Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.12.2010, Blaðsíða 28
28 4. desember 2010 LAUGARDAGUR B akgrunnur Braga Ólafssonar rithöf- undar og Sigrún- ar Pálsdóttur sagn- fræðings er um margt mjög ólík- ur og þau segjast ekki viss um að kynni hefðu tekist með þeim á ákveðnu tímabili í lífi þeirra þótt þau hefðu hist fyrr. Bragi gaf út fyrstu bók sína árið 1986, sama ár og Sykurmol- arnir ruddu sér braut, og á því 25 ára útgáfuafmæli á næsta ári. Um þær mundir var Sigrún Pálsdóttir að skrá sig í sagnfræði í Háskóla Íslands en hún útskrifaðist sem doktor í sagnfræði frá Oxford- háskóla á Englandi árið 2001. Í doktorsritgerðinni tók hún fyrir breska hugmynda- og hugarfars- sögu með vísun í þátt íslenskrar menningar við mótun hennar en í dag er Sigrún í fullri vinnu við rit- stjórn Sögu, tímarits Sögufélags- ins. Þau segja það í raun blessun að hafa ekki kynnst fyrr en þau gerðu, sem var fyrir þrettán árum. Þau eru þó bæði úr Reykjavík og voru bæði í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en þó ekki samtíða. Hittust í lyftu Sigrún og Bragi hittust fyrst þegar þau lokuðust saman í lyftu á Laugaveginum. Þau voru að vísu ekki ein, því þriðja hjólið var Hallgrímur Helgason rithöfundur. „Kannski má kalla hann guðföð- ur þessa sambands,” segir Bragi brosandi. Sigrún: „Á einhverjum tíma- punkti hefðum við aldrei kynnst. Við hefðum ef til vill náð saman á Melarokki 1982 þar sem ég stóð fyrir framan sviðið á hermanna- klossum og hlustaði af aðdáun á Purrk Pillnikk en ég er ekki viss um að Bragi hefði undir nokkrum kringumstæðum litið við íhalds- hreðkunni með silkislæðuna um hálsinn, eins og ég var kölluð, í menntaskóla nokkrum árum síðar. Ætli ég hafi ekki farið krókaleið í sjálfsleitinni í gegnum tíðina.“ Bragi: „Auk þess vex maður og þroskast saman. Við börðum eitt- hvað niður í hvort öðru og opnuð- um svo fyrir annað. Sumt náum við hins vegar aldrei að sameina. Þegar ég kem upp á miðhæðina, þar sem við hittumst í hádeg- inu eftir að hafa setið við skrift- ir, ég í kjallaranum og hún á loft- inu, hlusta ég gjarnan á tónlist, og þá mjög hátt. Sigrún á það til að lækka þegar hún kemur niður. Ég fæ samt að ráða hvaða tónlist er keypt á heimilið. Ætli Sigrún ráði ekki flestu öðru, ég fæ ekki einu sinni að ráða útliti bókanna minna! Hún hefur hannað kápurnar á allar þær bækur sem ég hef gefið út frá árinu 1999.“ Ævisaga og skáldaga Bók Sigrúnar, Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismanna- stéttar, er byggð á bréfum Þóru Pétursdóttur Thoroddsen og segir frá ævi og örlögum Þóru, sem var dóttir Péturs Péturssonar biskups og eiginkona Þorvaldar Thorodd- sen náttúrufræðings. Bók Braga ber öllu lengri titil, Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alex- son, gjarnan kölluð „Handritið“ til styttingar um þessar mundir. Jón Magnússon er faðir Sturlu Jóns, aðalpersónu Sendiherrans sem kom út árið 2006. Sigrún besti ritstjórinn Bragi segist hafa misst út úr sér að hann hafi hugsað bækurnar sem fjórar, og jafnvel komi því tvær í viðbót þar sem þessir þræð- ir tengjast. Hann viti þó ekki hvort það verði eftir tvö eða tíu ár. Sig- rún er að gefa út sína fyrstu bók og þau standa því í sömu önnum sem rithöfundar þessa dagana. Auk þess er Sigrún í fullu starfi við að skila próförk af Sögu í prentun. Sigrún: „Jú, við höfum lesið mikið yfir fyrir hvort annað og það kemur sér vel að hafa ein- hvern sem er svo náinn manni í því. Þannig fær maður frekar að heyra hlutina hreint út. Bragi: „Sigrún er besti ritstjóri sem ég gæti haft. Hún bendir hik- laust á hvað má vera með og hvað ekki og ég hef lært að taka mark á því, þótt auðvitað séu undantekn- ingar. Í þessari bók eru til dæmis einhver atriði sem hún leit horn- auga.“ Persónur bókanna eru stadd- ar hvor á sinni öldinni. Þóra er fædd um miðja 19. öld og persón- ur Braga vappa um á 20. öldinni. Eruð þið sjálf stödd hvor á sinni öldinni? Þóra: „Ég hef aldrei verið mikil 20. aldar kona. Mér finnst stundum eins og allt það merkilegasta hafi gerst á 19. öldinni en menn halda náttúrulega með „sínum“ öldum. Ég þekki eiginlega ekkert annað en að hugsa út frá 19. öldinni, mitt sjónarhorn er litað af þeirri sögu- skoðun og ég horfi alltaf einhvern veginn á samtíðina úr fortíðinni. Og mig langaði að opna þessa öld fyrir breiðum og nýjum lesenda- hópi með því að fjalla um þennan kvennaheim 19. aldar.“ Bragi: „Ég stend einhvern veginn með báðar lappirnar í 20. öldinni og efast um að ég gæti sett mig inn í þá nítjándu þótt mér finnist það sterk upplifun að hverfa þangað um stund. Ætli það sé ekki vegna þess að mín mesta bókmenntalega upplifun tengist 20. öldinni. Ef ég gef mér einhvern stimpil er ég tut- tugustu aldar maður. Hins vegar er það svo, að þrátt fyrir að mínar persónur hafi ekki eitt sinn verið raunverulegar eins og Þóra var, upplifi ég þær, eftir þessa fimm ára sambúð með þeim, sem jafn- raunverulegar og Þóra var. Mér finnst skáldskapurinn vera eitt- hvað sem í raun „gerðist“.“ Þóra: „Reyndar er ég að fara að yfirgefa 19. öldina um sinn og ætla að skrifa ævisögu Sigrúnar Briem læknis sem var fædd árið 1911. Hún lést 33 ára, þegar Goðafossi var sökkt. ásamt þremur börnum sínum. Ég erfði bréfasafn hennar þar sem hún var ömmusystir mín, þótt ég hafi ekki ríka tilfinningu fyrir tengslunum vegna tímamis- munarins. Þetta er ögrandi verk- efni, dramatísk og stutt ævi, og mun minni heimildir en ég hafði með Þóru. Auk þess get ég ekki ímyndað mér ólíkari persónur.“ Þóra væri sátt Hvernig líst ykkur á persónur hvor annars, tengist þið þeim? Sigrún: „Mér hefur, eins og öðrum lesendum, stundum langað til að hrista persónur Braga til eða stoppa þær í því sem þær eru að gera. Svo er þessi stöðuga áfeng- isdrykkja alveg að fara með mig í bókunum. Aftur á móti upplifi ég persónur í texta aldrei sem raun- verulegar. Ég hugsaði til dæmis ekki oft um Þóru sem manneskju af holdi og blóði því mér finnst best að hugsa um þann eina veru- leika sem ég næ utan um og það er texti bréfanna. Ljósmyndirnar af fjölskyldu Þóru minntu mig þó á að það var eitthvað raunverulegt handan heimildanna.“ Bragi: „Ég er búinn að lesa Þóru nokkrum sinnum yfir í handriti. Þótt það sé mikill léttleiki yfir henni er líf hennar í raun trag- ískt. Ég upplifi Þóru mjög sterkt, ekki síst eftir að við fórum að heimsækja leiðið hennar í Kaup- mannahöfn. Upplifunin var líka enn sterkari því okkur gekk svo illa að finna leiðið.“ Sigrún: „Já, það fannst mér reyndar mjög skrítið. Og mér datt sjálfri aldrei í hug að fara að leiði hennar, það vildi bara þannig til að mér var sagt frá leiðinu um það leyti sem ég var að fara til Kaup- mannahafnar og þess vegna dreif ég mig. Samband manns við svona sögupersónu er annars flókið og í raun veit ég eiginlega ekki hvað mér finnst um hana annað en að hún var skemmtilegur karakter og merkilegur sögumaður. Það eina sem vakti fyrir mér þegar ég byrjaði að rannsaka bréfin var að veita öllu eftirtekt sem kom mér á óvart og gerði mig hissa. Bókin er niðurstaða af lestri bréfanna og hún hefur komið mörgum á óvart og kannski valdið einhverjum vonbrigðum. En ef þú spyrðir mig hvað Þóru fyndist þá er ég sann- færð um að hún væri sátt.“ Nálægð og fjarlægð Eru Þóra, Örn og Jón á vappi í kringum ykkur á heimilinu? Bragi: „Ég veit ekki hvort per- sónurnar séu á vappi hér í þessu húsi. Persónurnar sem ég er að vinna með núna og er búinn að missa út úr mér að muni halda áfram í tveimur bókum í við- bót, sem ég gef þó engin loforð fyrir, eru þó lifandi fyrir mér og á meðan þræðir þeirra kitla mig úr fyrri bókunum finnst mér spennandi að fylgjast með þeim. Á meðan persónurnar hafa eitthvað að segja mér, eða eiga einhverju ólokið, finnst mér þetta skemmti- legt. En svo getur líka gerst að ég hætti að hugsa um þetta í einhvern tíma og skrifi þessar bækur eftir tíu ár.“ Sigrún: „Nei, Þóra er ekki á vappi hérna en maður er tengdur þessum söguheimi – horninu þar sem biskupsbústaðurinn var, þar sem gamla Reykjavíkurapótek er nú. Þetta er sögusvið sem er bæði nálægt manni og fjarlægt, fram- andi og kunnuglegt í senn og það gerir þennan heim heillandi. Minning um jólasnjó Hlakkið þið til þegar þið setjist niður á aðfangadagskvöld, upp- lestrum lokið og flóðið í rénun? Sigrún: „Jú, ég held það. Það er gaman en rosalega skrítið að vera í þessu og ég hef aldrei gert þetta áður, að koma inn í alls konar hópa og lesa. Þetta á kannski ekkert voða vel við mig en maður verður að standa með sinni bók og berja niður innipúkann og mannafæluna sem maður er.“ Bragi: „Við höfum verið að fara saman út á land – Ísafjörð, Aust- urland og á fleiri staði. Stundum er maður svolítið vonlítill, þegar fáir koma að hlusta. En svo skil- ar það sér einhvern veginn alltaf. Bara auglýsingin um upplesturinn hefur eitthvað að segja.“ Sigrún: „Mánuðurinn fram undan er svo tilhlökkunarefni, íslensk aðventa er mín eftirlætis- árstíð.“ Bragi: „En það mætti vera meiri snjór á jólunum, ég held það hafi mikið að segja í því að mér er farið að finnast meiri jólastemning úti í vetrarkaldri Evrópu en hér heima. Jólasnjór í Reykjavík er eitthvað sem er bara til í minningunni.“ Ég fæ samt að ráða hvaða tónlist er keypt á heimilið. Ætli Sigrún ráði ekki flestu öðru, ég fæ ekki einu sinni að ráða útliti bókanna minna! Íhaldshreðkan og pönkarinn Hjónin Bragi Ólafsson rithöfundur og Sigrún Pálsdóttir sagnfræðingur eru bæði með bók í jólabókaflóðinu í ár. Síðastliðinn mið- vikudag kom í ljós að báðar bækurnar verða auðkenndar með gylltum miða á aðventunni þegar þær voru tilnefndar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við hjónin um vinnu, eftirlætis aldirnar, og fleira til. ÓLÍKUR BAKGRUNNUR Sigrún Pálsdóttir og Bragi Ólafsson hafa verið saman í 13 ár en þau eru ekki viss um að þau hefðu náð saman áður, enda með mjög ólíkan bakgrunn. Þau segjast hafa þroskast og vaxið saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.