Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 10
10 4. desember 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna Reginn ehf. dótturfélag Landsbankans hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í fasteignafélaginu Reginn A3 ehf. Félagið á 7 fasteignir sem eru að meginhluta leigðar undir smásölurekstur á höfuðborgarsvæðinu. Félagið er með 24 leigusamninga við 19 leigutaka. Heildarfjöldi útleigðra fermetra er um 7.800. Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu og er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem standast hæfismat og sýnt geta fram á fjárfestingargetu umfram 350 milljónir króna. Unnt er að nálgast allar frekari upplýsingar um söluferlið, félagið og önnur gögn, þar með talið trúnaðaryfirlýsingu og eyðublað fyrir fjárfesta, á vefsíðu Landsbankans, landsbankinn.is, frá klukkan 15.00 þann 23. nóvember 2010. Frestur til að skila inn bindandi tilboðum rennur út klukkan 16.00 mánudaginn 20. desember 2010. Reginn ehf. er sértækt dótturfyrirtæki Landsbankans sem fer með eignarhald bankans á fasteignum eða hlutafé fasteignafélaga sem líklegt er að bankinn eigi um einhvern tíma. Stofnun Regins og starfsemi félagsins er einn þáttur í þeim víðtæku ráðstöfunum sem Landsbankinn beitir við fjárhagslega endurskipulagningu atvinnufyrirtækja. ENN E M M / S ÍA / N M 4 4 4 5 8 N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . Fasteignafélagið Reginn A3 ehf. til sölu „Mér finnst ekki margt nýtt í þessu,“ segir Margrét Tryggva- dóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær. „Þessi 110 prósenta leið hefur til þessa verið í boði í öllum starf- andi bönkum,“ bætir hún við. Margét segist þó telja að end- urgreiðslur á vöxtum sé í raun mjög góð leið. „En það er ekki nóg að gera þetta bara í tvö ár og fyrir tiltölulega lágar upphæð- ir,“ segir hún og telur að tvö til þrjú hundruð þúsund króna ábati á ári breyti litlu fyrir þá sem illa eru staddir. „Þetta eru þá 15 til 20 þúsund krónur á mánuði og munar ekki mikið um það ef fólk á annað borð nær ekki endum saman,“ segir hún og bendir á að þá sé miðað við hámarks- endurgreiðslur. „Flestir eru að fá kannski átta til tíu þúsund á mánuði.“ Margrét bætir við að henni líki heldur ekki sú nálgun sem farin sé í að aðstoða þá sem eru í skuldavanda. „Þetta er svona ölmusupólitík. Það eru allir gerðir að bótaþegum, í staðinn fyrir að viðurkenna að hér hafi orðið hrun og forsendubrestur sem þurfi að leiðrétta og koma á einhverju réttlæti. Þess í stað eru allir aumingjavæddir.“ Auk þess segir Margrét stóran galla að einungis sé horft til skulda vegna húsnæðis, aðrar skuldir sem undanskildar séu nemi 700 milljörðum króna. „Oft eru það aðrar lausaskuldir sem eru að sliga heimilin.“ Líkar ekki nálgun við lausn skuldavanda heimilanna: Ölmusupólitík og aumingjavæðing Tillagan um niðurgreiðslu vaxtakostnaðar er langáhugaverðust þeirra aðgerða sem boðaðar voru í gær til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Þetta er mat Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. „Hitt er eitthvað sem komið var fram áður að miklu leyti og finnst mér í raun óeðlilegt að tala þar um svo og svo mikinn kostnað í tugum milljarða,“ segir Sigmund- ur. „En þessi niðurgreiðsla á vaxtakostnaði er almenn aðgerð sem er áhugaverð og gæti skipt máli. Ég hegg hins vegar eftir því að ríkisstjórnin muni í samstarfi við aðila samkomulagsins leita leiða til þess að fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir fjármagni þessi útgjöld. Er þá ekki búið að ganga frá því hvernig þetta verður fjármagnað?“ spyr Sigmundur og veltir því fyrir sér hvort ríkissjóður komi á endanum til með að bera þennan kostnað. „Ég hefði viljað sjá meiri upplýsingar um hvernig menn ætla að standa að þessu atriði sem mér finnst áhugaverðast í tillögunum.“ Áhugaverð tillaga sem gæti skipt máli Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Og það finnst mér vera kostur í þessum tillögum,“ bætir Þórólfur við. „Fólk er í vanda núna og engin þörf á að leggja rosalegar fjárhæð- ir í að leysa vanda sem ekki raun- gerist fyrr en eftir einhverhver tíu til tuttugu ár, eins og hefði verið með höfuðstólslækkunum.“ Þórólfur lýsir tillögunum sem „blandi í poka“ sem ætti að geta nýst stórum hópi fólks. „Og von- andi fæst úr þessu einhver niður- staða fyrir þá sem eru í greiðslu- vanda.“ Í tillögunum segir Þórólfur að sé útvíkkuð sértæk skuldaaðlög- un sem boðið hafi verið upp á. „Og menn lækka þar prósentuvið- mið um tíu prósent og setja inn nákvæmari ákvæði um biðlánin sem gera þetta aðeins meira aðlað- andi fyrir þá sem fara í gegn um það,“ segir hann. Einhver kostnaðarauki segir Þórólfur að sé falinn í svokall- aðri „hraðferð“ í skuldaniður- færslu einstakl- inga og sambýl- isfólks, allt að 15 milljónum króna hjá einstakling- um og þrjátíu milljónum hjá hjónum, en þó ekki nema í 110 prósent af verð- mæti eignar. „Þarna verður eitthvað afskrifað sem væntanlega hefði annars verið innheimt, en í stórum dráttum er þetta eitthvað sem mér sýnist að lánastofnanir hefðu þurft að taka á sig. Það er samt alltaf mjög erfitt að sjá hvernig dreifingin verður á milli þeirra og væntanlega er það það sem tekist hefur verið á um undanfarna daga. Bankar, lífeyr- issjóðir og aðrir eru á svo mismun- andi stöðum í veðröðunum.“ Helsta viðbótarútgjöldin í boð- uðum aðgerðum segir Þórólfur að sé að finna í tillögu um niður- greiðslu vaxta. „Það eru tvisv- ar sinnum átta milljarðar króna á næsta og þarnæsta ári og sýn- ist mér hugmyndin að bankarnir fjármagni sex milljarða af þessum átta hvort árið um sig.“ Þórólfur kveðst vonast til þess að með fram komnum tillögum taki fólk að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. „Vandinn er mjög margþættur og engin ein lausn sem dugar öllum. En þetta end- urspeglar að menn hafa legið yfir þessu og hafa reynt að máta fleiri en eina aðferð.“ Með tillögunum segir Þórólfur útlit fyrir að þónokkuð stór hópur fái einhverja úrlausn sinna mála og almenna vaxtaniðurfærslan gangi yfir mjög stóran hóp þó það sé ekki nema næstu tvö árin. Þórólfur telur að nú sjái þeir sem hvað mest berjast í bökk- um hver uppskriftin er að lausn- unum og hvers þeir geta vænst. „Það er meiri vissa í þessu, en vandinn hefur verið að fá fólk til að koma inn og byrja að vinna í sínum málum. Fólk hefur búið til einhverja Grýlu úr fjármálastofn- unum og öðrum sem unnið hafa í málunum og sagt að ekki þýði að tala við þá, þótt reyndin hafi gjarn- an verið önnur. En núna liggur allt á borðinu og borgar sig að ganga frá málunum og fá fast land fyrir framtíðina.“ olikr@frettabladid.is ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON Nú sést uppskrift að lausn vandamálanna Kostnaðarauki í boðuðum aðgerðum til að bregðast við skuldavanda heimil- anna er mestur í niðurgreiðslu á vaxtakostnaði. Þórólfur Matthíasson hagfræði- prófessor segir nú allar leiðir uppi á borðinu og hægt að byggja til framtíðar. Skuldavandaaðgerðir ríkisstjórnarinnar leggjast ágætlega í Alþýðusamband Íslands (ASÍ) að sögn, Gylfa Arnbjörnssonar, forseta sambandsins. „Í það minnsta er þarna aðgerð sem gagnast æði mörgum og flýtir fyrir meðferð þeirra mála sem við höfum lengi talið þess eðlis að eigi bara að afskrifa, það er að segja þeirra sem skulda langt umfram verðmæti þeirra eigna sem voru keyptar. Að maður tali nú ekki um ef greiðslu- byrðin er þannig að fyrirsjáanlegt sé að fólk ráði ekki við hana,“ segir Gylfi og fagnar því líka að farið sé að tillög- um ASÍ um að auka vaxtabætur. „Það er mjög skilvirk aðferð til að hjálpa þeim sem eru í mestum skuldavanda.“ Tillögurnar segir Gylfi eiga að geta leitt til þess að mörg heimili fái skjótari úrvinnslu sinna skuldamála um leið og reynt sé að koma fjármunum í gegn um vaxtabótabótakerfið. „Og þetta nær til æði margra heimila.“ Skilvirkar aðgerðir „Það er jákvætt að komin er niðurstaða í þetta mál og mjög mikilvægt að það myndist hröð úrlausn, bæði á skuldavanda heimila og fyrirtækja,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna. „Bæði þurfa heimilin að fá vissu um sína stöðu og þessu tengist síðan endurskipulagning á fjárhag lífvæn- legra fyrirtækja. Þannig förum við kannski að sjá botninn á hagsveiflu og kannski viðspyrnu.“ Þá segir Hannes að sér sýnist samkomulagið sem kynnt var í gær vera til þess fallið að stjórnir lífeyrissjóð- anna geti samþykkt að fara þessa leið. Förum að sjá botninn MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR Að mati Margrétar Tryggva- dóttur, þingflokksformanns Hreyfingarinnar, hefði þurft að setja margfalt hærri upphæð í endurgreiðslu vaxta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.