Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 4
4 4. desember 2010 LAUGARDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna, hafa bandarísk stjórnvöld farið þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ræddi þetta við Valgerði Sverrisdóttur, þáver- andi utanríkisráðherra, og Jörund Valtýsson, ráðgjafa í utanríkisráðuneytinu. Valgerður er sögð hafa fagnað því, að fangabúð- unum á Kúbu verði lokað þegar fram líða stundir. Hins vegar þurfi íslensk stjórnvöld að hugsa málið áður en svar verði gefið. Endanlegt afsvar berst svo Bandaríkjamönn- um þann 29. mars, þar sem Íslendingar segjast hvorki hafa sérfræðikunnáttu né aðstöðu til að taka við föngum frá Guantanmo. Haft er eftir Nikulas Hannigan, ráðgjafa í utanríkis- ráðuneytinu, að íslensk lög heimili aðeins móttöku flóttamanna í skilningi Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. GENGIÐ 03.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,7989 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,80 115,34 179,94 180,82 152,19 153,05 20,416 20,536 19,010 19,122 16,685 16,783 1,373 1,381 176,39 177,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Ónákvæmt orðalag var í frétt um rafbyssur í blaðinu í gær. Þar sagði að tæplega 300 hefðu látist af þeirra völdum í Bandaríkjunum og Kanada. Réttara er að orða það svo að tæp- lega 300 dauðsföll hafi tengst notkun þeirra. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 3° -6° 1° -3° -1° 1° 1° 22° 2° 13° 6° 21° -9° 2° 14° -3°Á MORGUN 3-8 m/s Hvassara SA-til. MÁNUDAGUR Hæg N-læg eða breytileg átt. 2 1 -2 0 -5 -1 -6 0 -4 3 -9 5 7 5 8 4 5 6 10 4 3 3 -1 -4 -7 -8 -4 -2 -5 -8 -9 -6 SVALT HÆGVIÐRI Í dag og næstu daga má búast við frem- ur hægum vindi. Aðeins hvassara verður við SA- og A-ströndina eða 10-15 m/s. Yfi rleitt verður nokkuð bjart á landinu, einkum sunnan- og vestan til. Viðrar vel til útivistar um helgina, munið að klæða ykkur vel! Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður VIÐSKIPTI Sérstök eftirlitsnefnd á vegum skilanefndar Kaupþings rannsakar lánveitingar gamla bankans upp á samtals átta hundr- uð milljarða króna til fyrirtækja víða um heim. Svo virðist sem fyr- irtækin hafi ekki verið í rekstri. Þetta jafngildir 20 prósentum af heildarútlánum bankans. Nefndin heldur utan um þann hluta lánasafns gamla Kaupþings sem samanstendur af lánum og verðbréfum sem ekki eru í form- legri innheimtu eða umsýslu. Fram kemur í skýrslu skila- nefndar til kröfuhafa að talið sé að lítill hluti lánanna muni skila sér til baka, eða tæpir 40 milljarðar króna. Viðbúið er að lagðar verði fram skaðabótakröfur og mál höfð- uð í tengslum við lánveitingarnar í einhverjum tilvikum. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði í gær um nokkur mál að ræða. Í mörg- um tilvikum hafi verið lánað til skúffufélaga og skattaskjóla víða um heim. Á vegum skilanefndar Kaupþings starfar sérstök eftirlitsnefnd sem hefur meðal annars það verkefni að halda utan um þann hluta lánasafns þrotabúsins sem samanstendur af lánum, verðbréfum og viðskiptum sem eru til athugunar eða undir rannsókn og því ekki í formlegri innheimtu eða umsýslu. - jab KRÖFUHAFAFUNDUR KAUPÞINGS Kröfu- hafar Kaupþings funduðu í gær. Skila- nefnd bankans rannsakar lánveitingar upp á hundruð milljarða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skilanefnd Kaupþings rannsakar lán upp á hundruð milljarða til skattaskjóla: Reikna með að fá lítið aftur NEYTENDUR Kjúklingabein fannst í einu 100 gramma boxi af steiktum lauk undir vörumerkinu Cronions. Aðskotahluturinn var sendur til greiningar hjá Náttúrufræðistofn- un sem komst að þeirri niðurstöðu að sennilega væri um að ræða kjúklingabein. Varan hefur verið innkölluð af markaði en hún reynist vera í mjög takmarkaðri dreifingu og í litlu magni í matvöruverslunum. Neytendur eru beðnir um að skila inn viðkomandi vöru ef hún reyn- ist vera með lotunúmerið LO:160 22:36 og best fyrir dagsetningu 09-02-11 til Nathan & Olsen hf., innflytjanda vörunnar. - sv Steiktur laukur innkallaður: Kjúklingabein fannst í boxi GARÐABÆR Gert er ráð fyrir 165 milljóna króna afgangi af rekstri Garðabæjar á næsta ári sam- kvæmt fjárhagsáætlun. Útsvar breytist ekki og verður 12,46 pró- sent sem fyrr. Í frétt á heimasíðu bæjar- ins segir að fjárhagur bæjarins standi á sterkum fótum og ekki verði skorið niður á milli ára á fjölskyldusviði og heldur ekki í fræðslu-, íþrótta- og æskulýðs- málum. Þá verða langtímaskuldir bæjarins greiddar niður um tæp- lega 400 millj. á næsta ári. - þj Afgangur í Garðabæ: Segja fjárhags- stöðuna sterka SAMFÉLAGSMÁL Fulltrúar NPA- miðstöðvarinnar afhentu stjórn- völdum í gær, á alþjóðadegi fatl- aðs fólks, áskorun þar sem þess er meðal annars krafist að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks verði lögfestur á Íslandi sem fyrst. NPA-miðstöðin er samvinnufé- lag í eigu fatlaðs fólks sem vinnur að því að styðja fatlað fólk við að útvega og skipuleggja persónu- lega aðstoð. Meðal annarra krafna í áskoruninni var að þekking fatl- aðra sé nýtt í þróun lagaramma. Helgi Hjörvar tók við áskoruninni fyrir hönd stjórnvalda. - þj Fatlaðir skora á stjórnvöld: Vilja að réttindi sín séu fest í lög Vildu senda Guantanamo fanga til Íslands VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Íslendingar ófærir um að taka að sér hættulega fanga. Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðla- bankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir banka- hrunið. Van Voorst sendi bandaríska utanríkisráðuneyt- inu skýrslu um framgöngu Davíðs í Kastljósviðtali í febrúar 2009. Sagði hún Davíð sjá sjálfan sig sem síðustu brjóstvörnina gegn vanhæfum og eyðileggjandi stjórnvöldum. Það væri rétt hjá Davíð að breytingum á lögum um Seðlabankann væri beint gegn honum persónulega. „En það sem hann viðurkennir ekki er að áframhaldandi vera hans í bankanum er orðin alvarleg truflun á sama tíma og efnahagskreppan dýpkar,” skrifaði sendiherrann. Viðurkenndi sig ekki sem vanda DAVÍÐ ODDSSON WIKILEAKS Tal um fjárhagsaðstoð Rússa við Ísland í bankahruninu í októberbyrjun 2008 var tilefni vangaveltna í sendiráði Bandaríkj- anna á Íslandi um hvort Banda- ríkjastjórn þyrfti að hafa hér frek- ari hönd í bagga. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkj- anna hér á landi, taldi ekki full- reynt af hálfu íslenskra stjórn- valda hvort hjálp væri í boði frá Bandaríkjunum. Yfirlýsingar íslenskra stjórn- valda 7. október 2008 um að land- ið sneri sér til Rússlands þar sem „vinaþjóðir“ hafi brugðist hjálp- arbeiðnum urðu til þess að banda- ríska sendiráðið kannaði eftir hvaða leiðum aðstoðar var óskað. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu Carol van Voorst, þáverandi sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi, sem skrifuð var 8. október 2008 og Fréttablaðið hefur undir höndum. Spurst var fyrir um það bæði hjá íslenskum stjórnvöldum og í Bandaríkjunum hvort Íslendingar hafi farið fram á aðstoð eftir öðrum leiðum en í gegn um Seðlabanka Bandaríkj- anna. „Við höfum einungis getað staðfest að fulltrú- ar Seðlabanka Íslands hafa rætt við bankastjóra Seðlabanka Bandaríkj- anna – en ekki síðan í síðustu viku,“ segir í skýrslu sendiherrans. „Við fáum með engu móti skýrt af hverju Íslendingarnir hafa ekki tekið upp símann til þess að ræða hvers þeir þarfnast og hvað við gætum aðstoðað með, þó staða Dav- íðs Oddssonar seðlabankastjóra kunni að hafa eitthvað að gera með tregðu til að opna aðrar sam- skiptaleiðir. Bandarískir banka- menn hér segja okkur að aðstoðar Bandaríkjanna sé sárlega þörf, að eignir íslensku bankanna séu ekki eitraðar, og að vandamál þeirra sé skammtímafjármögnun sem orðið hafi erfiðari vegna trúverðugleika- brests,“ segir Carol van Voorst. Sendiherrann bendir á að Banda- ríkin eigi hagsmuna að gæta á norðurhjara og öflugt samstarf á sviði öryggismála við Ísland, eftir brottför Bandaríkjahers frá Kefla- vík, sem bæði lönd hafi unnið hörð- um höndum við að viðhalda. Hún greinir frá því að sama dag og skýrslan er rituð hafi sendiráðið hvatt háttsetta embættismenn á skrifstofu íslenska forsætisráðu- neytisins til að kanna betur hvaða aðkomu Bandaríkin gætu haft að því að auka traust á Íslandi, aðra en gjaldeyrisskiptin sem Seðla- banki Bandaríkjanna hafði hafn- að. „Við efumst um að það yrði Bandaríkjunum, eða NATO, í hag að Íslendingar yrðu skuldbundn- ir Rússlandi, sama hversu „vin- samlegir“ lánaskilmálar kynnu að vera,“ segir í upplýsingaskýrslu sendiherrans. olikr@frettabladid.is Bandaríkin furðuðu sig á samskiptaleysi Íslendinga Í leyniskjölum frá sendiráði Bandaríkjanna, sem ratað hafa til Wikileaks og Fréttablaðið hefur, kemur fram að Bandaríkin höfðu áhyggjur af aðkomu Rússa á Íslandi. Töldu ekki fullreynt með aðstoð vestra. CAROL VAN VOORST þáverandi sendi- herra Banda- ríkjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.