Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 90
 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR PARANORMAL2MOVIE.COM EINN BESTI SPENNUTRYLLIR ÁRSINS...SEM GEFUR FYRRI MYNDINNI EKKERT EFTIR! FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. SENDU SMS ESL PN2 Á NÚMERIÐ 1900. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! Fullt af aukavinningum: Tölvuleikir · DVD myndir og fleira! FRUMSÝND 3.DESEMBER 9. HVER VINNUR! VILTU MIÐA! Aðeins sex vikur eru síðan söng- konan Christina Aguilera skildi við eiginmann sinn, Jason Brat- man, og hún er þegar orðin ást- fangin á ný. Í einkaviðtali við tímaritið People Magazine viðurkennir söng- konan að hún sé ástfangin af nýja kærasta sínum, Matthew Rutler, sem vann við tökur á kvikmynd- inni Burlesque. „Það ríkir mikil ást á milli okkar. Ég skemmti mér vel með honum og það er nokkuð sem ég hef ekki gert lengi,“ sagði Aguilera, en hún og Rutler byrjuðu saman stuttu eftir skilnað söng- konunnar. „Matthew er einstök manneskja. Við vorum góðir vinir á meðan við unnum að kvikmyndinni. Hann er manneskja sem maður getur talað við út í hið óendanlega. Við byrj- uðum saman um leið og ég hafði sótt um skilnað. Ég er ekki að ana út í neitt. Ég var að koma úr fimm ára hjónabandi og vil núna einbeita mér að því að vera hamingjusöm.“ Þrátt fyrir að vera nýskilin segist Aguilera ekki útiloka þann mögu- leika að hún gifti sig aftur. Sena gefur út fjölda stórra safnplatna fyrir jólin. Bubbi, Ómar Ragnars, Kristján Jóhanns, Elly Vil- hjálms, Ólafur Gaukur og Spilverkið fá öll að njóta sín í stórum og veglegum umbúðum. Safnplötuútgáfa Senu er blómleg fyrir þessi jól, eins og svo oft áður. Þreföld safnplata með helstu lögum Ómars Ragnarssonar, Ómar í hálfa öld, hefur að geyma 72 lög frá fimm- tíu ára ferli þessa mikla skemmti- krafts. Lögin voru tekin úr 300 laga safni þar sem Ómar er annaðhvort höfundur lags eða texta eða hvort tveggja. Fjöldi söngvara og hljóm- sveita kemur við sögu, þar á meðal Vilhjálmur Vilhjálmsson, Hljómar, Björgvin Halldórsson og Diddú. „Ómar varð sjötugur núna um daginn. Hann var í samvinnu með okkur að velja lögin á plötuna og hún endaði í þremur diskum,“ segir Höskuldur Höskuldsson hjá Senu. „Það gera sér ekki margir grein fyrir því hvað Ómar á mikið af text- um, til dæmis Sveitapiltsins draum- ur, Ástarsorg með Elly og Villa og Árið 2012 með Villa.“ Bubbi, góðvinur Ómars, er einn- ig á ferðinni með safnpakkann Bubbi, Sögur af ást, landi og þjóð, sem hefur að geyma þrjár plötur og einn mynddisk. Þarna er að finna safn bestu laga Bubba frá þrjátíu ára ferli hans. Fimmtán laganna voru valin af þjóðinni í gegnum Visir.is og varð Rómeó og Júlía þar hlutskarpast. Mynddiskurinn hefur að geyma fimmtíu myndbönd sem flest hafa ekki verið gefin út áður og einnig tónleikaupptökur. „Þetta er í fyrsta skipti sem það kemur út safnplata með Bubba, bæði með sólótónlist og böndunum hans. Þetta er mjög eigulegur pakki,“ segir Höskuldur. Í safnpakkanum þrefalda, Heyr mína bæn, eru sextíu vinsælustu lög Ellyjar Vilhjálms. „Elly hefði í desember orðið 75 ára. Hún er ein ástsælasta söngkona sem Ísland hefur alið og þetta er í fyrsta skipti sem það kemur út þriggja diska safn með henni,“ útskýrir Höskuldur en söngkonan Guðrún Gunnarsdótt- ir valdi lögin á plöturnar. „Þarna fylgir með veglegur bæklingur Sex safaríkir safnpakkar FLOTTIR SAFNPAKKAR Fjöldi veglegra safnpakka kemur út hjá Senu fyrir jólin. Lögum Ómars Ragnarssonar, Bubba, Kristjáns Jóhanns, Ellyjar Vilhjálms og Ólafs Gauks verður meðal annars gert hátt undir höfði. AFTUR ÁSTFANGIN Christina Aguilera er ástfangin á ný, aðeins sex vikum eftir að hún sótti um skilnað frá eiginmanni sínum. NORDICPHOTOS/GETTY Byrjuð með nánum vini sínum Natalie Portman þurfti að fylgja ströngu mataræði meðan á tökum kvikmyndarinnar The Black Swan stóð. Leikkonan hætti þó í megrun um leið og tökum lauk. „Ég þurfti að borða pasta, brauð og pitsur alla daga. Ég þurfti alls ekki að hætta að borða, heldur minnka skammtana og borða oftar,“ sagði Portman í viðtali við People Magazine. Auk þess að þurfa að passa upp á það sem hún setti ofan í sig varð Port- man að stunda einhvers konar líkamsrækt í minnst fimm klukkustundir á dag. „Dansarar eru stans- laust að þjálfa sig. Mér fannst þetta mjög erfið vinna en þetta var einnig stórkostleg lífsreynsla.“ Portmann æfði ballett með danshöfundinum Benjamin Milliped sem er nú kærasti hennar. „Hann veit hvenær hann á að gefa eftir. Stundum gat ég ekki gert ákveðna hluti, sama hversu mikið ég reyndi, þá breytti hann sporunum þannig að ég gat gert það betur. Ég held að það hafi aðeins gert myndinni gott,“ sagði leikkonan. Borðaði aðeins pasta og pitsur EKKI MEIRA PASTA Natalie Portman þurfti að passa upp á mataræðið meðan á tökum á The Black Swan stóð. NORDICPHOTOS/GETTY með mörgum áður óbirtum mynd- um úr einkasafni fjölskyldunnar. Það var algjör fjársjóður að fá þær myndir.“ Enn ein þrefalda útgáfan er safn 55 laga með tenórnum Kristjáni Jóhannssyni sem nefnist Il grande tenore. Þarna eru lög frá fjörutíu ára ferli söngvarans og kennir þar ýmissa grasa. Lög úr hinum ýmsu óperum koma við sögu, auk laga á borð við Jalousie og Spanish Eyes, og tók Kristján þátt í að velja réttu lögin. Í næstu viku er væntanleg tveggja diska safnplata með lögum Ólafs Gauks. Bæði eru þar lög sem hann spilaði með hljómsveit sinni og lög þar sem hann hefur átt textana. Plötur Spilverks þjóð- anna koma einnig út í sjöföldum safnpakka um miðjan desember og verður það væntanlega mik- ill fengur fyrir íslenska tónlistar- áhugamenn. Ein platan verður með áður óbirtu efni og með útgáfunni fylgir spikfeitur hundrað blaðsíðna bæklingur. freyr@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.