Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 80
64 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR Umsóknir fyrir HM 2018 Þátttaka á HM Stærsti leikvangur 1 2 3 4 England Í forsvari: Geoff Thompson 13 sinnum Hélt keppnina 1966 Wembley 90.000 „Vagga“ knattspyrnunnar, glæsilegir leikvangar, markaðsvænt Fyrrverandi formaður hætti vegna ásakana um keppnisaðila Holland/Belgía Francois De Keersmaecker, Michael van Praag 9/11 De Nieuwe Kuip 86.000 „Grænt“ mót, gekk vel að halda EM 2000 Þarf að stórbæta umgjörð, umsókn áhrifalítil Rússland Igor Shuvalov 9 Luzhniki-leikvangurinn 78.360 Aldrei haldið stórmót áður, sterkur fjárhagur, stuðningur ríkisstjórnar Komst ekki á HM 2010, áhyggjur af öryggismálum Spánn/Portúgal Angel M Villar, Gilberto Madail 13/5 Camp Nou 106.000 Spánn heimsmeistari, gott umhverfi, stuðningur S-Ameríku Portúgal hélt EM 2004, FIFA ekki hrifið af tvöfaldri umsókn Kosningin: 24 meðlimir framkvæmdastjórnar FIFA hafa atkvæðisrétt. Sá umsóknaraðili sem hlýtur fæst atkvæði í hverri umferð er úr leik þar til einn fær meirihluta atkvæð- anna. Umsóknir fyrir HM 2022 Þátttaka á HM Stærsti leikvangur 5 6 7 8 9 Bandaríkin Sunil Gulati 9 Rose Bowl Hélt keppnina 1994 91.000 Obama styður umsóknina, grunngerð til staðar frá 1994 Knattspyrna nýtur meiri vinsælda en er ekki meðal vinsælustu íþrótta Katar Khalifa Al-Thani 0 Lusail-þjóðarleikvangurinn 86.000 HM í fyrsta sinn í Mið-Austurlöndum, ótakmarkað fjármagn Mikill hiti, vináttulandsleikur Englands og Brasilíu floppaði Suður-Kórea Han Sung-Joo 8 Ólympíuleikvangurinn Hélt keppnina með Japan 2002 69.960 Hefur náð góðum árangri, samgöngur í heimsklassa Hélt nýlega HM Japan Motoaki Inukai 4 Yokohama Hélt keppnina með S-Kóreu 2002 72.327 Nýjungagirni, framsýni og frábærir leikvangar Hélt nýlega HM Ástralía Frank Lowy 3 Melbourne 100.108 Mikil íþróttaþjóð, hélt Ólympíuleikana 2000 Leikvangar einnig notaðir undir aðrar íþróttagreinar © GRAPHIC NEWSHeimild: FIFA 1 Umsóknir fyrir HM 2018 og 2022 Staðhæfingar um ólöglegt samráð Spánar/Portúgals og Katar hafa komið fram, sem og ásakanir um mútuþægni meðlima framkvæmdastjórnar FIFA. Sumir umsóknaraðilanna eru sagðir íhuga málsókn. Umsóknaraðilar Úrslit kosning- anna verða tilkynnt 2. desember. HM 2018 verður haldin í Evrópu en í annarri heimsálfu árið 2022. 1 2 3 4Umsóknir fyrir 2018 England Holland/Belgía Rússland Spánn/Portúgal Umsóknir fyrir 2022 5 6 7 8 9Bandaríkin Katar Suður-Kórea Japan Ástralía 5 4 1 2 3 6 7 8 9 FÓTBOLTI Í dag kemur í ljós hvar HM í knattspyrnu verður haldið árið 2018 annars vegar og 2022 hins vegar. Mesta spennan er um hvort Englendingar fái að halda keppnina í fyrsta sinn síðan 1966. Mikið hefur verið fjallað um umsókn Englands, ekki síst í ljósi umfjöllunar sumra fjölmiðla í Bretlandi um meinta spillingu í framkvæmdastjórn Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, sem ákveður hvaða umsóknir verða samþykktar. Breska dagblaðið The Sunday Times fletti ofan af tveimur meðlimum stjórnarinnar sem voru viljugir að selja atkvæði sín í kjörinu. Sjónvarpsþáttur- inn Panorama, sem BBC sendi út á mánudagskvöldið, staðhæfði að þrír meðlimir til viðbótar hefðu gerst sekir um mútuþægni og spillingu í starfi. Þeim tveimur sem The Sun day Times fjallaði um var vikið úr starfi og munu þeir því ekki taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Englendingar hafa lagt allt í sölurnar til tryggja sér HM 2018. Vilhjálm- ur Bretaprins, David Cameron forsætisráð- herra og David Beck- ham hafa verið í Zürich í Sviss und- anfarna daga og rætt þar við for- ráðamenn FIFA og me ðl i m i fram kvæmda- stjórnar innar. Veðbankar eru ekki vongóðir fyrir hönd Englendinga en líkurn- ar hafa þó eitthvað aukist síðan þáttur BBC var sendur út á mánu- dagskvöldið og eftir að þremenn- ingarnir fóru til Sviss til að tala máli ensku umsóknarinnar. Veð- bankar telja líklegast að Rúss- land, sem aldrei áður hefur haldið keppnina, hreppi hnossið. Þrátt fyrir það ákvað Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rúss- lands, að fara ekki til Zürich nú. Hann sagðist ekki vilja beita framkvæmdastjórnina þrýst- ingi fyrir kosninguna í dag. Hins vegar setti hann ekki fyrir sig að ræða við Alþjóða Ólympíunefnd- ina árið 2007 áður en ákveðið var hvar vetrarólympíuleikarnir yrðu haldnir árið 2014. Það bar árang- ur þar sem rússneska borgin Sochi varð fyrir valinu. Ekki má útiloka umsókn Spánar og Portúgals enda er mikill meðbyr með Spán- verjum sem eru ríkj- andi heims- og Evr- ópumeistarar. Það er þó talið spilla fyrir að Portúgal hélt EM í knatt- spyrnu fyrir aðeins sex árum. Umsókn Hollands og Belgíu er spáð minnstu brautar- gengi og er líklegt að hún falli úr leik strax í fyrstu umferð í dag. eirikur@frettabladid.is Allt lagt undir Englendingar hafa unnið hörðum höndum að því síðustu daga að tryggja sér HM 2018 en kosið verður í dag um hvar HM í knattspyrnu fer fram 2018 og 2022. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 50 HELGILEIKIR Í JÓLAMÁNUÐINUM Stöð 2 Sport 2 boðar ykkur mikinn fögnuð í desember. 50 leikir í enska boltanum, þar af fjórar heilar umferðir um jólin. Gerast kraftaverkin hjá Liverpool? Verða stuðningsmenn Arsenal og Chelsea bænheyrðir eða ná Rooney og félagar að halda hásætinu í deildinni? Fáðu þér áskrift, sjáðu æsispennandi helgileiki og haltu heilaga hátíð í desember. Fjöldi stórleikja: Chelsea – Everton Liverpool – Aston Villa Man. Utd. – Arsenal Newcastle – Liverpool Tottenham – Chelsea Chelsea – Man. Utd. Arsenal – Chelsea F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.