Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 03.12.2010, Blaðsíða 96
52 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson er með í höndun- um nýtt samningstilboð frá félagi sínu, Coventry, sem leikur í ensku B-deildinni. Núverandi samningur Arons Einar rennur út í sumar en hann er nú á sínu þriðja ári hjá Cov- entry. Þrátt fyrir að hann sé einungis 21 árs gamall á hann nú þegar 98 deild- arleiki að baki með liðinu og hefur hann verið fastamaður í því undan- farin tvö og hálft ár, síðan hann kom frá AZ Alkmaar í Hollandi sumar- ið 2008. „Félagið er búið að bjóða mér nýjan samning og er ég enn að hugsa mín mál. Ég veit ekki hvað gerist og það gæti vel verið að það verði fínt fyrir mig að vera samningslaus á Evrópumótinu í sumar,“ sagði Aron Einar í samtali við Fréttablaðið en búast má fastlega við því að hann verði í íslenska U-21 landsliðinu sem keppir á EM í Danmörku næsta sumar. „Samningstilboðið er alls ekki nógu gott og það er ekki möguleiki á því að ég muni skrifa undir það. Þeir vita alveg hvað ég vil fá,“ bætti hann við. Aron segir að félög bæði í ensku úrvalsdeildinni og Þýskalandi hafi sýnt honum áhuga en að hann sé nú fyrst og fremst að einbeita sér að því að spila vel með Coventry. „Ég hef látið umboðsmanninn minn algerlega sjá um þessi mál og það er um að gera að leyfa honum að vinna fyrir laununum sínum,“ sagði hann í léttum dúr. Hann segir þó að það gæti verið hættulegur leikur að leyfa samn- ingnum einfaldlega að renna út. „Það getur vel verið að ég meiðist og þá er betra að vera með örugg- an samning á bak við sig. En ég ætla þó að flýta mér hægt í þessum málum.“ Aidy Boothroyd er knattspyrnu- stjóri Coventry og ber Aron honum vel söguna. „Hann nær alltaf því besta úr hverjum leikmanni og er alls ekki hræddur við að henda leik- mönnum úr liðinu ef þeir standa sig ekki vel. En hann hefur notað mig og vill að ég skrifi undir nýjan samn- ing. Hann vill því eflaust halda mér góðum,“ sagði Aron og hló. Hann hefur þó ekki verið að spila sína uppáhaldsstöðu að undanförnu, sem varnartengiliður. „Ég hef bæði verið að spila á hægri kantinum og fyrir aftan framherja en það hefur þó gengið ágætlega,“ segir Aron og útilokar ekki að félagið ákveði að selja hann í janúar. „Það er annar möguleiki. En ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að því að spila vel og klára tímabilið með sóma. Svo verða fulltrúar allra stærstu liða heims í Danmörku í sumar og aldrei að vita hvað gerist þá. Það eru spennandi tímar fram undan.“ - esá Aron Einar Gunnarsson með nýtt samningstilboð frá enska B-deildarliðinu Coventry: Mun aldrei sætta mig við þetta tilboð ARON EINAR Hér í leik með Coventry í ensku B-deildinni. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari valdi í gær leikmannahóp sinn fyrir heimsbik- armótið sem fram fer í Svíþjóð í næstu viku. Þar mun Ísland mæta Dönum, Norðmönnum og Svíum. Fjölmarga lykilmenn vantar í íslenska liðið að þessu sinni. Mark- verðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Levy Guðmundsson fengu ekki leyfi frá félögum sínum til þess að taka þátt í mótinu. Slíkt hið sama á við um hornamanninn Þóri Ólafsson. Ólafur Stefánsson og Vignir Svavarsson fá frí af persónuleg- um ástæðum. Svo er Logi Geirsson meiddur og Guðjón Valur Sigurðs- son nýbyrjaður að spila eftir lang- vinn meiðsli. Skyttan unga Ólafur Guðmundsson og miðjumaðurinn Hannes Jón Jónsson eru ekki vald- ir í hópinn að þessu sinni. Birkir Ívar Guðmundsson snýr aftur í markið en langt er síðan hann var í landsliðinu síðast. Hann mun standa í markinu ásamt Svein- birni Péturssyni, sem hefur farið mikinn í marki Akureyrar. Svein- björn er nýliði í hópnum rétt eins og HK-ingurinn Atli Ævar Ingólfs- son. - hbg Marga lykilmenn vantar í A-landsliðið í handbolta á heimsbikarmótinu: Tveir nýliðar hjá Guðmundi ATLI ÆVAR INGÓLFSSON Hefur spilaði mjög vel með HK. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Landsliðshópurinn Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Sveinbjörn Pétursson Akureyri Aðrir leikmenn: Alexander Petersson Fuchse Berlin Arnór Atlason AGK Arnór Þór Gunnarson Bittenfeld Aron Pálmarsson Kiel Atli Ævar Ingólfsson HK Ásgeir Örn Hallgrímsson Hannover Bjarni Fritzson Akureyri Ingimundur Ingimundarson AaB Oddur Grétarsson Akureyri Róbert Gunnarsson RNL Sigurbergur Sveinsson Rheinland Snorri Steinn Guðjónsson AGK Sturla Ásgeirsson Valur Sverre Jakobsson Grosswallstadt FÓTBOLTI „Við förum til nýrra landa,“ sagði Sepp Blatter, forseti FIFA, í gær eftir að hann hafði til- kynnt heiminum hvernig ein allra harðasta samkeppni um að fá að halda HM í fótbolta endaði. Það má með sanni segja að FIFA hafi farið með keppnina á nýja staði, annars vegar til Austur-Evrópu í fyrsta sinn og hins vegar í eyðimerkur- hitann við Persaflóa. Rússar og Katarmenn gengu því sigri hrósandi út úr höfuðstöðv- um FIFA í Zürich í gær eftir að ljóst varð að framkvæmdastjórn FIFA hafði kosið að HM 2018 og HM 2022 færi fram í Rússlandi og Katar. Englendingar höfðu gríðar- legar væntingar fyrir kosninguna en þegar upp var staðið þá fékk enska umsóknin háðulega útreið hjá 22 meðlimum framkvæmda- stjórnar FIFA. David Beckham, ein aðaltals- maður ensku umsóknarinnar, tók tapinu af fagmennsku en gat ekki leynt vonbrigðum sínum. „Við trúð- um því að við gætum unnið og bæði forsætisráðherrann og Vilhjálmur prins unnu mikið og gott starf fyrir umsóknina. Allt liðið okkar hefur verið frábært en því miður gátum við ekki komið með HM heim. Það eru samt hvergi í heiminum ástríðufyllri stuðningsmenn held- ur en í Englandi,“ sagði Beckham. Rússar unnu yfirburðasig- ur í kosningunni um HM 2018 og þurftu aðeins tvær umferðir til að fá hreinan meirihluta á bak við sína umsókn. Rússar fengu 9 af 22 atkvæðum í fyrstu umferð og svo 13 af 22 atkvæðum í ann- arri umferð. Englendingar fengu aðeins tvö atkvæði í fyrstu umferð og duttu strax úr leik „Þetta þýðir að FIFA treystir okkur,“ sagði Vladimír Pútín, for- sætisráðherra Rússa, sem ákvað að sitja heima en flaug síðan til Sviss í gær til þess að fagna með sínu fólki. „Þetta var mjög vitur og hugrökk ákvörðun,“ sagði Igor Shuvalov, varaforsætisráðherra Rússlands. „Við erum að byggja upp nýtt Rúss- land og við getum náð því fyrr með ykkar hjálp,“ sagði Shuvalov. Það var meiri spenna í kjörinu um HM 2022 þótt Katar hafi feng- ið flest atkvæði í öllum umferðum. Framkvæmdastjórnin endaði á því að kjósa á milli Katar og Bandaríkj- anna í fjórðu umferð og vann Katar þá kosningu örugglega 14-8. „Ég vil þakka ykkur fyrir að trúa á breytingar,“ sagði Sheikh Hamad bin Khalifa Al-Thani, emír af Katar en Katar mun halda keppnina í eyðimörk að sumri til. Katarmenn hafa nóg af pening- um og hafa lofað heiminum það að þeir munu nýta sér nýjustu tækni til þess að kæla niður leikmenn jafnt sem áhorfendur. Þeir ætla að endurgera þrjá leikvelli og byggja tólf nýja. „Við höfum unnið hörðum hönd- um að þessu verkefni undanfarin tvö ár til þess að komast í þessa stöðu. Við munum fagna í dag en á morgun hefst strax vinnan því við þurfum að leggja mikið á okkur til þess að standa við loforðin okkar,“ sagði furstinn Al-Thani. Næsta heimsmeistarakeppni fer fram í Brasilíu eftir tæp fjög- ur ár en svo er að sjá hvort Eng- lendingar reyna aftur að fá keppn- ina þegar kosið verður um hvar HM fer fram árið 2026. Vonbrigði gærdagsins munu örugglega kalla á harða gagnrýni heima fyrir og því er óvíst hvort HM fer fram í mekka fótboltans fyrr en eftir langan tíma. ooj@frettabladid.is SIGUR Í HÖFN Igor Shuvalov, varaforsætisráðherra Rússa, var kátur þegar ljóst var að Rússar fá að halda HM 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rússar halda HM í fótbolta 2018 og keppnin fer fram í Katar fjórum árum síðar. „Þetta þýðir að FIFA treystir okkur,“ sagði Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússa. Enska umsóknin fékk aðeins tvö atkvæði. Hneyksli fyrir Englendinga í Zürich Svona var kosið í gær Svona gekk kosningin fyrir sig hjá framkvæmdastjórn FIFA í gær en til þess að hreppa HM þurfti umsókn að fá meirihluta atkvæða eða tólf eða fleiri. HM 2018 (verður í Rússlandi) 1. umferð Rússland 9, Spánn/Portúgal 7, Holland/ Belgía 4, England 2 2. umferð Rússland 13, Spánn/Portúgal 7, Holland/ Belgía 2 HM 2022 (verður í Katar) 1. umferð Katar 11, Suður-Kórea 4, Bandaríkin 3, Japan 3, Ástralía 1 2. umferð Katar 10, Suður-Kórea 5, Bandaríkin 5, Japan 2 3. umferð Katar 11, Bandaríkin 6, Suður-Kórea 5 4. umferð Katar 14, Bandaríkin 8 KÖRFUBOLTI Það fara fram leikir í 16 liða úrslitum Powerade-bik- arsins í kvöld og þar á meðal eru tveir úrvalsdeildarslagir: Grinda- vík-KFÍ og ÍR-Fjölnir. Það er einnig mjög athyglis- verð viðureign á Ásvöllum þar sem Benedikt Guðmundsson mætir með lærisveina sína í Þór Þorlákshöfn og spila við Hauka. Þórsliðið er enn taplaust á tíma- bilinu því liðið hefur unnið sjö fyrstu leiki sína í 1. deildinni. Hjá konum fá Stjörnukonur Íslandsmeistara KR í heimsókn en Stjarnan er eins og Þór búin að vinna alla leiki sína í vetur. - óój Bikarleikir kvöldsins: Powerade-bikar karla: ÍR-Fjölnir kl. 19.15 Grindavík-KFÍ kl. 19.15 Haukar-Þór Þ. kl 19.15 Laugdælir-Ármann kl. 20 Powerade-bikar kvenna: Hamar-Valur kl. 19.15 Stjarnan-KR kl. 19.30 Powerade-bikar karla í kvöld: Taplausir Þórsar- ar á Ásvöllum ÓSIGRAÐIR Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur ekki notað Eið Smára Guð- johnsen í síðustu sex leikjum liðs- ins en stjórinn hefur nú fullviss- að Eið um að hann hafi hlutverk handa honum á þessari leiktíð. „Eiður þarf meiri tíma en ég hef enn trú á því að hann hafi hlutverk hjá liðinu á þessu tíma- bili,“ sagði Tony Pulis og hann hrósaði Eiði Smára. „Eiður er búinn að vera frábær síðan hann kom. Hann er góður í hópi og kemur vel saman við aðra leikmenn í liðinu. Ástæðan fyrir því að hann er ekki búinn að spila er að Ricardo Fuller er búinn að vera frábær, þeir Kenwyne Jones og Tuncay hafa spilað vel og Jon Walters er búinn að standa sig betur en allir áttu von á. Ef þessir leikmenn hefðu ekki staðið sig svona vel þá hefði Eiður fengið fleiri tæki- færi,“ sagði Pulis. - óój Tony Pulis hrósar Eiði Smára: Er frábær í hópi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.