Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 86
70 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR BESTI BITINN Í BÆNUM „Mér finnst plokkfiskurinn á Frú Berglaugu alveg æðislegur. Hann er svona ekta íslenskur skyndibiti.“ Rakel Mjöll Leifsdóttir, söngkona Útidúrs FiNNSKi HESTURiNN „Fimm stjörnu Ólafía Hrönn“GB, Mbl Fös 3.12. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Fös 10.12. Kl. 20:00 Aukas. Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 15:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 15:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 15:00 Þri 28.12. Kl. 16:00 Mið 29.12. Kl. 16:00 Fim 30.12. Kl. 16:00 Sun 2.1. Kl. 13:00 Sun 2.1. Kl. 15:00 Fös 2.12. Kl. 20:00 Fim 3.12. Kl. 20:00 Aukas. U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Leitin að jólunum Ö Ö Ö U Lér konungur (Stóra sviðið) Ö Ö U U U Lau 4.12. Kl. 20:00 Sun 5.12. Kl. 20:00 Síðasta sýn. Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Fim 30.12. Kl. 19:00 Fös 7.1. Kl. 19:00 Lau 15.1. Kl. 19:00 Sun 16.1. Kl. 19:00 Lau 22.1. Kl. 19:00 Sun 23.1. Kl. 19:00 Lau 4.12. Kl. 11:00 Lau 4.12. Kl. 13:00 Lau 4.12. Kl. 14:30 Sun 5.12. Kl. 11:00 Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 14:30 Lau 11.12. Kl. 11:00 Lau 11.12. Kl. 13:00 Lau 11.12. Kl. 14:30 Sun 12.12. Kl. 11:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 14:30 Lau 18.12. Kl. 11:00 Lau 18.12. Kl. 13:00 Lau 18.12. Kl. 14:30 Sun 19.12. Kl. 11:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 14:30 U Sun 26.12. Kl. 20:00 Frums. Þri 28.12. Kl. 20:00 2. sýn Mið 29.12. Kl. 20:00 3. sýn Lau 8.1. Kl. 20:00 4. sýn Sun 9.1. Kl. 20:00 5. sýn Fim 13.1. Kl. 20:00 6. sýn Fös 14.1. Kl. 20:00 7. sýn Fös 21.1. Kl. 20:00 8. sýn U U U Ö Ö Ö U U U U U U U U U U U Ö Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U Ö Ö U „Hrífandi falleg bók … alveg magnað verk.“ HJ / KILJAN FB / FRÉTTABLAÐIÐ L j ó s a Listilega skrifuð 3. sæti ÍSLENSK SKÁLDVERK EYMUNDSSON OG FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Risarnir í jólatónleikahaldi, Jóla- gestir Björgvins Halldórsson- ar og Frostrósir, velta 300 millj- ónum íslenskra króna í miðasölu þetta árið. Þetta er samkvæmt útreikn- ingum Fréttablaðsins á tölum frá vefsíðunni midi.is og tónleikahöld- urum. Þrjátíu og níu þúsund gest- ir greiða að meðaltali tæpar átta þúsund krónur inn á 34 tónleika en þessi fjöldi verður að teljast algjört einsdæmi í íslenskri tón- leikasögu. Um fjórtán þúsund manns sækja tónleika Björgvins og um 25 þús- und manns ætla að sjá Frostrós- ir þetta árið, en tónleikaveislan hefst um helgina. Reyndar virð- ist áhugi á jólatónleikum vera mjög mikill um þessar mundir; það seldist upp á tvenna aðventu- tónleika Baggalúts fyrir norðan án þess að þeir væru auglýstir að neinu ráði og Sigríður Beinteins- dóttir verður með veglega jólatón- leika í Grafarvogskirkju föstudag- inn 10. desember sem bætt hefur verið við miðum á vegna mikillar eftirspurnar. Þá má ekki gleyma árlegum Þorláksmessutónleikum Bubba Morthens í Háskólabíói. Og þannig mætti áfram telja. Ísleifur B. Þórhallsson, sem skipuleggur Jólagesti Björgvins, bendir á að þessum tölum verði að taka með fyrirvara. Sumir miðar hafi verið seldir til fyrirtækja með afslætti og þá séu alltaf ein- hver sæti stök í salnum sökum þess miðakerfis sem stuðst sé við. „En jú, það er rétt, þetta eru ansi margir gestir. Rúmlega tíu pró- sent af þjóðinni fara á aðra hvora tónleikana.“ Hann segir það jafn- framt merkilegt að tónleikaraðirn- ar tvær virðist aldrei hirða gesti hvor af annarri. „Bilið breikkaði aðeins í fyrra en núna selst upp á ferna jólatónleika hjá okkur og Frostrósum. Okkur finnst stund- um eins og tónleikarnir styðji hverjir aðra þótt þeir séu í bull- andi samkeppni, það myndast bara einhver stemning. Við höfum heyrt það hjá midi.is að öll önnur miðasala leggist af í smástund þegar opnað sé fyrir sölu á þessa jólatónleika.“ Fréttablaðið tók saman svipaðar tölur góðærisárið mikla árið 2007 og náði miðasalan þá ekki helm- ingi sölunnar í ár, nam þá 120 milljónum króna. Ísleifur segir það ekkert skrýtið. „Þetta helst í hendur við kreppuna, fólk er ekki að kaupa dýrari bíl, íbúð eða fara til útlanda, það leyfir sér í staðinn að fara á jólatónleika.“ freyrgigja@frettabladid.is ÍSLEIFUR B. ÞÓRHALLSSON: FÓLK VILL FARA Á JÓLATÓNLEIKA Í KREPPUNNI 300 milljónir í kassann hjá Björgvini og Frostrósum MÖGNUÐ EFTIRSPURN 39 þúsund Íslendingar ætla annað hvort að fara á Frostrósir eða Jólagesti Björgvins Halldórsson- ar. Miðasalan nemur þrjú hundruð milljónum íslenskra króna. Frostrósahópurinn lagði af stað í tónleikaferðina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Í ár er jóladagatalið norskt,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri Sjónvarpsins. Jóladagatalið hefur verið fastur dagskrárliður í Sjónvarpinu allt frá árinu 1986 og eflaust muna margir eftir þekkt- um persónum úr jóladagatalinu sem stytti börnum stundir á meðan beðið var eftir jólunum. Aðeins einu sinni áður hefur efnið verið erlent, en árið 1993 sýndi Sjónvarp- ið jóladagatal um Múmínálfana. Hún segir ástæðuna fyrir erlenda efninu afar einfalda. „Þetta er afskaplega dýrt efni í framleiðslu og eins og allir vita vöðum við ekki í peningum hérna.“ Sjónvarpið hefur haft þá hefð að gefa út dagatal samhliða sjón- varpsefninu en þar verður einn- ig niðurskurður. „Við erum að tapa peningum á því að gefa það út,“ segir Sigrún og bætir við að áhuginn á jóladagatalinu hafi farið minnkandi með árunum. Sjónvarpið hefur oft á tíðum endursýnt gamalt jóladagatal og segir Sigrún að það hafi komið til umræðu í ár. „Já, það kom til greina. En af tveimur mögu- legum kostum fannst mér þessi kostur vera betri. Ég vildi frek- ar bjóða upp á nýtt og flott efni,“ segir Sigrún. Hún segist ekki hafa orðið vör við gagnrýni. „Það væri voðalega gaman að geta gert allt, en þannig er nú bara ekki það líf sem við búum við í dag,“ segir Sigrún en bætir við að jóladagatalið í ár verði mjög skemmti- legt og öll fjölskyldan eigi eflaust eftir að hafa gaman af. Jóladagatalið heitir á frummálinu „Jul i Sving- en“ en í íslenskri þýð- ingu kallast það „Jól í Snædal“. - ka Niðurskurður í jóladagatali Sjónvarpsins VÖÐUM EKKI Í PENINGUM Sig- rún Stefánsdóttir dagskrárstjóri Sjónvarpsins segir niðurskurð- inn hafa verið óumflýjanlegan en telur að enginn eigi að verða fyrir vonbrigðum með jóladagatalið í ár. „Við gerðum þetta í fyrra og þá vorum við þrír. Við ætlum að reyna að gera þetta aftur núna og fá von- andi fleiri til að vera með,“ segir Ólafur Sverrir Guðmundsson, en hann og vinur hans, Kristján Karl, ætla að halda Harry Potter hlut- verkaleik á föstudaginn. Hlutverka- leikir sem þessir kallast á enskri tungu „larp“ en það er stytting á orðunum „live action role-play- ing“. Fjölmargir hafa staðfest komu sína, en Ólafur og Kristján skráðu atburðinn á Facebook. „Upphaf- lega hugsunin var sú að engir tveir mættu vera í sama hlutverki, en ef mjög margir mæta eru ekki nógu margar persónur fyrir alla svo fólk má í rauninni vera hver sem er,“ segir Ólafur. Hann bætir þó við að enginn megi vera Voldemort því hann sé of máttugur. Hann segir þá Kristján vera búna að ákveða sín hlutverk. „Ég ætla að vera Cedric Diggory og Kristján verður sjálfur Harry Potter.“ Þeir félagarnir héldu svipaðan hlut- verkaleik í fyrra. „Við vorum með Pokémon-þema síðast. Þá vorum við samt bara þrír,“ segir Ólafur en bætir við að það hafi heppnast stór- kostlega og því langi þá að endur- taka leikinn. „Við ætluðum að útbúa fullt af sprotum sem fólk gæti feng- ið hjá okkur, en ég efast um að við náum að gera mjög marga sprota. Það er líka bara hægt að nota grein- ar eða eitthvað,“ segir Ólafur. Hlutverkaleikurinn fer fram á föstudaginn klukkan átta og verður haldinn fyrir aftan Miðbæ á Háa- leitisbrautinni. „Við hvetjum alla til að mæta. Við ætlum allavega bara að fíflast og fá okkur bjór,“ segir Ólafur. - ka Halda Harry Potter hlutverkaleik TILBÚNIR Í GALDRASLAG Þeir Ólafur Sverrir og Kristján Karl vonast eftir því að sem flestir geti mætt í Harry Potter hlutverkaleikinn á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.