Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 2
2 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR „Ólafur, ætlið þið að keyra þetta mál í gegn með trukki?“ „Nei, en ekki heldur á bremsunni. Við förum þetta á löglegum og vistvænum hraða.“ Vegagerðin og Þingvallanefnd ætla að draga úr miklum hraðakstri sem sagður er fylgja nýjum vegi um Lyngsdalsheiði. Ólafur Örn Haraldsson er þjóðgarðsvörð- ur á Þingvöllum. FÓLK Með Fréttablaðinu í dag fylgir sérstakt blað tileinkað Barnahjálpinni og sölu Rauða nefsins. Í kvöld verður skemmtiþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2 þar sem efnt verður til landssöfnunar til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Börn í mörgum evrópskum velferðarríkjum og í Bandaríkjunum búa við meira ójafnrétti en börn í sumum þróunarlöndum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um börn sem eiga á hættu að dragast aftur úr öðrum börnum. „Skýrslan skoðar ákveðin einkenni mismunun- ar, það er stöðu þeirra barna sem á botninum eru – og spyr hversu langt efnalega vel stæð lönd leyfi fátækustu börnum að heltast úr lestinni,“ segir í tilkynningu frá Barnahjálpinni. Litið var til efnis- legrar velferðar, jafnréttis í menntun og jafnréttis í heilbrigðismálum. „Ítalía, Bandaríkin, Grikkland, Belgía og Bret- land eru til dæmis lönd sem leyfa hópi viðkvæmustu barnanna að heltast mun meira úr lestinni en lönd eins og Danmörk, Finnland, Írland, Sviss og Hol- land,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Gordon Alexander, forstjóra rann- sóknarmiðstöðvar UNICEF, Innocenti, að löndin 25 sem borin séu saman séu öll háþróuð velferðar- ríki með svipaða getu til að takmarka fátækt meðal barna. „Sú staðreynd að sumum löndum gengur betur en öðrum sýnir einungis að hægt er að brjóta upp fátæktarmunstrið,“ segir Alexander. - gar Börn í velferðarríkjum búa við meira ójafnrétti en börn í sumum þróunarlöndum: Sjónvarpssöfnun fyrir Barnahjálpina ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Einn fimm kynna skemmtiþátt- ar kvöldsins á Stöð 2 undirbýr sig undir landssöfnun á Degi Rauða nefsins með viðeigandi hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJARAMÁL Fulltrúar í stjórnum og samninganefndum aðildarfélaga Kennarasambands Íslands funda um stöðuna í kjaramálum í dag. „Ég á von á að það verði tekin afstaða til hvort við verðum með í sameiginlegum málum eða verð- um ein og sér,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður sambandsins. Samtök atvinnulífsins eru áfram um víðtækt samstarf á vinnumarkaði í anda stöðugleika- sáttmálans frá því á síðasta ári. Kennarar telja sig hafa komið illa frá því tímabili og hafa til þessa verið neikvæðir í garð nýs sam- starfs. - bþs Kennarar ræða kjaramálin: Taka afstöðu til nýs samstarfs VIÐSKIPTI Endurskoðendur geta krafist allra þeirra gagna sem þeir telja sig þurfa á að halda við end- urskoðun uppgjöra. Þeir eiga ekki að sætta sig við framlögð gögn við- skiptavina sinna. „Þeir eiga ekki að láta sér nægja eitthvað sem kúnninn leggur fram,“ segir Bjarni Frímann Karlsson, lektor í reikningshaldi við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann leggur áherslu á að verði endurskoðendur varir við eitthvað athugavert í uppgjörum viðskipta- vina sinna eigi þeir að kalla eftir gögnum. Enginn viðskiptavinur á að geta neitað að verða við ósk þeirra, að sögn Bjarna. Slitastjórn Landsbankans hefur tilkynnt stjórn Pricewaterhouse- Coopers (PwC) um ætlaða bóta- skyldu vegna vanrækslu við endur- skoðun á reikningum bankans árið 2007 auk þess að hafa ekki gert fyr- irvara við árshlutauppgjör í aðdrag- anda bankahrunsins árið 2008. Herdís Hallmarsdóttir, lögmaður sem sæti á í slitastjórn Landsbank- ans, segir að óskað hafi verið eftir vinnugögnum PwC. Þeirri ósk hafi verið hafnað. „Vinnugögnin gætu sýnt fram á að eitthvað af því sem við höldum fram er ekki rétt,“ segir hún. Í yfirlýsingu PwC segir að hlut- verk fyrirtækisins hafi verið að láta í té álit á ársreikningum og hafa skoðun á hvort reikningsskil væru í samræmi við lög og reglur. Tekið hafi verið mið af þeim upplýsingum sem þeir höfðu aðgang að. „Maður hefur ekki allar upplýs- ingar. Þessi afsökun endurskoð- enda virðist harla léttvæg,“ segir Bjarni. jonab@frettabladid.is Hriplek vörn hjá endurskoðendum Komi upp vafaatriði við gerð ársreikninga og uppgjöra geta endurskoðendur kallað eftir gögnum frá viðskiptavini. Allir eiga að bregðast við því, segir lektor í reikningshaldi. Grunur leikur á að uppgjör Landsbankans hafi verið falsað. Endurskoðendur hafa sloppið furðu vel þrátt fyrir að hafa brugðist við gerð ársreikninga banka og fjármálafyrirtækja fyrir hrun. Þetta sagði Bjarni Frímann Karlsson í erindi sínu í fyrirlestraröð Háskólans um lærdóma af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hann benti á að endurskoðendur hefðu ofmetið eignir bankanna stórkostlega fyrir hrun og ekki fært eignir þeirra niður að ráði þrátt fyrir sterkar vísbendingar um lausafjárvandræði. Þá hefðu endurskoðendur átt að gera sér grein fyrir lánum bankanna fyrir kaupum á þeirra eigin bréfum. „Bókhaldsmeðferð var á mjög gráu svæði,“ sagði Bjarni. Taldi endurskoðendur á gráu svæði BJARNI Í PONTU Háskóli Íslands stóð fyrir fyrirlestraröð um lærdóminn af banka- hruninu eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Bjarni sagði skýrsluna sýna slæleg vinnubrögð endurskoðenda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEF´ÁN ■ Grunur leikur á að eigið fé Landsbankans hafi verið ofmetið árið 2007 og hafi verið komið undir 8,0 prósenta lögbundið lágmark. Eiginfjárhlutfall Landsbankans var sagt 11,7 prósent í ársreikningi. ■ Endurskoðendur gerðu ekki fyrirvara við uppgjör Landsbankans 2008. ■ Endurskoðendur skilgreindu aldrei feðgana Björgólf Guðmundsson, formann bankaráðs Landsbankans, og Björgólf Thor son hans sem skylda aðila. Þeir áttu rúm 40 prósent í Landsbankanum frá ársbyrjun 2003. Helstu atriðin að mati slitastjórnar EVRÓPUMÁL Orð formanns samn- inganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsyn- leg“ segir Haraldur Benedikts- son, formaður samtakanna, í leið- ara Bændablaðsins í gær. Því með þeim sé reynt að „klína ábyrgð á bændur“ á samningum Íslands við ESB. Þetta viðhorf Stefáns Hauks „stórskaðar það traust sem ríkja þarf“ milli nefndarinnar og sam- takanna, segir Haraldur. Kveðst Haraldur hafa sent Stef- áni Hauki bréf og krafist nánari skýringa á þessum orðum. Stefán Haukur viðurkenndi á laugardag að sú afstaða sam- takanna að taka ekki þátt í yfir- standandi rýniferli gæti gert samningsstöðu landsins „lakari en ella“. Þar kom fram að álag er á íslenskri stjórnsýslu, en öll tilkölluð hags- munasamtök leggja nefndinni lið, nema Bændasamtökin. Haraldur sagði í blaðinu á þriðjudag að andstaða Jóns Bjarnasonar landbúnaðar- ráðherra við aðildarvið- ræðurnar hefði þýtt að ekki náðist að vinna ákveðin verk í ferlinu. Þessu hafnaði landbúnað- arráðuneytið í gær. Innan utanríkisráðuneytis er það talin skylda formanns samn- inganefndar að greina frá því ef eitthvað kann að hindra að besta mögulega samningi verði náð, segir heimild þar. Ekki sé hægt að sjá að Stefán Haukur hafi ráð- ist að bændum, heldur þvert á móti hafi hann bent á þekkingu þeirra og mikilvægi í ferlinu. Ráðuneytinu hafði ekki borist bréf Haraldar í gær. - kóþ Skylda formanns samninganefndar að greina frá því sem skaðar stöðuna, segir utanríkisráðuneytið: Formaður bænda segir ábyrgð „klínt“ á þá HARALDUR BENEDIKTSSON Formaður Bændasamtak- anna segir orð Stefáns Hauks, um að hjáseta bænda í rýniferlinu skaði samn- ingsstöðu landsins, ómakleg. Samtökin hafi víst unnið að „viðkvæmum verk- efnum“ í aðildar- ferlinu að beiðni stjórnvalda. FRAMKVÆMDIR verktakar sem hugðust í gær flytja húsið á Von- arstræti 12 á nýjan stað á horni Kirkjustrætis og Tjarnargötun urðu að játa sig sigraða þegar í ljós kom að byggingin er um það bil 25 tonnum þyngri en áætl- að var. Dæmið verður nú end- ureiknað. Búist er við að hægt verði að ljúka verknu með því að bæta þriðja krananum við þá tvo sem í gær megnuðu ekki að lyfta húsinu. Þingflokkur VG hefur haft aðstöðu í húsinu sem er í eigu Alþingis og er ætlað að vera í enda húsaraðar þingsins við Kirkjustræti. - gar Þungt pundið í flokkshúsi: Yfirsást 25 tonn í Vonarstræti 12 VONARSTRÆTI 12 Bakhúsið var fært til án vandræða um daginn en aðalhúsið bifaðist ekki í gær. MEXÍKÓ, AP Árið 2010 er nú þegar orðið eitt af þremur heitustu árum sögunnar, en hin tvö eru 2005 og 1998. Árinu er ekki lokið, og það gæti því enn orðið það allra heit- asta. Áratugurinn 2001-2010 er sá heitasti, sem þekkst hefur frá því reglubundnar mælingar hófust árið 1850. Kaldir vetur í Evrópu gera það hins vegar að verkum að árið 2010 er orðið hið kaldasta í álf- unni síðan 1996. Þetta kemur fram í gögnum Alþjóðaveðurstofnunarinnar, sem kynnt voru í gær á loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Cancun í Mexíkó. - gb Stefnir í að hitamet verði sett: 2010 eitt þriggja heitustu áranna VASKIR KRAKKAR Börn af leikskólanum Hæðarbóli hjálpuðu bæjarstjóra við fyrstu skólfustunguna. MYND/GARDABAER.IS GARÐABÆR Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tóku í fyrradag fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla við Línakur í Garðabæ. Þeim til aðstoðar var hópur barna af leikskólanum Hæðar- bóli. Gert er ráð fyrir að skólinn muni rúma 100 börn, en með byggingu hans er öllum börnum yfir 18 mánaða aldri í Garðabæ tryggð leikskóladvöl. Kostnaður við bygginguna er ráðgerður 247 milljónir og er áætlað að hann hefji starfsemi vorið 2012. - þj Nýr leikskóli í Garðabæ: Tryggja öllum leikskólapláss SPURNING DAGSINS AÞENA - HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ HAÍTÍ? EFTIR MARGRÉTI ÖRNÓLFSDÓTTUR HVAÐ ER MÁLIÐ? Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi ;) FJÖRUVERÐLAUNIN Í FLOKKI UNGLINGA BÓKA „Bráðskemmti leg bók, fjörug og f yndin..., ævintýraleg og nútímaleg,“ –H. Ó. Morgun blaðið (Um fyrri bókin a) „Margrét Örnólfsdóttirvarpar áreynslulaust upp hæfilega hversdagslegri og hæfilega ævintýralegri mynd af heimi krakka í dag.“ –Ú. D. bokmenntir.is(Um fyrri bókina)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.