eru í framleiðslunni séu samþykkt af Svaninum, afskurður sé lágmarkaður og að pappír sé úr nytjaskógum og framleiddur sam- kvæmt ströngum kröfum. - óká VOTTUN AFHENT Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti nýverið Jóni Svan Sigurðssyni og fjölskyldu hans Svaninn. MYND/KOM Svansprent fær vottun og má nota umhverfismerki Svansins: Öll framleiðslan á að vera vistvæn MILLJÓNIR KRÓNA eru heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í nóvember. Það jafngildir 77 milljónum króna í meðalveltu á dag. Meðalveltan á dag nam 132 milljónum í október. Úrvalsvísitalan lækkaði um tvö prósent í mánuðinum. 1.698 Framtakssjóður Íslands hefur lokið við áreiðanleikakönnun á fyrir- tækjum í eigu eignarhaldsfélags- ins Vestia. Finnbogi segir úrskurðar Sam- keppniseftirlits til að ljúka viðskipt- unum beðið. „Ég vona að það verði á næstunni. Það er slæmt fyrir fyrir- tækin ef það dregst,“ segir hann. Innan Vestia eru fjögur fyrirtæki sem Landsbankinn tók yfir í eftir- mála efnahagshrunsins: Icelandic Group, Teymi, Húsasmiðjan og Plastprent. Fyrir á sjóðurinn þriðj- ungshlut í Icelandair Group. Eftir áreiðanleikakönnunina, sem upphaflega var stefnt á að ljúka um miðjan nóvember, hefur verðmiðinn á Vestia lækkað um fjóra milljarða, úr 19,5 milljörð- um króna í 15,5. Þá heldur Lands- bankinn eftir nítján prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Ice- landic Group, stærstu eign Vestia. Þessu til viðbótar lækkaði verð- mat á Húsasmiðjunni og Plast- prenti og hefur það áhrif á virðið. Þá mun Landsbankinn kaupa fjórð- ungshlut í Framtakssjóðnum í stað þrjátíu prósenta. Sex af átta starfs- mönnum Vestia hafa hætt síðan í ágúst, þar á meðal framkvæmda- stjórinn. Finnbogi segir stefnu sjóðsins þá að skrá stærstu félögin á hluta- bréfamarkað. Það eru Icelandair Group og Icelandic Group auk þess sem upplýsingatæknifyrirtækið Skýrr, sem heyrir undir Teymi, verði þar á meðal. Vinna við skrán- ingu er ekki hafin, að sögn Finn- boga. - jab Munar um Icelandic Group í samningnum: Framtakssjóður borgar minna fyrir Vestia KAUPIN INNSIGLUÐ Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, innsigluðu söluna á Vestia seint í ágúst. Stefnt var að því að ljúka áreiðanleikakönnun um miðjan nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Má bjóða ykkur meiri Vísi? VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Engin friðhelgi var gefin og ekk- ert útilokar að Björgólfsfeðgar og fyrrverandi bankaráð gamla Landsbankans verði krafnir um bætur vegna hugsanlegra brota eða vanrækslu í starfi. Skilanefnd og slitastjórn Lands- bankans hefur krafið fyrrverandi bankastjóra og forstöðumann fyr- irtækjasviðs gamla Landsbank- ans um 37 milljarða króna vegna vanrækslu í starfi. Þá er ekki talið útilokað að endurskoðendafyrir- tækið PricewaterHouseCoopers sé bótaskylt vegna vanrækslu við endurskoðun uppgjöra bankans frá 2007 og fyir að bæta eiginfjár- stöðu hans. Slitastjórn telur ekki útilokað að eiginfjárhlutfall Lands- bankans hafi verið undir átta pró- senta lögbundnu lágmarki í lok árs 2007. Í uppgjöri er það sagt 11,7 prósent. Herdís Hallmarsdóttir, lögmað- ur sem sæti á í slitastjórn Lands- bankans, segir skýrslur hafa verið teknar af fyrrverandi stjórnend- um gamla Landsbankans, milli- stjórnendum og starfsfólki. Við skýrslutökur var spurt um afskipti fyrrverandi eigenda bankans og bankaráði af rekstri hans. „Ekkert hefur komið fram við rannsóknina sem gefur tilefni til að ætla að þeir [innskot blm. Björg ólf- ur Guðmundsson og Björgólf- ur Thor Björgólfsson] beri skaða- bótaskyldu gagnvart bankanum á grundvelli þess að þeir hafi verið svokallaðir skuggastjórnendur og haft afskipti af rekstri hans,“ segir hún. Skilanefnd og slitastjórn Lands- bankans greindi opinberlega frá því í gær að hún hafi krafið þá Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans, um bætur upp á samtals 37 milljarða króna með áföllnum kostnaði vegna van- rækslu í tveimur málum. Þá er Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi forstöðu- maður fyrirtækjasviðs bankans, krafin um átján milljarða vegna hlutdeildar í öðru málanna. Bótakrafan á hendur þremenn- ingunum varðar meinta vanrækslu á innheimtu ábyrgðar Kaupþings banka í Lúxemborg upp á átján milljarða króna vegna láns Lands- bankans til Fjárfestingarfélagsins Grettis, sem var eigu Björgólfs- feðga. Saknæmið felst í því að ganga ekki að tryggingunni þrátt fyrir slælega skuldastöðu Grettis, að mati skilanefndar Landsbank- ans. Krafan á hendur þeim Sigurjóni og Halldóri varðar veitingu láns upp á nítján milljarða króna til fjárfestingarbankans Straums 2. október 2008, örfáum dögum áður en Fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur Landsbankans. Björgólf- ur Thor Björgólfsson var stjórnar- formaður Straums og helsti hlut- hafi hans. Krafan er óskipt og felur í sér að geti einn ekki greitt hana fellur hún á þá sem eftir standa. Þeir Sigurjón og Halldór sendu frá sér tilkynningar í gær þar sem þeir vísa kröfunni á bug. jonab@frettabladid.is Krefjast milljarða af fyrri bankastjórum Slitastjórn Landsbankans hefur tekið um fjörutíu skýrslur af þrjátíu fyrrver- andi starfsmönnum gamla bankans. Ekkert réttlætir kröfu á hendur Björgólfs- feðgum. Endurskoðendur eru taldir hafa breytt uppgjöri bankans frá 2007. SKILANEFND OG SLITASTJÓRN LANDSBANKANS Ekkert útilokar að sótt verði að bankaráði gamla Landsbankans, að sögn Herdísar Hallmarsdóttur, sem sæti á í slitastjórn Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.