Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 36
36 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR Össur mistúlkar Lissabonfundinn Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í Lissabon „heimssögulegan“. Í Fréttablaðsgrein 23. nóvember nefnir hann tvennt mikil vægast í „nýju grunn- stefnunni“: a) barátta við „hermdarverk sem í dag er mesta ógnun við stöðugleika og frið“ og b) „gerbreytt skot- flaugavarnarkerfi“ til varnar Vesturlöndum og Rússum – sem nú féllust í faðma. Stóra verkefni NATO núna er stríðið í Afganistan (og Pak- istan). Innrásarherinn telur 100.000 bandaríska hermenn og 50.000 frá öðrum NATO- ríkjum. Uppistaðan í síðar- nefndu tölunni kemur frá 38 Evrópuríkjum. Innrásarher- inn er nú þrefalt fjölmennari en hann var þegar Barack Obama tók við keflinu af Bush, og miklu skiptir stór- aukin þátttaka Evrópulanda. Listi „viljugra þjóða“ hefur í raun lengst mjög. Meginmálið varðandi Afganistan var að færa aftur allar dag- setningar um heim- kvaðningu herja. Í stað verulegrar heimkvaðningar um mitt ár 2011 eru nú nefnd árs- lok 2014. Þá verð- ur hernámið orðið 13 ára. Yfirmaður breska heraflans Sir David Richards sagði stuttu fyrir fundinn: „NATO verður að búa sig undir 30 til 40 ára hlutverk við að hjálpa afgönsku hersveitunum …“ (Daily Mail, 15. nóv). Í grein í Frétta- blaðinu 20. nóvem- ber skrifar Obama að NATO þurfi að „stofna til varan- legrar samvinnu við Afganistan“. Á gunnfána Banda- ríkjanna og NATO er letrað „stríð gegn hryðjuverkum“. Þegar Sovétríkin hrundu 1991 var mikill vandi á höndum. Réttlætingu vantaði fyrir 700 bandarískum herstöðvum vítt um hnöttinn og áframhald- andi tilvist NATO. Heims- valdasinnar þurfa sýnilegan óvin og vanti hann þarf að búa hann til. Hann var fundinn í formi alþjóðlegs samsæris íslamskra hryðjuverkamanna, en sem kunnugt er liggja mestu olíulindir heims í lönd- um múslíma. Enda segin saga: hvar sem heimsvaldasinnar síðan (beint eða gegnum stað- gengla) hafa ruðst inn á olíu- auðug svæði, í Afganistan, Írak, Sómalíu, Súdan, Jemen m.m., hafa þeir fyrst „fundið“ þar dularfulla og hættulega íslamista, yfirleitt undir nafninu Al-Kaída. Það segir sína sögu að CIA-menn hafa nýlega metið það svo sjálfir að í Afganistan séu mesta lagi 50 til 100 félagar í Al-Kaída. Þeir nota það nú sem rök fyrir útvíkkun stríðsins til Pakist- ans (ABC News, 27 júní sl.). Með því að veifa vígorðinu „stríð gegn hryðjuverkum“ vinna vestræn auðvaldsríki tvennt: Skálkaskjól til að taka þátt í ábatasömum ránsleið- öngrum með öflugustu víg- vél heims og skálkaskjól til að skerða borgaraleg rétt- indi heima fyrir. Össur lýsti yfir stuðningi við „stríð gegn hryðjuverkum“ með þessum orðum: „Sarkozy, Frakklands- forseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins staf- aði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka.“ Með slíkri framsetningu án meðfylgjandi athugasemda eða efasemda gerir Össur þau orð að sínum. „Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við banda- lagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skot- flaugavarnarkerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland,“ segir utanríkisráðherrann athugasemdalaust. Meinar Össur með hönd á hjarta að einhver 27 ríki ógni Vesturlöndum? Og þar af séu Íran og Sýrland hættulegust? Hann kallar skotflauga varnarkerfið „ger- ólíkt“ kerfinu sem Bush lagði upp með. Obama sjálfur segir að nýja gerðin sé „sterkari, kænni og hraðvirkari vörn fyrir banda- ríska heri og banda- menn þeirra… en fyrri gerðin“ (New York Times 17. sept. 2009). Kerfið sem er í uppbyggingu verður inni á gafli Rússa, frá Eystra- saltslöndum um Pólland, Tékkland, Rúmeníu og Búlg- aríu. Auk þess er í uppbyggingu þétt- riðið skotflaugakerfi um Mið austurlönd, og kringum Íran sérstaklega, og frá skipum á öllum aðliggjandi haf- svæðum. „Ger- ólíkt“? Meinlausara? Össur túlkar Lissabonfundinn sem svo að ágrein- ingur við Rússa hafi verið jafnaður. Ég túlka hann hins vegar þannig að Rúss- ar hafi beygt sig í duftið fyrir því ógnarveldi sem króar þá inni. Frá 1990 hafa Bandarík- in og NATO flutt vígstöðvar sínar í austur, komið sér upp æ fleiri nýjum herstöðvum í gömlu lýðveldum og fylgi- ríkjum Sovétríkjanna. Pútín reyndi að mynda ný banda- lög gegn því sem hann kallaði „einpóla heim“. Medvedev lét af þeirri stefnu í sumar þegar hann ásamt Kínverjum gekkst inn á harðar refsiaðgerðir gegn Íran, og þangað beinast nú spjótin meira ógnandi en nokkru sinni. Í Lissabon kom NATO í fyrsta sinn opinskátt fram sem hnattrænt bandalag, og myndar nú meginstoð í gífur- lega miðstýrðu einpóla, alþjóð- legu valdakerfi. Sá valdapóll þolir ekki óháða utanríkis- stefnu nokkurs ríkis, ekki einu sinni mótþróa. Ágreiningsmál eru leyst með valdboði hinna sterku í bandalaginu og með hervaldi þegar með þarf. Stefna Medvedevs á Lissabon- fundinum sýnist mér vera friðkaupastefna, ekki ólík því er Chamberlain þóttist hafa keypt „frið á okkar tímum“ í München 1938. Ekki sefaði það hungur úlfsins. NATO Þórarinn Hjartarson sagnfræðingur og stálsmiður Össur túlkar Lissabon- fundinn sem svo að ágrein- ingur við Rússa hafi verið jafnað- ur. Ég túlka hann hins vegar þannig að Rússar hafi beygt sig í duftið Staða ábyrgðarmanna – stóðu bankarnir rétt að skjalagerð? Nýfallinn dómur Hæstarétt-ar um stöðu ábyrgðarmanna í þeim tilfellum sem skuldari hefur fengið greiðsluaðlögun setur strik í reikninginn fyrir þá sem vilja fara í greiðsluaðlögun. Ákvæði sem átti að tryggja þessa vernd í lögum um ábyrgðarmenn var talið stangast á við eignar- réttarákvæði stjórnarskrárinnar og því að vettugi virðandi. Samkomulag frá 2001 Ljóst er að þetta setur strik í reikninginn fyrir þá sem ætla í greiðsluaðlögun. Hins vegar er þó ekki víst að öll nótt sé úti enn hjá ábyrgðarmönnum. Þótt lögin um ábyrgðarmenn frá 2009 séu ekki afturvirk og gildi því ekki um ábyrgðir sem veittar voru á árunum fyrir hrun gegnir öðru máli um samkomulag frá 2001 milli stjórnvalda, fjármála- fyrirtækja og Neytendasamtak- anna um notkun ábyrgða. Greiðslumat skilyrði Í samkomulaginu, sem leysti af sambærilegt samkomulag frá 1998, kemur fram sú mikilvæga regla að þegar ábyrgðar maður skrifar upp á sjálfskuldarábyrgð eigi honum að hafa verið kynnt greiðslumat skuldara. Hið sama á við um þegar veðleyfi er veitt í eign. Kynna á veðleyfisgjafa greiðslumat í slíkum tilfellum og verður það að koma skrif- lega fram á þeirri yfirlýsingu sem ábyrgðarmaðurinn skrifar undir. Sé slíkt ekki gert hefur verið litið svo á að viðkomandi fjármálastofnun hafi brugð- ist skyldum sínum og veðið eða sjálfskuldarábyrgðin metin ógild. Þetta á við þótt ábyrgðar- maður sé nákominn skuldara, t.d. skipta fjölskyldutengsl ekki máli að þessu leyti, en að vísu hefur ábyrgð verið talin standa ef maki ábyrgist skuldbind- ingu. Þetta hefur ítrekað komið fram í úrskurðum nefndar um viðskipti einstaklinga við fjár- málafyrirtæki sem hefur þessi mál til umfjöllunar og í úrlausn- um dómstóla. Þessar reglur eiga eins og áður sagði við um sjálf- skuldarábyrgðir sem veittar voru í hinni miklu lánaþenslu í aðdraganda hrunsins. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að ekki er nægjanlegt að við lán- veitingu hafi ábyrgðarmaður eða veðleyfisgjafi skrifað undir eða hakað við að hann óski ekki eftir greiðslumati skuldara, ef láns- fjárhæðin er hærri en ein millj- ón króna. Greiðslumatið verð- ur að hafa legið fyrir og verið aðgengilegt ábyrgðarmanni, ella stenst skuldbindingin ekki. Þetta á þó ekki við um ábyrgð- ir vegna skulda einkahlutafélaga og einnig verður að hafa í huga að ákveðnar fjármálastofnanir voru ekki aðilar að samkomu- laginu upphaflega, t.d. lífeyris- sjóðirnir. Ábyrgðarmenn eiga þó í slíkum tilfellum rétt á að hafa fengið eðlilega kynningu á efni skuldbindingarinnar. Í öðrum tilfellum eiga ákvæði samkomu- lagsins við og greiðslumat verð- ur að liggja fyrir. Mikilvægt að kanna stöðu Af þessum sökum er sérstaklega mikilvægt að ábyrgðarmenn og veðleyfisgjafar kanni hvort fjármálastofnanir hafi staðið rétt að skjalagerð og kynningu greiðslumats þegar sjálfskuldar- ábyrgðin var veitt. Eins og sjá má í úrskurðum nefndar um viðskipti einstaklinga við fjármálafyrir- tæki eru mörg dæmi um að þessu hafi ekki verið sinnt réttilega af hálfu fjármálastofnana og full ástæða fyrir fólk sem er í þeirri stöðu að háar fjárhæðir kunna að falla á þau að kanna þessi atriði. Þetta á sérstaklega við þar sem svo virðist að aðrar tilraunir til að rétta hlut ábyrgðar manna hafi farið forgörðum. Frjálsir samningar – ábyrgðir Að lokum má velta því upp hvort ekki mætti taka sjálfskuldar- ábyrgðir og veðleyfi í auknum mæli inn í greiðsluaðlögun og uppgjör skulda. Samkvæmt nýjum lögum um greiðslu- aðlögun er kröfuhöfum og skuld- urum heimilt að gera frjálsan samning til greiðsluaðlögunar og ekkert því til fyrirstöðu að slík- ur samningur taki líka til sjálf- skuldarábyrgða og veðleyfa. Dómur Hæstaréttar Árni Helgason lögmaður Greiðslumatið verður að hafa legið fyrir og verið aðgengilegt ábyrgðarmanni, ella stenst skuldbindingin ekki. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 52 23 6 11 /1 0 20% afsláttur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Brettapakkar JÓLAGJÖFIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.