Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 62
14 • LANGBESTA ÁR Í SÖGU DIKTU DIKTA ER HLJÓMSVEIT ÁRSINS. THANK YOU ER LAG ÁRSINS. POPP HEYRÐI Í SÖNGVARA ÁRSINS. „Þetta er náttúrlega búið að vera fáránlegt ár,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari hljómsveitarinnar Dikta. Dikta er búin að eiga ótrúlegt ár. Platan Get It Together sat á toppi vinsældalistans í margar vikur, lagið Thank You náði óheyrð- um hæðum í útvarpsspilun og hvert sem hljómsveitin kom var uppselt. „Leiðin hefur legið upp á við í þessi ellefu ár sem við höfum starfað; fleiri og fleiri aðdáendur og fleiri og fleiri sem mæta á tónleika. Svo í nóvember í fyrra fór þetta eins og raketta upp í loftið,“ segir Haukur og rifjar upp útgáfutónleika Diktu í nóvember í fyrra. Tónleikarnir voru eins konar vatnaskil á ferli hljómsveitarinnar. „Þá fylltum við Nasa – sem ég hélt að við myndum aldrei gera. Það var ekki í myndinni einhverjum mánuðum fyrr,“ segir Haukur. „Svo gerðum við það aftur í febrúar og aftur í apríl. Hvert sem við fórum var uppselt. Við héldum tvenna tónleika á Akureyri og það var alltaf uppselt. Þetta var bara bull. Alveg súrrealískt.“ Lagið Thank You er tvímælalaust lag ársins, en það var í gríðarlegri spilun á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins. Haukur segist hafa lent í því að fólk hafi hringt í hann og hreinlega beðið hann um að draga það úr spilun, svo gríðarlegar voru vinsæld- ir lagsins. Hann tekur þó fram að fólk hafi verið að grínast í honum. „Mamma mín sagði mér að hún hefði verið að hlusta á Bylgjuna þegar kona hringdi inn og fer að ræða hvað þetta væri nú gott lag – en það væri samt búið að spila það svo mikið að hundurinn hennar flúði alltaf inn í annað herbergi þegar lagið væri spilað. Hann lét sig hverfa. Mér finnst það gott! Hundurinn var kominn með nóg af þessu.“ Haukur og félagar eru að sjálfsögðu gríðar- lega ánægðir og þakklátir með árangurinn. Dikta er á leiðinni til Þýskalands á næsta ári, en platan Get It Together kemur þar út um það leyti. „Við erum að reyna að minnka við okkur áður en geðveikin hefst á næsta ári. Erum að semja og æfa, en það gengur misjafnlega vel að finna tíma fyrir það,“ segir Haukur. En er möguleiki að toppa þetta ár? „Ekki hérlendis. Við seldum gullplötu, næstum því platínu. Fylltum alla tónleika- staði nema Laugardalshöllina. Eina leiðin til að toppa þetta væri að gera eitthvað stærra erlendis.“ SKÁL Haukur Heiðar hefur ástæðu til að fá sér ískalt vatnsglas. Jólin eru að koma hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ein leiðin til að gera þessa myrku hátíð skemmtilega er að fara frumlegar leiðir í gjafavali. Popp tók saman nokkrar hugmyndir sem fæstir myndu láta sér detta í hug. GJAFIRN- AR SEM ENGINN FATTAR AÐ GEFA LÁTTU GERA BOBBLE-HAUS Á vefsíðunni www.whoopassent- erprises.com getur þú látið sér- smíða handa þér bobble-haus. Hausinn yrði eftirmynd af þeim sem þú ætlar að gefa gjöf- ina eða jafnvel af sjálfum þér. Hausarnir kosta frá 80 dölum og upp úr og þú þarft að hafa hraðar hendur ef þú ætlar að panta fyrir jól. SÉRHANNAÐ M&M Allir elska M&M. Pældu í ef þú ættir M&M með stöfunum þínum eða jafnvel mynd af þér á sjálfu namminu. Á vefsíðunni www.mymms. com geturðu látið prenta á nammi, valið liti og jafnvel myndir. Fáránlega sniðugt og bragðgott, sem er einmitt krafan sem ritstjórn Popps gerir til gjafa almennt. PARIS HILTON Í PARTÍ Um- boðsskrifstofan www.athlete- promotions.com er með alls kyns stjörnur á sínum snær- um. Hvernig væri að taka upp veskið og gefa besta vini þínum Paris Hilton í jóla- gjöf? Þú getur látið hana koma í partí og halda uppi stuðinu með sínum heimsþekkta húmor. Þetta gæti orðið kostn- aðarsamt, en er vafalaust hverrar krónu virði. DRAUMUR B-MANNSINS Fæstum finnst skemmtilegt að vakna á morgnana, en það væri svo miklu auðveldara ef maður myndi vakna vel - eins og til dæmis við sólarupprás. Lífsklukkan er algjör snilld sem líkir eftir sólarupprás á morgnana og sér þannig til þess að þú vaknir náttúru- lega, eins og hellisbúi! Skoðaðu www.lifs- klukkan.is fyrir nánari upplýsingar. CHUCK NORRIS VAR BITINN AF SNÁKI. ÞREMUR DÖGUM SÍÐAR DRAPST SNÁKURINN.EKKI SÍST sólgleraugu gjöf sem gleður Verð frá kr. 19.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.