Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 2. desember 2010 3 Fataframleiðsla er langt frá því að vera hættulaus starf- semi. Oft fer þessi vinna fram í löndum utan Evrópu eða Evrópu- sambandsins. Þar er vinnuafl ódýrara og hægt að fara í kring- um reglur Evrópusambandsins í eiturefnanotkun og vinnuöryggi svo ekki sé minnst á umhverfis- vernd. Fyrst má nefna galla- buxur, sem verða sífellt flókn- ari. Nú eiga þær að vera rifnar, steinþvegnar og líkt og notaðar þótt glænýjar séu. Oft er notast við sandblástur til að gera galla- buxurnar „gamlar“ og við það fer smágerður sandurinn í lungu viðkomandi og safnast þar upp og veldur ýmsum sjúkdómum. Flest ódýrari fatamerki, svo sem C&A, H&M, Zara og mörg fleiri, framleiða stóran hluta fatn- aðar síns í Asíulöndum og nærri ógerningur er að ætla sér að sniðganga vörur sem þaðan koma því þær eru um allt. Svo eru það ekki aðeins ódýrari keðjur sem framleiða í Asíu því mörg dýrari merki blanda asískum vörur saman við það sem framleitt er í löndum sem teljast til fínni framleiðslulanda eins og víða í Evrópu. Mikið af ódýru leðri er framleitt í Kína en þar sem eftirspurnin er svo mikil hefur Kína ekki undan og hefur Bangla- dess bæst í hóp fram- leiðenda. Nánast í hverj- um skókassa sem kemur frá Asíu er lítill poki með líkt og hvítum kristöllum til að draga í sig raka og koma í veg fyrir að leðrið mygli en þessir kristallar eru stórhættu- legir og innihalda efni (dimethylf- umarate) sem er bannað í Evrópu og getur valdið alvarlegum útbrot- um og bruna á húð. Stundum eru gámar með leðurvörum sem koma frá Asíu svo eitraðir að þá verður að opna og viðra en sökum fjár- skorts hjá innflutningseftirliti enda þessar vörur í verslunum um alla álfu. Indland er land efnalitun- ar og í borg sem heitir Tirupur eru 10.000 litunarverksmiðjur. Litunin fer að mestu fram í stór- um laugum þar sem berfættir starfsmenn vaða ofan í litar- vatninu og sama á við þegar notaður er klór sem t.d. gerir bómullina hvíta. Vatnið flæðir svo út í jörð og vatn í nágrenn- inu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Læknar í þessari borg segja að krabbamein hafi tvöfaldast á tíu árum og vilja tengja það efnalituninni en ekkert er að gert því þessi iðnaður skilar svo miklum hagnaði. Lífrænt ræktuð bóm- ull þykir óskaplega fín á Vesturlöndum. En þegar hún hefur komist í snert- ingu við öll baneitruðu litarefnin og klórið í sömu verksmiðjum er lífræna bómullin uppfull af skað- legum efnum og hefur tapað öllum sínum gæðum nema fram sé tekið að litar efnin séu algjörlega náttúru leg. bergb75@free.fr Eitruð tíska ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Alexander Wang leit ekki við svörtum lit í sköpun nýjustu línu sinnar og var afraksturinn frísk- leg og létt lína fyrir næsta ár. Í nýjustu línu hins unga Alexand- ers Wang mátti ekki sjá eina ein- ustu flík í svörtum lit. Wang lítur framtíðina björtum augum og lagði út með nýjustu línu sína með bjart- sýni og hreinleika, sem gaf lín- unni létt og skemmti- legt yfirbragð. Sýning Alexanders Wang hófst með flíkum sem allar voru í hvítum lit sem gaf til kynna hreinleika og einfalt líf. Þegar á leið sýninguna mátti sjá pastel- liti og brúna, gaf það línunni þann frískleika sem hönnun Wangs bar með sér. Sýn- ingin minnti um margt á tísku- strauma frá árinu 1990 og var greinilegt að Wang sótti innblástur sinn til hönnuða á borð við Helmut Lang og Ann Demeulemeester. Lína Wangs höfðar vel til yngri kyn- slóðar tískudrósa sem vilja hafa flík- urnar þægilegar en jafnframt bera með sér flottan og elegant stíl. Frísklegur Wang Þægilegt og flott. Tískuvikan er alþjóðlegt fyrirbæri. Fjórar stærstu sýningarnar fara fram tvisvar á ári í fjórum heimsborgum og alltaf í sömu röð. Fyrst New York, svo London, Mílanó og París. wikipedia.org Íslensk hönnun Sölustaðir: Meba Kringlunni og Smáralind | Michelsen úrsmiðir, Laugavegi 15 | Kraum Aðalstræti 10 Gullsmiður Dýrfinna Torfadóttir, Akranesi | Halldór Ólafsson, Glerártorgi Akureyri Klassík, Egilsstöðum | Karl R. Guðmundsson, Selfossi | Palóma föt og skart, Grindavík Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Mjúka jólagjöfin FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN VERTU MEÐ VIÐSKIPTIN Í RASSVASANUM Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM! 20% afsláttur af öllum vörum Jóla og útskriftarkjólarnir frá New York og París Verð 16.990,- m/afsl. 12.990,- Verð 24.990,- m/afsl. 19.990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.