Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 40
 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR4 Rebekka Jónsdóttir útskrifaðist sem fatahönn- uður frá FIDM, Fashion Institute of Design and Merchandising, í Los Angeles árið 2008 en skólinn er líklega hvað þekktastur í dag fyrir að fóstra Project Runway sem Heidi Klum hefur umsjón með. Rebekka gaf út sína fyrstu fatalínu undir nafninu REY ári síðar og vetrar- línan nú í ár hefur vakið mikla athygli. „Nei, ég hafði ekki verið að fikta neitt við saumaskap eða fatahönnun áður en ég skellti mér í námið. Ég hafði verið í myndlist og því með smá bakgrunn í teikningu og hafði málað í frístundum en annars var það bara brennandi áhugi á tísku sem var til staðar,“ segir Rebekka. „Skólinn heillaði því hann kennir fatahönnun út frá frekar praktískum vinkli. Ég taldi mig nokkurn veg- inn vita hvernig föt ég vildi gera en valdi námið því skólinn kenndi vel bæði tæknina á bak við hönnun- ina sem og hugmyndavinnuna.“ Meðfram námi og eftir útskrift vann Rebekka hjá Rodarte og tók að sér ýmis verkefni sem stílisti, aðallega í tónlistarblöðum, til að mynda Blender. Línurnar sem Rebekka hefur sent frá sér eru tvær en fötin fást núna í Kiosk Reykjavík en munu fást í GK og Worn by Worship frá og með miðjum desem- ber. Næsta lína verður tilbúin í febrúar. „Ég legg mikið upp úr einfaldleika en er oft með einhver látlaus aukaatriði með. Einnig legg ég mikinn metnað í það að finna efni sem ég er hrifin af og er með hundrað prósent silki í helm- ingnum af línunni og silkiblöndu á móti. Ég er því oft lengi að finna efnin mín.“ juliam@frettabladid.is „Ég legg mikið upp úr einfaldleika en er oft með einhver látlaus aukaatriði með,“ segir Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bolur í klassísku sniði, úr silki-modal en bolurinn er fáanlegur í þremur litum, svörtu gráu og bleiku. Látlaus aukaatriði Rebekka Jónsdóttir fatahönnuður hefur vakið mikla athygli fyrir sérstaklega fallega fatalínu sem hún hannar undir merkinu REY. Nú um miðjan desember mun línan fást í þremur verslunum. Silkikjóll með kímónó-ívafi. Fallega sniðinn kór- albleikur bolur sem dettur aðeins niður yfir aðra öxlina. Fasteignir.is er stærsti og ítarlegasti húsnæðisvefur á Íslandi, með yfir 16 .000 eignir á skrá. Eini vefurinn með allar sölueignir á skrá Lifandi og uppfærður leiguvefur Fjölbreyttar upplýsingar í boði fyrir kaupendur, seljendur og leigjendur Opin hús, myndasýningar og þjónustusíður fyrir húseigendur Þú færð góð ráð um fasteignaviðskipti og aðstoð við leigu á íbúð. Þú finnur draumaeignina þína á fasteignir.is. ...ég sá það á Vísi STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Fasteignir.is fylgir Fréttablaðinu á mánudögum. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Skeifan 11d 108 Reykjavík sími 517 6460 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 40-60 Vertu þú sjálf vertu BELLA DONNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.