Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 8
8 4. desember 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. FRÉTTASKÝRING: Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna Skuldavanda heimilanna verður mætt með niðurfell- ingu skulda, a uknum vaxta- bótum og niðurgreiðslu vaxta. Aðgerðirnar kosta yfir 100 milljarða króna. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar, lána- stofnana og lífeyrissjóða til að mæta vanda skuldsettra heimila ná til þorra heimila með íbúða- skuldir. Um 72 þúsund heimili eru með íbúðaskuldir og er áætl- að að aðgerðirnar nái til 60 þúsund heimila. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra fagnaði samkomu- laginu við undirritun þess í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Hún sagði viðræður um það hafa staðið linnu- laust í þrjár vikur en það byggir á vinnu sérfræðingahóps sem sett- ur var á laggirnar fyrir tveimur mánuðum. Jóhanna sagði samkomulagið hafa félagslegt og þjóðhagslegt gildi og styðja við aukinn hag- vöxt. Aðilar samkomulagsins eru sammála um að með því sé brugð- ist við skuldavandanum með við- hlítandi hætti og eins og fært sé. Ekki séu efni til að vænta frekari aðgerða. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir heildaráhrif aðgerðanna jákvæð. Við undirrit- unina gat hann þess að samkomu- lag við lífeyrissjóðina um fram- kvæmdir væri hársbreidd frá því að nást. Þá kom fram að fljótlega mætti vænta aðgerða stjórnvalda og banka gagnvart litlum og með- alstórum fyrirtækjum. Er von manna að þær hleypi krafti í atvinnulífið. Aðgerðirnar sem kynntar voru í gær kosta yfir 100 milljarða króna að meðteknum áhrifum á nýjum lögum um gengislán. 70 milljarð- ar af þeirri fjárhæð falla á banka og sparisjóði. Bætast þeir við þá rúmu 20 milljarða sem fjármála- fyrirtæki hafa þegar afskrifað. Að sögn Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Samtaka fjár- málafyrirtækja, mæta stóru við- skiptabankarnir afskriftunum með því svigrúmi sem varð til við yfir- færslu eigna úr gömlu bönkunum í þá nýju. Aðgerðirnar kalli því ekki á breytingar á kjörum. Hlutur ríkissjóðs í aðgerðunum nemur um 20 milljörðum króna á næstu tveimur árum. Felst hann í auknum vaxtabótum og framlög- um til Íbúðalánasjóðs. Lífeyrissjóðirnir leggja tíu til fimmtán milljarða króna til aðgerðanna. Þeim hefur verið borið á brýn að hafa staðið í vegi samkomulags. Ásökunum þar um svarar Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyris- sjóða, með því að benda á að lög meini lífeyrissjóðum að fella niður innheimtanlegar kröfur. Lífeyrissjóðirnir fagna sam- komulaginu og telja það stórt skref í átt að bærilegri tilveru fyrir skuldugar fjölskyldur og landsmenn alla. Gat Arnar þess að sjóðirnir þyrftu ekki að skerða réttindi sjóðfélaga vegna sam- komulagsins. Til viðbótar viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna skuldavanda heim- ilanna gefur ríkisstjórnin út tvær yfirlýsingar. Önnur er um víxl- verkun bóta almannatrygginga og lífeyrissjóðanna.Verða þær aftengdar í þrjú ár. Einnig verð- ur frítekjumark ellilífeyrisþega vegna lífeyrissjóðstekna hækkað í áföngum á þremur árum. Hin yfirlýsingin snýr að verð- tryggingu og lífeyrismálum. Mun ríkisstjórnin hraða aðgerðum til að draga úr vægi verðtryggingar í efnahagslífinu. Ekki er endanlega ljóst hver áhrif breytinga á vaxtabótakerf- inu verða. Jóhanna Sigurðardóttir kvaðst í gær telja að breytingarn- ar gætu falið í sér útgjaldalækk- un heimila um 200 til 300 þúsund krónur á ári. Unnið verður að útfærslu á nokkrum liðum viljayfirlýsingar- innar á næstu dögum. Er áformað að undirrita endanlegt samkomu- lag um aðgerðir 15. desember. Meira verður ekki gert 1. AÐGERÐIR Í ÞÁGU YFIRVEÐ- SETTRA HEIMILA A. Aðlögun íbúðaskulda að verðmæti veðsettrar eignar og greiðslugetu Séu áhvílandi íbúðaskuldir að endurmetn- um gengisbundum lánum umtalsvert hærri en nemur verðmæti eignar býðst skuldara að fá eftirstöðvar láns færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar, enda uppfylli hann önnur skilyrði þessa úrræðis. Lækkun veðskulda getur numið allt að fjórum milljónum hjá einstaklingi og sjö milljónum hjá hjónum/sambýlisfólki og einstæðum foreldrum. Sækja þarf um úrræðið. Frekari niðurfærsla skulda kemur til álita á grundvelli ítarlegrar könnunar á eignastöðu og ítarlegu mati á greiðslugetu. Skuldir verða ekki færðar niður um meira en fimmtán milljónir hjá einhleypum og 30 milljónir hjá hjónum/sambýlisfólki og einstæðum foreldrum. B. Sértæk skuldaaðlögun Ef ofangreint úrræði dugar ekki verður beitt sértækri skuldaaðlögun. Miðar hún að því að færa húsnæðislán að greiðslu- getu. Byggt er á samkomulagi banka og lífeyrissjóða frá október 2009. Efni þess breytist þó þannig að við skuldaaðlögun sem miðar að því að færa húsnæðislán að greiðslugetu lántaka verði miðað við lán sem svarar til 70% til 100% af verðmæti eignar. Það sem út af stendur verður fært á óverðtryggt vaxtalaust biðlán til þriggja ára. C. Sjálfskuldarábyrgðir Sjálfskuldarábyrgðir umfram eignastöðu eða greiðslugetu ábyrgðarmanns verða felldar niður. D. Lánsveð Ekki verður gengið að lánsveði á tímabili sértækrar skuldaaðlögunar. 2. VETTVANGUR KRÖFUHAFA Settur verður á laggirnar vettvangur kröfu- hafa til að flýta sem frekast má skuldaupp- gjöri. Aðild að honum eiga fjármálafyrir- tæki, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður. 3. SÉRSTAKT ÁTAK TIL AÐ NÁ TIL HEIMILA Í VANSKILUM Lánveitendum ber að bregðast skjótt við þegar vanskil koma upp. Munu þeir reyna að ná til allra heimila sem eru í vanskilum og skal því lokið eigi síðar en 1. maí nk. 4. VAXTABÆTUR Ríkisstjórnin mun viðhalda sérstakri hækkun vaxtabóta sem verið hefur við lýði á árunum 2009 og 2010 og breyta kerfi þeirra þannig að þær komi í auknum mæli til móts við heimili með þunga skuldabyrði og lágar tekjur. 5. NÝ TEGUND VAXTANIÐUR- GREIÐSLU Niðurgreiðslan er almenn og óháð tekjum, en fellur niður þegar hrein eign skuldara er umfram tiltekin mörk. Reiknað er með að útgjöld vegna þessa úrræðis verði allt að 6 milljarðar króna á ári og verði í gildi árin 2011 og 2012. 6. NAUÐUNGARSÖLUR Allar aðgerðir skulu miðast við það að koma sem verða má í veg fyrir að bjóða þurfi upp fasteignir þar sem skuldari á lögheimili. Skulu lánveitendur og sýslu- menn setja sér skýrar verklagsreglur um framkvæmd uppboða sem miða að því að gerðarþola verði sýnd nærgætni og virðing. 7. HÚSNÆÐISMÁL Lánveitendur munu vinna með ríki, sveitarfélögum og félagasamtökum við að koma á fót fjölbreyttum húsnæðis- lausnum. Lífeyrissjóðir leitist við að greiða götu félagslegra úrræða í húsnæðismálum með kaupum á sérstökum flokki íbúða- bréfa sem Íbúðalánasjóður mun bjóða út á lægstu mögulegum vöxtum. 8. FRAMLAG TIL HÚSALEIGUBÓTA Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að framlög ríkisins til húsaleigubóta verði ekki skert á næsta ári. Lán færð niður að 110% af verðmæti fasteignar Aðgerðirnar geta haft mikil áhrif til lækkunar lána Í dæmunum er annars vegar miðað við lán upp á 17 milljónir og hins vegar 41 milljón. Íbúðalán í dag 17.000.000 41.000.000 Skammtímaskuldir 3.000.000 3.000.000 Heildarskuldir 20.000.000 44.000.000 Verðmæti íbúðar 16.500.000 35.000.000 100% af verðmæti 16.500.000 35.000.000 70% af verðmæti 11.550.000 24.500.000 Mismunur 4.950.000 10.500.000 Lán eftir skuldaaðlögun 11.550.000 24.500.000 Vaxta og verðbótalaust 3ja ára biðlán 4.950.000 10.500.00 Niðurfellt 3.500.000 9.000.000 Heimild: Arion banki BROSANDI VIÐ UNDIRSKRIFT Á myndinni eru Guðjón Rúnarsson, Samtökum fjár- málafyrirtækja, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Arnar Sigurmundsson, Landssamtökum lífeyrissjóða. Fjórtán skrifuðu undir yfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Björn Þór Sigbjörnsson bjorn@frettabladid.is HJÁLPARSTARF HEIMA OG HEIMAN HELMINGUR FRAMLAGA RENNUR TIL AÐSTOÐAR INNANLANDS Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Jólabæklingurinn er kominn út. Girnileg jólatilboð. fyrir Jólasmákökur og huggulegheit í verslun okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.