Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 64
48 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Það var kannski ekkert svo augljóst þegar hann stjórnaði samsöngnum í Hafnarhúsinu fyrir tveimur árum, en Brian Eno er örugglega einn af áhrifamestu tónlistarmönnum síðustu 40 ára. Hann var skrítna krydd- ið sem gerði Roxy Music svona brjálæð- islega góða í upphafi ferilsins og sólóplöt- urnar hans á áttunda og níunda áratugn- um voru sannkölluð brautryðjendaverk. Sem pródúser á hann líka frábæran feril. Eno var að senda frá sér nýja plötu, Small Craft on a Milk Sea. Hún er merkileg af tveim- ur ástæðum. Í fyrsta lagi er þetta fyrsta Eno-platan með nýju sólóefni í fimm ár, síðan Another Day on Earth kom út 2005. Í öðru lagi er þetta fyrsta plata Enos fyrir bresku raftón- listarútgáfuna Warp í Sheffield. Það er eitthvað fullkomið við að amb- ient-forsprakkinn Eno skuli nú gefa út hjá Warp sem hefur verið leið- andi í tilraunaglaðri og framsækinni raftónlist í yfir 20 ár. Eno fluttur inn til Aphex Twin og Squarepushers … Small Craft on a Milk Sea kom út í Evrópu 15. nóvember. Eno vann hana með þeim Jon Hopkins og Leo Abrahams. Hún var tekin upp 2009 og 2010 og hefur að geyma sextán lög. Nokkur þeirra eru sveimverk í anda fyrri afreka Enos, en svo er líka taktfastari og háværari tón- list inn á milli. Flott plata sem ungir og eldri aðdáendur Brians Peters George St. John le Baptiste de la Salle Eno ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Eno kominn aftur á kreik ÁHRIFAMIKILL Eno þegar hann hafði hár og bar skrítin höfuðföt. > Plata vikunnar Agent Fresco - A Long Time List- ening ★★★★★ „A Long Time Listening er einfaldlega besta plata ársins. Svo mörg voru þau orð.“ FGG > Í SPILARANUM Kanye West - My Beautiful Dark Twisted Fantasy Sigurður Guðmundsson - Nú stendur mikið til Bruce Springsteen - The Promise Jóel Pálsson - Horn GusGus - 15 ára KANYE WEST GUSGUS TÓNLISTINN Vikuna 25. nóvember - 1. desember 2010 LAGALISTINN Vikuna 25. nóvember - 1. desember 2010 Sæti Flytjandi Lag 1 Páll Óskar og Memfismafían ......Það geta ekki allir... 2 Dikta ......................................................................Goodbye 3 Hjálmar ....................................................Gakktu alla leið 4 Blaz Roca ásamt Bent og Ragga B. ...... Allir eru að... 5 Rihanna .......................................Only Girl In The World 6 Jón Jónsson ...................................When You’re Around 7 Hurts ..........................................................Wonderful Life 8 Robbie Williams / Gary Barlow ........................Shame 9 Sálin hans Jóns míns.... Vatnið rennur undir brúnna 10 Ensími ...............................................................Aldanna ró Sæti Flytjandi Lag 1 Frostrósir ................................................... Hátíðin heilsar 2 Baggalútur ..........................................................Næstu jól 3 Bubbi ..................................Sögur af ást, landi og þjóð 4 Björgvin Halldórsson .............................................Duet II 5 Prófessorinn og Memfismafían ................. Diskóeyjan 6 Hjálmar .................................................Keflavík Kingston 7 Sigurður G og Memfismafían ... Nú stendur mikið til 8 Blaz Roca ............................. Velkomin til KópaCabana 9 Agent Fresco ..............................A Long Time Listening 10 Raggi Bjarna ........................... 75 ára afmælistónleikar Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: Hinn fjölhæfi tónlistarmaður Conor Oberst hefur undanfarin ár hvílt aðalbandið sitt, Bright Eyes, og ein- beitt sér að öðrum verkefnum. Þar ber hæst bandið Conor Oberst and the Mystic Calley Band sem hann fer vitanlega fyrir en svo er hann einnig meðlimur í súpergrúppunni Monsters of Folk. Oberst er farinn að huga aftur að Bright Eyes. Hann tók upp nýtt lag á dögunum og nú er von á nýrri breið- skífu. Platan kallast The People‘s Key og verður sú sjöunda í röðinni. Hún kemur út hjá Saddle Creek 15. febrú- ar næstkomandi. Fram til þessa hefur mannaskipan Bright Eyes verið misjöfn eftir verk- efnum og Oberst hefur alltaf verið eini fasti meðlimurinn. Nú skipar hins vegar þriggja manna kjarni sveitina. Auk Obersts eru í band- inu Nathaniel Walcott og Mike Mogis sem er í Monsters of Folk og hefur margoft starfað með Oberst. Bright Eyes vaknar til lífsins NÓG AÐ GERA Tónlistarmað- urinn Conor Oberst hefur tekið upp plötu með aðalbandinu sínu Bright Eyes. Hún kemur út í febrúar á næsta ári. Sjötta plata The Black Eyed Peas, The Beginning, kom út fyrir skömmu. Fimmt- án ár eru liðin frá stofnun þessarar vinsælu hip-hop sveitar. Hljómsveitin The Black Eyed Peas hamrar járnið á meðan það er heitt því sjötta plata hennar, The Beginn- ing, er nýkomin út, aðeins tæpu einu og hálfu ári á eftir hinni gríðarvin- sælu The E.N.D. Sú plata hefur selst í rúmlega ellefu milljónum eintaka og er fyrsta platan í tvo áratugi með dúói eða hljómsveit sem nær fimm lögum inn topp 10-lista Billboard í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu hið gríðarvinsæla I Gotta Feeling þar sem franski plötusnúðurinn David Guetta stjórn- aði upptökum. Lagið komst í topp- sæti vinsældalista í tuttugu lönd- um og var tilnefnt sem lag ársins á Grammy-hátíðinni. Það getur verið erfitt að fylgja eftir slíkum vinsældum og forvitni- legt verður að sjá hvort The Black Eyed Peas tekst það með The Beg- inning. Forsprakkinn will.i.am. segir plötuna snúast um það sem er að gerast í heiminum um þessar mundir. „The Beginning snýst um að aðlagast nýrri tækni, eins og þrí- vídd, 360-myndefni og annars konar tölvutækni. Hún snýst einnig um til- raunamennsku og að nota lög sem við fílum úr fortíðinni og leika okkur með flotta takta,“ sagði hann. Þar á will m.a. við fyrsta smáskífulagið The Time (Dirty Bit) sem er byggt í kringum (I´ve Had) The Time of My Life úr myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 sem þau Bill Medley og Jennifer Warnes sungu. The Black Eyed Peas hefur verið lengi að. Sveitin var stofnuð árið 1995 af þeim William Adams (will. i.am) and Allan Pineda (apl.de.ap). Hún sló samt ekki í gegn fyrr en átta árum seinna með plötunni Elephunk. Þar söng Fergie í fyrsta sinn með Baununum og í kjölfarið vann sveit- in sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir lagið Let ś Get It Started. Annað lag af plötunni, Shut Up, náði einnig miklum vinsældum. Þess má geta að Fergie var ekki fyrsti valkostur sem söngkona The Black Eyed Peas því Nicole Sherz inger úr The Pussy cat Dolls var fyrst beðin um að ganga til liðs við will.i.am og félaga en gat ekki þekkst boðið vegna þess að hún var samningsbundin stúlknasveit- inni Eden ś Crush. Vinsældir The Black Eyed Peas hafa verið svakalegar á undanförn- um árum. Sveitin hefur selt rúmlega 28 milljónir platna um allan heim og 20 milljónir smáskífna. Aðdáenda- hópurinn hefur stækkað með hverju árinu og á vafalítið eftir að gera það áfram með tilkomu nýju plötunnar. freyr@frettabladid.is TÆPAR ÞRJÁTÍU MILLJÓNIR PLATNA Á FIMMTÁN ÁRUM VINSÆL LÖG ■ Don´t Phunk with My Heart ■ My Humps ■ Let´s Get It Started ■ Where Is The Love? ■ Shut Up ■ I Gotta Feeling ■ Boom Boom Pow THE BLACK EYED PEAS Hip hop-sveitin The Black Eyed Peas hefur gefið út sína sjöttu plötu, The Beginning. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.